Vikan


Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 47

Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 47
Hvað segirðu um kappleikinn í gærkvöldi, vinur? völ. Það var því gert boð eftir James Dean og hann var ekki lengi að taka boðinu og skrif- aði strax undir samninginn. Loksins hafði hamingjan snú- izt honum í hag. Hann stökk upp á vélhjólið sitt til að aka beinustu leið frá New York til Hollywood. Hann hafði mikið dálæti á vélhjólum og naut þess að aka á ofsahraða. Og í þetta sinn lenti hann í árekstri og hafnaði á sjúkra- húsi. Elia Kazan varð ofsalega reiður. í samning James var svo bætt einni grein; honum var bannað að stíga upp á vél- hjól, meðan á kvikmyndatök- unni stóð. Þegar svo að því kom, að hann var orðinn nógu hress til að hefja leik sinn, þá varð hann að sætta sig við að fara fljúg- andi til Hollywood. Upptökurnar á „Austan Ed- en“ fóru fram fyrir lokuðum dyrum. En einhvern veginn lak það samt út, að þarna væri á ferðinni ný kvikmyndastjarna. Hann slangraði um lóðina, klæddur gömlum gallabuxum, órakaður og illa klipptur, reifst við tæknimenn og meðleikara, en hann var stjarna. Svo var lokið við upptöku kvikmyndarinnar og hátiða- frumsýning stóð fyrir dyrum. James Dean átti auðvitað að koma þar fram í sviðsljósið og tala við blaðamenn. En James lét ekki sjá sig, taugar hans þoldu ekki álagið. Kvikmyndin fékk geysilega góða dóma og framtíð James Dean var tryggð. Þegar Dean kom aftur til Hollywood, þá fór það ekki á milli mála, að hann var orð- inn stjarna. En hann breytti ekki klæðaburði sínum, gekk, eftir sem áður, í gömlum galla- buxum, hirti ekki um að raka sig og sást oftast í félagsskap furðulegra manna, sem líktust helzt umrenningum. Hann hafði alltaf sama dálætið á vélhjól- um og lifði frekar óbrotnu lífi. Þangað til hann hitti Pier Angeli, hina fögru ítölsku leik- konu, sem var nýkomin til Hollvwood. Það gjörbreytti honum. Hún er ekki aðeins kona, sagði hann, — hún er ímynd fegurðarinnar. Hún er öllu of- an dvrðlingur, sem allir eiga að tilbiðja. Og Pier Angeli breytti James Dean. Hann fór að hugsa meira um útlitið, rakaði sig og snyrti, fékk sér falleg föt, já, hann fór jafnvel til rakara, en það hafði honum áður fundizt fyrir neð- an sína virðingu. Pier Angeli og James Dean sáust nú saman á mannamót- um og í slúðurdálkunum var talað um að þau myndu ganga í hjónaband innan tíðar. En svo sagði Pier Angeli hon- um upp. Hún sagði ástæðuna fyrir því vera að hún væri mjög trúaður kaþólikki og að þau gætu ekki komið sér sam- an um trúmálin. En raunveru- lega skýringin hefur líklega verið sú, að Pier Angeli hefur viljað láta koma fram við sig sem konu, en ekki sem goð á stalli. Pier Angeli giftist svo söngv- aranum Vic Damone. Dean var ekki boðinn í brúðkaupið, en hann sat á vélhjóli sínu fyrir utan kirkjuna og grét. Hann brant kvikmyndavélina. Svo hófst upptakan á næstu kvikmynd, sem hann lék í, kvikmyndinni um uppreisnar- gjarna æsku. Dean fannst sjálf- um kvikmyndin ljót og hann fór ekkert dult með það. Og hafi hann verið erfiður í sam- vinnu áður, þá kastaði nú tólf- unum. Einn af þeim, sem vann við upptökurnar sagði: — Það var nú út af fyrir sig, þótt hann vildi ekki tala við nokkurn mann. En hann braut kvikmyndavélar og ljóskastara og ók á vélhjóli í gegnum upp- tökusalinn og það tafði sannar- lega fyrir. En loksins tókst að fá hann til að hætta þessum