Vikan


Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 12

Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 12
Astríða Smásaga eftir Guy de Maupassant Særinn var kyrr, og það glóði á hann. A bryggjunni virtust allir bæjarbúar I Havre vera saman komnir til þess að horfa á skipin sigla inn á höfnina. Það sást fjöldi skipa I fjarska, gufuskipin með reykstrók aftur úr sér og seglskipin, sem voru drégin af næstum ósýnilegum dráttarbátum. Hin háu siglutré þeirra bar við himin likt og nakin tré. Þau flýttu sér nvaðanæva að frá sjóndeildarhringnum i áttina til hins þrönga hafnarmynnis, sem virtist siðan gleypa þessi skrlmsli I sig. Þau stundu, skræktu og blésu, og það stóðu út úr þeim gufustrókarnir likt og úr lafmóðum dýrum. Tveir ungir Iiðsforingjar voru að ganga um á bryggjunni, þar sem fjöldi fólks beið. Það kastaöi á hvað annað kveðjum og end- urgalt bær, stundum stanzaöi sumt þeirra og fór að masa við kunningja sina. Sá hærri liðsforingjanna, Paul d’Henricol, tók allt I einu þétt- ingsfast i handlegg félaga sins, Jeans Renoldi, og hvislaði að honum: „Taktu nú vel eftir, þvi aö þarna kemur Madame Poincot. Virtu hana nú vel fyrir þér. Ég þori að veðja um, að hún er aö gefa þér hýrt auga.” Hún gekk við hlið eiginmanns sins, sem leiddi hana undir hönd. Hún var um fertugt, ennþá mjög lagleg, fremur feitlagin, en vegna yndisleika sins og hinna stil- hreinu llna og mýktar, sem vöxtur hennar var gæddur, virtist hún eins ung og blómleg og hún var um tvitugt. A meðal kunn- ingja sinna var hún kölluð Uyðjan, vegna slns tigulega göngulags, sinna stóru, svörtu augna og þess tignarblæs, sem yfir henni hvildi. Hún var alltaf óaðfinnanleg á allan hátt. Aldrei hafði skapazt hinn minnsti vafi um hreinleika lifernis hennar. Hún var talin imynd dyggöugrar og óspilltrar konu. svo dyggðug og heiðvirð, að enginn karlmaöur hafði dirfzt að nálgast hana eöa jafnvel hugsa um hana á þann hátt. Og þó hafði Paul d’Henricol verið að fullvissa Renoldi vin sinn um það, að Madame Poincot væri ástfangin af honum. Og hann hélt þvi jafnvel fram, að á þvi léki ekki hinn minnsti vafi. „Þú mátt vera viss um, að mér skjátlast ekki. Ég sé þaö svo greinilega. Hún elskar þig, hún elskar þig af mikilli ástrlðu likt og skirlif kona, sem hefur aldrei elskað. Fertugsaldurinn er hræðilegur aldur fyrir dyggðugar konur, sem búa yfir óskertum skilningarvitum og kenndum. Þær fremja þá alls konar flónsku- verk og haga sér eins og hreinir bjánar. Hún hefur hlotið dauöaskot frá Amor, væni minn. Hún er að falla likt og særður fugl og er alveg reiðubúin að hnlga I faðm þinn. Sjáðu, horfðu bara á hana!” Hin hávaxna kona nálgaðist. A undan henni gengu dætur hennar tvær, önnur tólf ára og hin fimm- tán ára. Hún fölnaöi snögglega, er hún nálgaöist þá, og augu hennar störðu á andlit liösforingjans. Hún leit hann eldheitu tilliti, einblíndi á hann og virtist ekki lengur sjá börn sin, eiginmann né neina aðra manneskju. Hún endurgalt kveðjur ungu mann- anna án þess að lita niður. t augum hennar brann slikur eldur, að loksins seytlaöist dálftill efi inn I hug Renoldi liðsforingja. Vinur hans hvislaði nú að honum: „Ég var alveg viss um það. Tókstu ekki eftir henni núna? Fjandinn hafi það! Hún er skrambi laglegur kvenmaöur!” En Jean Renoldi var ekkert áfjáður i að lenda i sliku ásta- Hin hávaxna kona n: íienni gengu dætur hen hin fimmtán ára. Him fölnaði snögglega^ er hún nálgaðist þá og augu heiinár storðu á andlit liðsforingjans Hún Úit hann eldheitu tilliti, einþlindi á hani/og virtíst ekki lengur sjá böm sin, eigjjn- mann né neína aðra manneskju . . . ■ "?N' ’ ** ^1*. % fíjjj 12 VIKAM 42. TBl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.