Vikan


Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 28

Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 28
Hvorki þér né Ajax þurfið sjálfvirka þvottavél til að fá gegnhreinan, hvítan þvott því Ajax er sjálft sjálfvirkt Ajax er blandað efnakljúfum og því óháð orku þvottavéla Með Ajax - efnakljúfum verður Þvotturinn gegnhreinn og blæfallegur. Ajax er gætt sjálfvirkri Þvottaorku og hreinsimætti, sem óhreinindin fá ekki staöizt. Ajax er kjörefnið í stórÞvottinn - gerir hverja flik leiftrandi hvíta. Ajax er lika tilvalið í fínni Þvotta, t. d. orlon og nælon, sem gulna Þá ekki. Ajax er rétta efnið, ef leggja Þarf í bleyti, og við forÞvott. Notið Þá Ajax og horfið á óhreinindin hverfa. «r DAGBOK ÚR HVÍTA HÚSINU Framhald af bls. 17 herbergi forsetans en þar hittast iika forsetahjónin og drekka te eöa kaffi á rúmstokknum og ráða ráðum sinum um vini og ástarævintýri dætranna. Ö, það er fyndið” segir hún„,að geta aldrei verið viss um, hvern maður hittir i svefnherbergi eiginmannsins. Hugsið ykkur ofboð mitt, þegar ég kom inn i herbergi mannsins i morgun og fann Richard Nixon þar á rúm- stokknum. Þeir voru að drekka te, Lyndon i sinum röndóttu náttfötum, Nixon óaðfinnanlega klæddur, afslappaður og i góðu skapi. Þeir virtust skemmta sér vel báðir tveir.” 1 byrjun árs 1965 lýsir Lady Bird þvi yfir, að nú verði þau bæði hjónin að losa sig við nokkur kiló. Þau hafa bætt á sig, siðan þau komu i Hvita húsið, og einkum Lyndon má ekki við þvi að vera of þungur. Hjartað er ekki full- komlega öruggt, vinnuálagið gifurlegt, og nú verður hann i ofanálag að fara i megrunarkúr. Morgunverðurinn samanstendur nú aðeins af appelsinusafa og svörtu kaffi. Heilsa forsetans er læknum áhyggjuefni, og þeir ráða honum stranglega frá þvi að fara að jarðarför Churchills. Stærsti viðburðurinn i júni 1965 er vel heppnuð geimferð. Geimförunum er boðið til dvalar i Hvita húsinu, og nokkrum dögum siðar, þegar forsetinn biður geimfarana að fara fyrirvara- laust til Parisar til að vera viðstaddir mikla flugsýningu þar, verða frúrnar þeirra að leita sér að viðeigandi fatnaði *i skápum forsetafrúarinnar og dætra hennar, á meðan þvotta- vél er sett I gang til að þvo nærfötin af geimferðahjónunum. Þegar timi gefst frá opinberum heimsóknum, hádegisverðar— og kvöldverðarboðum, opnunum á sýningum og margskonar velgerðarstarfsemi, hoppar fjölskyldan upp i þyrlu, sem flytur þau á búgarðinn i.Texas, þar sem þau njóta útilifsins og sa.mverustunda með ættingjunum. L.B. Johnson er fæddur þarna og uppalinn, og allt umhverfis búgarðinn býr hans frændalið, og samkvæmt dagbókinni er það alltaf velkomið til að njóta þess góða jnatar, sem kokkurinn töfrar fram. En friðsældin og einkalifið veröur stöðugt fyrir árásum fréttasnata, sem þyrstir i fréttir af ástalifi dætranna. Var það satt, að Luci hefði komið stormandi á búgarðinn i Texas og beðið um leyfi til að giftast? ,,Af fyrir- sögnunum mætti ætla, að um fall sovésku rikisstjórnarinnar væri 28 VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.