Vikan


Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 24

Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 24
EG VIL AÐ HEIMILIÐ SÉ HANS GRIÐASTAÐUR VIKAN heimsækir frú Dóru Guðbjartsdóttur, forsætisráðhe^afrú. Texti: Kristín Halldórsdóttir Myndir: Sigurgeir Sigurjónsson „Ég er óskaplega venjuleg manneskja, og ég skil ekki, hvernig þú ætlar að skrifa eitthvað upp úr þessu samtali okkar. Ég hef ekki nokkurn skapaðan hlut að segja.” sagði frú Dóra hógværlega. — Hvað, viðtai við mig? Já, en ég er svo óskaplega venjuleg manneskja, ég hef ekki frá neinu að segja, sagði Dóra Guð- bjartsdóttir, forsætisráðherrafrú, þegar við hringdum til hennar og fórum fram á v.^tal. En eins og viðbrögð hennar gáfu til kynna, hversu litillát hún er og frábitin þvf að láta nokkuð á sér bera, eins hlaut meðfædd alúð hennar og elskulegheit að verða til þess, aö hún veitti okkur þetta umbeðna viðtal. — Þið gerðuð nú okkur ráðherrafrúnum góð skil i Vikunni í fyrra, sagði Dóra, þegar við vorum setztar að spjalli á heimili þeirra hjóna að Aragötu 13, og við ættum ekki að vera neitt merkilegri persónur, þótt eiginmennirnir séu ráðherrar. — Áttu við, að þú viljir ekki vera umtalsverð eingöngu vegna mannsins þins? — Ekkert i þá áttina. Ég er 100% kona mannsins mins og vil ekki vera neitt annað. — Þú ert fædd og uppalin Reyk- vikingur, er það ekki? — Jú, en foreldrar minir komu utan aflandi. Móðirmin, Astbjörg Jónsdóttir, var frá Akranesi, og faöir minn, Guðbjartur Ólafsson, var frá Kollsvik við Patreksfjörð. Þar var ég tvö sumur barnið hjá afasystur minni, sem raunar var amma Magnúsar Torfa ólafs- sonar, ráðherra. Við Magnús Torfi erum sem sagt þremenn- ingar. — Ég var óttalegur kramaraumingi i bernsku, fékk alls konar sjúkdóma og var stundum vart'hugað lif. Vistin i Kollsvik hafði ótrúlega góð áhrif á mig, og heilsan batnaði til muna. Þá var öðruvisi um að litast i Kollsvik en nú, niu bæir i byggð, útræði mikið og land- búnaöur. til uppfyllingar. Við fórum öll saman til kirkju i Breiðuvik og hópuðumst saman til leikja á flötunum i Kollsvik. Nú er barna einn bær i byggð. ■ — Og það er fleira en Kollsvik, sem hefur breytt svip. Reykja- vik er ekki fjarska Uk þvi, sem hún var i minni æsku. Við bjuggum við Laugaveginn, og við krakkarnir könnuðumst við alla, sem um götuna gengu. Ef við sáum nýtt andlit, vissum við, að þarna fór utanbæjarmaður. Það var gaman að eiga heima við Laugaveginn, og ég var ósköp óánægð með það að flytjast á Framnesveginn, þegar ég var 16 ára. En auðvitað reyndist lika ágætt að vera þar. Ég gerðist KR—ingur, og við krakkarnir vorum mikið i iþróttum. — Voruð þið mörg systkinin? — Þrir bræður og tvær systur. Það eru þrjú ár á milli okkar systranna, svo að við áttum ekki mikla samleið i æsku, en nú er hún min bezta vinkona, við tölum 24 VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.