Vikan


Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 37

Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 37
Raðhomsóíi með mjúkum púðum. Fjölbreytt úrval af áklæði. ★ Bðlstrarinn Hverfisgötu 74 - Slmi 15102 ÁSTRÍÐA manninn deyja. t>aö er .minusta kosti ekki vel gert.” Renoldi reiddist og sagði honum að þegja, en þá sagði d’Henricol, aö þetta væri van- sæmd og svlvirðing. Arangurinn af þessu varð einvigi á milli þeirra. Renoldi særöist, öllum til mikillar ánægju, og lá rúmfastur nokkurn tíma. Hún heyrði um þennan atburð og elskaði hann einungis heitara vegna þess, þar eð hún áleit, aö hann heföi háð einvlgi þetta til verndar mannorði hennar. En hún var of veik til þess að geta farið á fætur og sá hann þvl ekki, áður en herdeildin fór á brott. Hann hafði verið þrjá mánuði I setuliðinu I Lille, þegar systir þessarar fyrri ástmeyjar hans heimsótti hann morgun nokkurn. Hún sagöi honum, aö Madame Poincot væri nú dauðans matur eftir miklar og langar þjáningar og stöðuga sorg, og væri henni ekki hugað lif. Hún bað þess eins að fá að sjá Renoldi I augnablik, eitt augnablik, áöur en hún lokaði augum sinum að eilifu. Fjarveran og tíminn höfðu lægt óvild og reiði unga mannsins. Hann varð nú hrærður við og tárfelldi. Hann lagði strax af staö til Havre. Hún virtist vera að heyja dauðastriöiB. Þau voru skilin ein eftir. Hann varð nú frá sér af sorg við hlið þessarar konu, sem hann hugði nú vera aö deyja, og hann ásakaöi sjálfan sig fyrir dráp, þó ekki væri það gert með hans eigin hendi. Hann brast I grát. Hann faðmaði hana aö sér og kyssti hana blíðum, ástrlðufullum kossum af meiri ástúö en nokkru sinni fyrr. Hann muldraði slitrótt með ekka: „Nei, nei! Þú skalt ekki deyja. Þér skal batna. Við munum eiskast að eilífu - að eilifu!” Hún stundi upp meö erfiðis- munum: ,,Þaö er það satt? Þú elskar mig þá þrátt fyrir allt?” Og hann var hryggur vegna ógæfu hennar og sór, aö svo væri, og lofaöi aö biða, þar til er henni væri batnað. Hann var þrunginn ástúðlegri meðaumkun og kyssti aftur og aftur hinar mögru hendur vesalings konunnar. Hjarta hennar sló óregiulega og titrandi. Næsta dag sneri hann aftur til stöðva sinna i Lille. Sex vikum siðar fór hún að heimsækja hann þar. Hún var nú orðin mjög ellileg, óþekkjanleg og ástfangnari en nokkru sinni fyrr. Vegna hi.ns andlega magnleysis sins féllst hann á að búa með henni. Nú dvöldust þau saman eins og þau væru löglega gift, og yfirforingi hans, sem hafði lýst vanþóknun sinni á honum fyrir að yfirgefa hana fyrrum, fann nú að þessu sambandi þeirra og sagði, að það væri ekki I samræmi við hið góða fordæmi, sem liðs- foringjar ættu að gefa allri her- deildinni. Hann aðvaraði Renoldi og kærði slöan framferöi hans, svo að Renoldi gekk úr her- þjónustu. Hann settist að i þorpi einu á strönd Miðjarðarhafsins, þessa sigilda hafs elskendanna. Og nú liðu þrjú ár. Renoldi hafði þegar beygt sig algerlega undir okiö. Hann var alveg yfir- bugaöur og vandist nú hinni stöðugu, óbreytilegu ást konunnar. Hár hans var nú orðið grátt. Hann leit á sjálfan sig sem glataðan mann, mann, sem oröið hefði fyrir skipbroti I lifinu. Héöan af bjó hann^ ekki yfir neinum vonum, engri framgirni, og engin ánægja var I vændum I lifi hans. Hann leit á tilveruna sem gráa flatneskju. En morgun nokkurn var honum rétt nafnspjald, sem á stóð: Joseph Poincot, skipaeigandi, HAVRE. Eiginmaðurinn! Eigin- maðurinn, sem ekkert hafði sagt, sem