Vikan


Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 4

Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 4
Teppin setn endast endast og endast á stigahús og stóra góiffletl Sommer teppjn eru úr nælon. Það er sterkasta teppaefniS og hrindir bezt frá sér óhreinindum. Yfirborðið er með þéttum, lá- réttum þráöum. Undirlagið er áfast og tryggir mýkt, slslétta áferð og er vatnsþétt. Sommer gólf- og veggklæðning er heimsþekkt. Sommer teppjn hafa staðizt ótrúlegustu gæðaprófanir, m. a. á fjölförnustu járnbrautarstöðvum Evrópu. Við önnumst mælingar, lagningu, gerum tilboS og gefum gó8a greiðsluskilmála. Leitið til þeirra, sem bjóða Sommer verS og Sonmter gæSi. UTAVER GRENSÁSVEGI 22-24 SÍMAR: 30280 - 32262 P0STURINN Ástfangin í klípu Elsku Póstur! Eg ætla að skrifa þér í von um, að þetta lendi ekki í ruslakörf- unni. Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir yndislegt efni blaðsins, því að ég kaupi næstum alltaf Vikuna. En nú er bezt að koma sér að efninu. Ég er 15 ára og í mikilli klípu. Ég er ástfangin í fyrsta skipti af strák, sem er jafngamall mér. Við erum bæði ægilega feimin og þorum varla að tala við hvort annað. Ef við mætumst t. d. á götu, förum við oftast sitt í hvora áttina. Ég hugsa um hann hvern einasta dag, og elsku Póstur, ég vona að þú getir gefið mér gott ráð um það, hvernig ég á að ná af mér þessari feimni og hvernig ég get náð í hann. Hvað lestu úr skriftinni? X úr Olafsvík. Þú ert sannarlega í klípu, yndis- legri klípu, sem allt venjulegt fólk lendir í fyrr eða síðar um ævina. Feimni er líka ofur venju- legt vandamál ungra sem gam- alla, og við getum ekki gefið þér annað ráð en að reyna að byggja upp sjálfstraustið. Reyndu að skoða sjálfa þig og finna út, hvað í fari þínu sé þess virði að rækta það, hvort heldur er um að ræða innri verðleika eða eig- inleika í útliti og fasi. Margar ungar stúlkur leggja mikla áherzlu á útlitið, t. d. hárið, augun eða klæðnaðinn. Það vekur vissa öryggiskennd að vita sig líta vel út, en innri maðurinn má aldrei gleymast. Þú ert ung og átt áreiðanlega eftir að kynnast mörgum pilt- um, en sértu enn ástfangin af þeim sama (bréfið er ekki al- veg splunkunýtt), þá sakar ekki, að þú sért upplitsdjörf næst þegar þið mætist á götu, horfir beint í augu hans og jafnvel brosir uppörvandi. Skriftin gef- ur til kynna, að þú sért hæglát og draumlynd. Vill veröa sjúkraliði Kæri Pósturl Hvaða menntun þarf að hafa til þess að læra að verða sjúkra- liði? Hvernig eiga nautið og vatnsberinn saman? Hvað lestu út úr skriftinni? Þakka allt gott efni Vikunnar. H.Þ. Til þess að fara í sjúkraliðanám þarf ekki aðra menntun en fuilnaðarpróf. Aldurstakmörkin eru 17—50 ára, og námið tekur eitt ár. Sjúkrahúsin halda nám- skeið, hvert á sínum vegum, og þarf aðeins að fylgjast með auglýsingum frá þeim. Nautið og vatnsberinn eiga ekki sérlega vel saman, það gæti að minnsta kosti betra ver- ið, en viljinn dregur langt. Skriftin ber vott um snyrti- mennsku og dugnað. Pésa og mótorhjóliö Kæri Póstur! Mig lagnar til að spyrja þig nokkurra spurninga. Það er þannig, að mig langar til að eignast mótorhjól, og spurning- arnar eru þessar: 1) Hvað þarf maður að vera gamall til að fá að aka mótor- hjóli? 2) Þarf maður ekki einhver próf? Ég vona, að þú hendir þessu ekki, þótt þér sýnist það nú ekki merkilegt. Hvað lestu úr skriftinni, og hvernig er hún? Lögreglan gaf okkur þær upp- lýsingar, að 17 ára þarf maður að vera til að fá að aka mótor- hjóli, og vissulega þarf til þess próf. Snúðu þér til Bifreiðaeftir- lits ríkisins, Borgartúni 7, sími 26077, og þar áttu að geta fengið að vita, hvar kennslu í mótorhjólaakstri er að fá. Skriftin er bara falleg og bend- ir til samvizkusemi og heiðar- leika, en reyndu að ná af þér feimninni. Sumargetraunin Kæri viðtakandi! Geturðu sagt mér, hvernig er með þetta hjá ykkur? Þið voruð með sumargetraun, sem allflest- ir hafa tekið þátt í, en svo frétt- ir maður ekki neitt, hverjir hafa verið hinir heppnu, og sumarið er búið. Ég vona, að þú getir frætt mig um þetta. Hvernig er skriftin? Virðingarfyllst, ein forvitin. Satt er það, margir tóku þátt í sumargetrauninni, og hinir 4 VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.