Vikan


Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 17

Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 17
ráBa fram Ur. Þetta er þreytandi, en kannski ekki jafn yfirgengilegt og ætla mætti. Það eru svo margar venjulegar húsmóður,- skyldur, sem hún þarf ekkert að hugsa um. Húshald, veizlu- undirbúningur, jafnvel fatakaup og fataval við einstök tækifæri, allt þetta er unnið af öðrum. Hver heimsókn, hvert kaffiboð er skipulagt fyrirfram, og enginn fær að eyða meira af tima for- setafrúarinnar en samið er um fyrirfram. Um það sjá vel borgaðir einkaritarar. Þurfi frúin að halda ræðu eða segja örfá orð við einhver tækifæri, er það skipulagt og skrifað fyrirfram. En það verður að segja Lady Bird til hróss, að hún tók oft til orða óundirbúin, og hún sat sjálf fyrir svörum á blaðamannafundum. Hún var alls ekki bara kona mannsins sins og móðir barnanna sinna þessi fimm ár. Athugasemdir hennar um ýmsa gesti i Hvita húsinu á þessum tíma eru vitaskuld var- færnislegar. Samt má oft lesa álit hennar á milli orðanna, eins og þegar hún skrifar þannig ■ um ekkjudrottninguna i Grikklandi: „Drottningin er falleg og gáfuö, og hún hefur klmnigáfu, en hún er llka dálítill blossi. Ég gæti trúað, að stjórnmálamenn á öndverðri skoðun við hana ættu ekki létt Þegar Paul Grikkjakonungur var jarðaður i Aþenu, fór Lady Bird sem fulltrúi Bandarikjanna ásamt Truman, fyrrverandi forseta. Hún getur ekki nógsamlega lofað hann, og hann getur ekki gefið henni betra ráð sem fbrsetafrú: „Verndaðu manninn þinn, það er þitt stærsta hlutverk I Hvlta húsinu”. Lady Bird lýsir mörgu tignar- fólki við útförina. Á hinni löngu leið til grafreitsins gegnum götur Aþenu gengur hún á milliRainiers fursta og Philips prins. Henni geðjast betur að þeim siðar- nefnda. „Þetta hefði verið hinn ánægjulegasti göngutúr, ef þetta hefði ekki verið líkfylgd,” segir hún. Aður en lagt er af stað ræða þau um taktinn og hraðann, og Philip segir: „Þaö gengur allt vel, við höldum bara sama hraða og sá sem fremst gengur, 93 ára gamall æðstiprestur”. Mestalla leiðina ræða þau um sam- eiginlega aðdáun sina á eynni Korfu, þar sem Phílip er fæddur. Hún er einnig mjög hrifin af Júliönu drottningu, sem fær Truman til að kynna alla gestina, og þannig kynnist Lady Bird heilum her af þýzkum prinsum og furstum. Það er einnig Júllana, sem gefur henni merki við athöfn- ina I kirkjunni um að draga af sér hægri hanzkann, en ekki þann vinstri, samkvæmt siðvenjum. Fyrir opinberar heimsóknir til Hvita hússins þarf að gera áætlanir um mat og vinföng, afþreyingu og boðsgesti. Hvað er borðað i viðkomandi landi, tiðkast þar trúarsiðir, sem banna neyzlu einhverrar fæðu? Hver eru áhugamál heiðursgestsins? Vill hann dansa, hlusta á tónlist, sjá þjóðdansa, hitta poppstjörnur eða leikara? Smekkurinn er misjafn. Það var t.d. vitað, að Hussein konungur og Hassan prins voru djassunnendur, og þvi var efnt til tónleika með Dave Brubeck kvartettinum. Þeir voru mjög vel heppnaðir, en dansinn á eftir féll augljóslega ekki i smekk heiðurs- gesta. Konungurinn dansaði 'bara nokkra skyldudansa og yfirgaf siðan veizluna, en hinir gestirnir notuðu tækifærið og sveifluðu sér á hæl og tá fram eftir nóttu. Daginn eftir mátti sjá tblöðunum: „Ekki einn einasti af 150 gestum geispaði I eitt einasta skipti I forsetaveizlunni i gær, sem er sögulegur viðburður, þegar um forsetaveizlur er að ræöa.” • Gegnum alla dagbókina skin aðdáun frú Johnsons á manni slnum og stórkostlegu vinnuþreki hans, en hún er óróleg út af þvi stöðuga álagi, sem á honum hvilir. Alls konar fundir og ráðstefnur eru haldnar I svefn- Framhald á bls. 28. Samband Lady Bird og dætrann hefur alltaf verið mjóg gott. Hér er frúin Robb og dætrum hennar, sem heita Lucinda Desha og Catherine Lewis. með eldri dóttur sinni, Lyndu með að umgangast hana. En hún er starfsöm, maður hlýtur að dást aö henni fyrir atorku”. Lady Bird notar sterk iýsingarorö um marga góða vini sina. Hún er mikill aðdáandi Steinbecks og náinn vinur hans og konu hans. Hún lítur upp til Rose Kennedys, sem aldrei lætur bugast af sorgum slnum. Lady Bird langaöi til að sjá islenzkan bóndabæ, og Blikastaöir I Mosfellssveit urðu fyrir valinu. Frúin klkti i fjósið og þáði siöan veitingar, sem hin kunna sæmdarkona, Helga Magnúsdóttir, bar á borð inni i bæ. Frú Penfield, sendiherrafrú, skammtar frú Johnson rjómapönnuköku, og Helga á Biikastöðum horfir brosandi á. 42. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.