haföi gert sér grein fyrir þvl, að það var til einskis að berjast á móti hinum æðislega þráa kvenfólksins. Hvað vildi hann? Hann beiö I garðinum og neitaöi að koma inn I húsiö. Hann hneigði sig kurteislega, en neitaöi að setjast, jafnvel á bekk I garðinum. Hann hóf strax mál sitt, skýrt og hægt: „Monsieur, ég kom ekki hingaö til þess að ámæla yður. Ég veit of vel, hvernig i öllu lá. Ég hef verið fórnardýr, já, við höfum verið fórnardýr nokkurs konar skapadóms. Ég hefði aldrei truflað yður hér, ef málið horfði nú ekki öðruvlsi viö. Ég á tvær dætur, Monsieur. önnur þeirra, sú eldri, elskar mann nokkurn, og hann endurgeldur ást hennar. En fjölskylda þessa unga manns er ráðahagnum mótfallin og færir sem ástæðu fyrir þvl hagi og llferni móður þessarar dóttur minnar. Ég ber hvorki reiði- né haturstilfinningar til yöar, en ég elska börn min, Monsieur. Ég er þvi hingað kominn til þess að biðja konu mina að snúa meö mér heimleiðis. Ég vona, aö nú samþykki hún að snúa til heimilis mins, - til sins eigin heimilis. Ég mun láta llta svo út, vegna dætra minna, að ég hafi gleymt og fyrirgefið.” Renoldi fann hjarta sitt kippast við og hjartslátt þess veröa hraöari. Hann fann til brjálæðis- kenndrar gleði likt og dauða- dæmdur maöur, sem er náðaöur. Hann stamaöi: „Já, auð- auðvitað, Monsieur. Ég sjálfur- Verið viss um þaö. Enginn vafi - það er rétt. Það er ekki nema það eina rétta!” Nú neitaði Monsieur Poincot ekki lengur að fá sér sæti. Renoldi æddi þvl næst upp á loft. Hann stanzaði snöggvast fyrir utan herbergisdyr ástkonu sinnar til þess að jafna sig og ná valdi á sér og gekk slöan inn, alvarlegur i bragði. „Það biður maöur eftir þér niðri,” sagði hann, „sem ætlar að færa þér fregnir af dætrum þlnum.” Hún stóð á fætur. „Af dætrum minum? Hvaða fréttir af þeim? Þær eru þó ekki dauðar?” Hann svaraði: „Nei, en það er alvarlegt mál á döfinni, sem þú ein getur ráöið fram úr.” Hún beiö ekki eftir frekari skýringum, en fór fljótt niöur stigann. Þá hneig Renoldi niður á stól og beið. Hann var I miklum hugar- æsingi. Hann beið langan, óralangan tlma. SIBan heyrði hann reiðilegar raddir neöan aö og ákvað aö fara niður. Madame Poincot var að standa á fætur, reið I skapi, og var I þann veginn að ganga upp á loft, en eiginmaöur hennar hafði tekið dauðahaldi i kjól hennar og hrópaði upp: „En mundu eftir þvi, að þú ert að fyrirgera hamingju dætra þinna, dætra þinna, barna okkar!” Hún svaraði aöeins þrákelknislega: „Ég fer ekki aftur til þin.” Renoldi sá nú hvernig fara kynni I málinu. Hann gekk æstur til þeirra og stundi upp: „Hvaö er þetta? Neitar hún að fara?” Hún sneri sér að honum og ávarpaði hann, i návist þessa löglega eiginmanns sins, án sinnar venjulegu ástúðar, en þó var sem hún skammaðist sln fyrir þessa vanrækslu slna. Hún sagði: „Veiztu, um hvað hann biður mig? Hann við, að ég snúi meö honum heim til hans og búi undir sama þaki með honum.” Og hún flissaöi fyrirlitlega að þessum manni, sem grátbað hana næstum á hnjánum. Renoldi sneri sér að henni með einbeitni örvæntingarfulls manns, sem spilar út slnu siðasta spili, og fór að rökræða viö hana og lýsti fyrir henni, hversu illa væri ástatt fyrir hinum ungu stúlkum. Hann talaði máli þeirra, máli eiginmannsins, máli sjálfs sln. Og þegar hann hætti og reyndi árangurslaust að finna einhver ný rök, muldraði Mon- sieur Poincot á bliðlegan hátt, likt 42.TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.