Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 9
ir saman og þótt ekki sé drukk-
ið neitt sterkara en kaffi, þá
er okkur tamt að taka lagið.
— Er þjóðleg tónlist Letta
mjög sér á parti, eða gætir í
henni mikilla erlendra áhrifa,
til dæmis frá Svíþjóð, Þýzka-
landi og Rússlandi?
— Ég held að hún sé mjög
sjálfstæð og sérstök. Hljóðfall-
ið er mjög sterkt og yfirleitt
fjórar ljóðlínur í vísum, eins og
algengast er í íslenzkum kveð-
skap.
— Hvert er aðalefni söng-
anna?
- Segja má að það sé líf
manneskjunnar frá vöggu til
grafar. Margir hefjast á fæð-
ingu aðalpersónunnar og lýkur
með dauða hennar. Svo kemur
inn í þetta margt fleira, til
dæmis áhrif úr goðafræðinni.
Hins vegar fjalla mjög fáir
söngvanna um hernað. Og þess-
ir fáu stríðssöngvar ganga ekki
út á dýrkun á hetjuskap og
hugrekki vígamanna, heldur
tjá þeir sorg og söknuð. Þar er
kveðið um hermenn, sem eru
fjarverandi í herþjónustu, eng-
inn veit kannski hvar, og eng-
inn veit með vissu hvort þeir
eiga afturkvæmt og þá hve-
nær.
— Hverjar mundu vera
ástæðurnar til þessarar afstöðu
í lettneskum söngvum?
— Þjóðflokkar Lettlands
voru undirokaðir á þrettándu
öld, og allt fram í lok nítjándu
aldar lifðu þeir lengst af sem
þrælar í eigin landi. Meðan
íbúar landsins voru sjálfstæðir,
virðast þeir að vísu ekki hafa
verið síður herskáir en gekk og
gerðist; við vitum til dæmis
hve Kúrir voru duglegir að
berjast við Egil Skallagrímsson
og þeir stunduðu líka víkinga-
ferðir yfir til Norðurlanda. Þá
hefur efalaust ekki vantað
hetjusöngva í þann tíð. En
öðru máli gegndi síðar, þegar
Svíakonungur eða Póllands-
konungur eða Rússakeisari
kallaði menn nauðuga viljuga
til að stríða gegn einhverju
fólki í fjarlægum löndum, sem
menn sjálfir áttu engar sakir
við. Einnig hefur því verið
haldið fram að ástæðan til þess-
arar vöntunar á lettneskum
hetjusöngvum sé sú, að skáld-
in hafi flest verið konur, og
þær af eðlilegum orsökum ekki
verið eins herskáar og karl-
mennirnir. Og það voru fyrst
og fremst konurnar, sem sáu
um að skila söngvunum frá
kynslóð til kynslóðar, öld eftir
öld. Venjulega var það þannig
að gamla amma söng við börn-
in og kenndi þeim. Þau kynni,
sem þær hafa haft af styrjöld-
um, hafa varla verið þess eðlis
að þeim hafi verið mjög í mun
að halda að fólki sínu þeim
söngvum, sem fólu í sér lof um
hernað.
— Er verulegur munur á
mállýzkum eftir landshlutum í
Lettlandi?
— Bókmál okkar, sem rekur
rætur sínar til fyrstu lettnesku
biblíuþýðingarinnar, byggist á
svokallaðri miðmállýzku, sem
töluð er í landinu norðanverðu,
kringum Riga og þar. Austar í
landinu, þar sem heitir Lett-
gallen, er önnur mállýzka, sem
íbúarnir hafa haldið mikilli
tryggð við og jafnvel prentað
á henni bækur allt fram á þenn-
an dag og gera það enn, en nú-
verandi yfirvöld heima fyrir
munu eitthvað amast við þess-
um merkjum menningarlegs
sjálfstæðis og sérstöðu, sem
Lettgallen hefur lengi haft. I
vesturhluta landsins, í Kúr-
landi, er svo þriðja mállýzkan,
sem er undir áhrifum frá máli
lívlenzku ættbálkanna, sem
fyrrum bjuggu þar á strönd-
inni og raunar einnig á strönd-
inni norður af Riga. Lívar voru
finnsk-úgrískir að máli, skyldir
Finnum og Eistum. Þeir munu
nú næstum eða alveg liðnir
undir lok, þótt einhverjir kunni
enn að finnast, sem tala lív-
lenzku sem daglegt mál, að
minnsta kosti öðrum þræði. Á
fjórða áratugnum minnir mig
vera eitthvað um þúsund
manns, sem töldust hafa lív-
lenzku sem daglegt mál jafn-
hliða lettnesku. Það er lív-
lenzkt máleinkenni að stytta
orðin, sleppa aftan af þeim, ef
svo mætti segja. Þetta kemur
mjög fyrir í máli fólks í héruð-
Framhald á bls. 42.
Gunars Irbe og kona hans, frú Mara Irbe. Þau eru hér stödd á Bjarnarstíg, en þar bjuggu þau í ibúð Einars Braga, rithöfundar, sem um þær mundir
var erlendis.