Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 27
„Við höfum alltaf vérið ökaflega heimakær og lítiö veriö út á við”.
það. Ég vil , að heimilið sé hans
griðastaður frá erli hins opinbera
lifs, eins konar fastur punktur i
tilverunni.
— Fellur þér illa, þegar
maöurinn þinn verður fyrir
gagnrýni i blöðum eða annars
staðar?
— Einu sinni tók ég það nærri
mér, en núna snertir það mig
varla. Það er frekar, að slik
gagnrýni veki með mér furðu. Af
þvi ég þekki manninn og veit,
hvernig hann er, þa finnst mér oít
óskiljanlegt, sem aðrir segja um
hann. Ég held, að dætrum okkar
sé svipað farið.
— Þú sagðir, að ykkur hefði
aldrei orðið sundurorða. Hvernig
er þá með pólitikina, ertu alltaf
sammála honum?
— Ég treysti honum i einu og
öllu, og stjórnmál hafa ekki orðið
okkur að ágreiningsatriði, þó ég
sé komin af sjálfstæðisfólk; úr
öllum áttum.
— Kemur það ekkert niður á
þér, þegar Ólafur á við erfið mál
að striða, eins og t.d. land-
helgismálið?
— Það er sama, hversu mikið
álag er á Ólafi, hann haggast
ekki, á hverju sem gengur, hann
er alltaf eins.
— Voru þetta ekki mikil
viðbrigði fyrir ykkur, þegar
Ólafur varðforsætisráðherra? Nú
þarft þú að koma miklu meira
fram út á við, taka þátt i veizlum
og standa fyrir veizlum.
— Jú, auðvitað urðu það
talsverð viðbrigði, og ég hefði
ekki viljað hafa Ólaf i þessari
stöðu, þegar börnin voru litil. En
þetta kemur svona i hryðjum og
oft hlé á milli. Við höfum alltaf
verið ákaflega heimakær og litið
veriö út á við, en einhvern tima
verður allt fyrst.
— Annars get ég sagt þér, að
eitthvert ánægjulegasta sam-
kvæmið, sem ég hef staðið fyrir,
var með prestkonum. Þegar
siðasta prestaþing var haldið,
bauð biskupinn öllum prestunum
til sin eitt kvöldið, og þá bauð ég
prestfrúnum til kvöldverðar. Mig
íangaði til að sýna þessum konum
einhvern sóma, þvi að ég veit, að
þær inna ekki siður mikilvægt
starf af hendi en menn þeirra.
— Já,þúert náttúrlega kirkju-
málaráðherrafrú auk annars.
— Já, og mér þykir vænt um þá
stööu. Ég hef alltaf verið
trúrækin, fór til kirkju á hverjum
sunnudegi hér áður fyrr og fer
enn, eins oft og ég get. Mér liður
a!!taf vel þegar ég kem frá
kirkju.
— Finnst þér trúrækni Islend-
inga afturfarið?
— Já, ég er nræad um það. Og
ég er á þvi, að margt færi betur i
þjóðfélaginu, ef meiri rækt væri
lögð við trúmálin. Hugsum okkur
t.d. uppeldismálin, ég held, að
það sé ólikt erfiðara að ala upp
börn nú á timum en bara fyrir
nokkrum árum. Þetta hefur
mikið breytzt, siðan ég átti börn á
táningaaldri.
— Þú ert sannfærð um gildi
heimilisins og húsmóður-
stöðunnar. Þú hefur þá líklega
ákveðna skoðun á þvi, hvar rétti
staður konunnar er.
— Já, svo sannarlega. Ef konan
vill eiga heimili og börn, þá á hún
að vera heima, meðan börnin eru
að vaxa upp. Ég veit ekkert
ömurlegra en börn með lykla i
bandi um hálsinn, sem koma að
auðu húsi úr skólanum eða af
leikvellinum.
— En ef tvær langskólagengnar
manneskjur giftast, segjum tveir
læknar?
— Konan verður að finna leið til
að nota sina menntun,
en jafnframt sinna börnunum.
Börnin eiga að vera númer eitt,
alveg hreinar linur með það.
— Nú eru uppi margar og
háværar raddir um jafnrétti
kynjanna, konan eigi t.d. að hafa
sama rétt og maðurinn aðstunda
þá vinnu, sem hana langar til,
utan heimilisins. Þér finnst hins
vegar stærsta hlutverk konunnar
vera það að styðja eiginmanninn,
sjá um heimilið og ala upp börnin.
Ertu þá ekki bara dálitið óvenju-
leg manneskja eftir allt
saman?
— Nei, hamingjan góða. Ég er
óskaplega venjuleg manneskja,
og ég skil ekki, hvernig þú ætlar
að skrifa eitthvað upp úr þessu
samtali okkar. Ég hef ekki
nokkurn skapaðan hlut að segja.
—oo—
Við leggjum það undir dóm
lesenda.
42. TBL. VIKAN 27