hjólreið- um og í þetta sinn var það ekki gert með aukagrein í samn- ingnum, heldur var Marlon Brando fenginn til að koma vitinu fyrir hann. Dean sá í Brando hina miklu fyrirmynd. Brando sagði við Dean: — Það langar engan til að sjá leikara á hvíta tjaldinu, sem er afskræmdur af örum. Jean fór að íhuga þetta og svo fleygði hann hjólinu og keypti sportbíl. En þótt Dean hefði and- styggð á þessari kvikmynd, þá varð það samt hún sem gerði hann að tákni heillar kynslóð- ar. Sem unglingur í blindri uppreisn gegn samfélaginu og foreldrum, varð hann tákn þess, sem hundruðir unglinga hugsuðu og vildu framkvæma. Dauði James Dean fullgerði svo myndina; það urðu síð- ustu mótmælin. Liz Taylor gaf honum beztu g.iöfina: kettling. James Dean var mjög ein- mana í einkalífi sínu. Hann stjakaði vinum sínum frá sér. að sumu leyti vísvitandi. En skaplyndi hans, skjót sinna- skipti, ofsaleg reiðiköst og þunglyndistímabil, gerði hon- um erfitt að umgangast fólk. Það var táknrænt, þegar hann hitti Liz Taylor í fyrsta sinn, en hún lék á móti honum í síð- ustu kvikmyndinni, „Risan- um“. Þegar þau hittust fyrst, var hann í sínu elskulegasta skapi. Hann bauð Liz í bíltúr í nýja sportbílnum og það var hámark viðurkenningar. Liz varð him- inlifandi. En daginn eftir, þeg- ar hann kom í kvikmyndaverið, vildi hann ekkert við hana tala, urraði eitthvað í barm sér og sneri í hana baki. En samt fór það svo, að Liz Taylor færði honum þá gjöf, sem honum þótti vænzt um, lítinn kettling. James Dean gat leikið sér við þennan kött í fleiri klukkutíma, það var eins og hann fengi útrás fyrir blíðu sína, sem hann þorði ekki að láta í ljós við manneskjur. Hann flýtti sér heim í hverjum matartíma, til að gefa kettin- um og á hverju kvöldi var það hans fyrsta verk að sinna kett- inum, þegar hann kom heim. En svo, allt í einu, gaf hann köttinn kunningja sínum og sagði: — Það er bezt þú eigir hann. Einhver verður að sinna hon- um, ef eitthvað kemur fyrir mig. — Það var eins og að sitja á púðurtunnu að vinna með Jmaes Dean. Upptakan á „Risanum11 gekk sannarlega ekki snurðulaust. James Dean samdi alls ekki við leikstjórann, George Stev- ens. Annan daginn var það Dean, sem hótaði að hætta við leik sinn, ef Stevens yrði áfram leikstjóri og hinn daginn hót- aði Stevens að fara, ef ekki yrði fenginn annar en Dean í hlutverkið, það væri útilokað að vinna með honum. — Að tala um skapofsa, seg- ir Stevens nú. — Það var eins og að sitja á púðurtunnu, þar sem búið var að kveikja í tund- urþræðinum. Hann var að hefja leikstjórnarferil sinn og var mikið í mun að vel tækist til. En hann sló vindhögg til allra átta. En svo lauk samt upptökunni á „Risanum". James Dean fór að leggja sín framtíðaráform. Hann varð aftur ástfanginn og í þetta sinn var það Ursula Andress, sem átti hug hans allan. En eins og í fyrra skipt- ið fór þetta allt forgörðum. Hann bað hennar, en hún hryggbraut hann. Þá reyndi hann að hugga sig við að honum hafði verið boð- ið að leika í sjónvarpi, fyrir hærri laun en áður hafði heyrzt getið um og að kvikmynda- framleiðendur slógust um hylli hans, — en umfram annað var hann ánægður yfir því að mega nú taka þátt í kappakstri, en það hafði honum verið harð- lega bannað, meðan hann lék í „Risanum“. Þess vegna settist hann upp í Porschinn sinn, þennan ör- lagaríka dag í september árið 1955. ☆ 42. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.