Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 22
augnaráð, sem hefði sviðið gat á
venjulega manneskju, en hann
tók ekki einu sinni eftir þvl. Hann
hafði aðeins áhuga á reiðhjólinu.
— Sjáiö þiö, hér er rispa. Þaö
skemmdist ekki meira.
— En það gerði ég, — ökklinn á
mér. Og sokkurinn, — sjáðu
hvernig þú fórst með sokkinn
minn.
— Afi borgar það. Gekk þetta
ekki vel hjá mér, Klemens fræn-
di?
— Mjög vel. Klemens kipraði
munninn. Þaö litur Ut fyrir aö þú
hafið góðan þjálfara.
— Hún hefir ekki kennt mér, ég
lærði þetta sjálfur. Hún er af-
skaplega góð á hjóli. Hún getur
hjólað, án þess að halda um
stýrið. Sýndu honum það, Malin.
— Ég trúi þér, sagði Klemens.
— Ætli Malin geri ekki allt vel.
Ég sneri mér að ungfrú Dick-
man. — Það er bezt að við komum
strax inn og litum á ökklann á
þér.
— Það blæðir úr honum,
tuldrabi hún.
— Ég skal sótthreinsa það og
binda um ökklann. Komdu. Þú
llka, Claes, þú þarft að snyrta þig
fyrir mat.
Klemens settist bak viö stýrið.
Blllinn var langur, rennilegur og
opinn, einmitt blll við hans hæfi.
— Bless, sagði hann og lyfti
hendinni. — Ég bið að heilsa
Gabriellu, segib henni að ég verbi
kominn fyrir kvöldmat.
Ungfrú Dickman haltraði og
studdi sig við handriðið, þegar við
gengum upp þrepin. Ég þvoði
sárið I baðherberginu minu og
fannst þetta vera nokkuð litið til
að gera veöur af. Claes hefði
ábyggilega móðgast, ef ég hefði
gert svo mikiö úr skrámum hans.
Þaö voru fjörugar samræöur
vib hádegisverðinn. Þau töluðu
um heimsfrægt fólk sem per-
sónulega vini, enda voru þetta
ábyggilega vinir þeirra og
kunningjar. Þetta var allt mjög
skemmtilegt, en mér fannst
mikið tóm, þar sem Klemens
vantaði.
Ég er hárviss um ab Claes
ætlabi sér ekki meiöa ungfrú
Dickman. Hann hafði lagt bókina,
sem hann var með undir stólinn,
en strax og við stóðum upp, fór
hann aftur að lesa. Honum,
þessum bókaormi, fannst það
mikil timasóun að nota ekki
tlmann á ferðum slnum um húsiö.
Vib uröum samferða út úr
borðsalnum og ungfrú Dickman
haltrabi fram fyrir okkur. Mér
fannst hún bera sig óþarflega
aumlega, það gat ekki veriö aö
þessi skráma væri svo kvalafull,
Claes haföi ekki einu sinni setiö á
hjólinu.
Claes var, að vanda, með nefiö
niðri I bókinni og hann rakst á
hana, hefir liklega eitthvað komið
við ökklann, þvi að hún rak upp
hálfkæft óp og áður en mig varöi,
var hún búin ab slá hann utan
undir.
Hann stóö þarna á gólfinu, meö
þumalfingurinn sem bókmerki á
opnunni, eldrauður undan
högginu. Hann sagði ekki nokkurt
orb, en augu hans skutu gneistum
bak viö þykk gleraugun. Þaö var
hún, sem fyrstrann af hólmi. Hún
haltraði I flýti yfir gólfiö og hvarf
inn I vinnuherbergi Klemens.
Ég beiö eftir þvi að Claes segði
eitthvab, en hann gaf ekki frá sér
nokkurt hljóð. Hann gekk
þegjandi burt frá mér og ég
hugleiddi hvað ég gæti gert til að
lægja öldurnar. En mér datt
ekkert I bug.
Sfödegis kom Claes inn til mln.
Ég hafði látiö dyrnar standa
opnar, svo þaö væri aðgengilegra
fyri hann aö ná fundi mínum.
Hann hélt 6 glasi meö svaladrykk
og nokkrum kökum. Hann brosti
feimnislega.
— Ég veit aö þaö er allt I lagi
meö þessar kökur, en má ég samt
ekki boröa þær hérna inni hjá
þér?
Aö sjálfsögðu máttu borba
hérna. Seztu þarna viö skattholiö,
þá getur þú sett frá þér glasiö.
Vesalings drengurinn. Hann er
hræddur viö aö borða þessar
kökur, sem eru svo vondar að
engum öðrum dytti 1 hug að
leggja þær sér til munns, hræddur
um að þaö gæti orbib hans bani,
ef ekki væri hjúkrunarkona meö
sprautu við hendina.
Ég fékk sting fyrir hjartað. Mig
langaöi helzt til aö taka hann I
faöminn, en ég þorði ekki aö gera
það, var hræddur um aö hann
kynni þvl illa.
Hann settist svo við skattholið,
sem ég held aö hafi veriö að minn-
sta kosti tvöhundruö ára gamalt.
Ég haföi komið þar fyrir mynd-
um af fjölskyldu minni og hann
virti þær fyrir sér, meðan hann
japlabi á kökunum.
— Er þetta fjölskylda þin?
Bræður þinir?
— Já, Eric er sautján ára og
Kjell fjórtán.
— Er þetta mamma þin?
— Já.
Hann virti fyrir sér myndina,
alvarlegur I bragði. — Hún er
falleg. Þú ert lik henni.
Ég hló. — Já, aö þvi und-
anskildu að ég er ekki falleg.
— Jú, mér finnst þú falleg.
Það finnst Klemens frænda lika.
Ég stokkroðnaði, en scm bctur
fór, horföi hann ekki á mig.
— Mamma min var mjög
falleg. Já, hún var reyndar
fallegri en þú. En hún talaöi
aldrei við mig, eins og þú gerir.
Hún sagði alltaf aö hún væri
þreytt á mér.
Mig verkjaði bókstaflega I
hálsinn og ég átti bágt meö aö
koma upp nokkru orði.
— Mömmur segja stundum það
sem þær meina alls ekki. Ef þær
eru þreyttar eða illa upplagðar,
Claes.
— Jú, henni var alvara. Hann
stakk siðasta kökubitanum upp I
sig. — Hún sagði aö ég væri
geggjaður. Er ég geggjaöur,
Malin?
— Að vlsu ertu nokkuö smá-
skrltinn, sagöi ég hlæjandi og
vonaði að það tæki broddinn af
orðunum og það geröi það, þvi að
hann hló líka. En hann varö
fljótlega alvarlegur aftur.
— En þaö er eitthvaö að mér,
sagði hann, — eitthvað við mig.
Það skeður svo oft eitthvað meö
það fólk, sem er I návist minni.
Mér varð hugsaö til kennarans.
— Eins og hvað, Claes?
— Það veröur fyrir einhverjum
slysum og svoleiöis. Mamma dó.,
— En Claes.það var ekki þér aö
kenna.
Augu hans urðu næstum svört.
— Jú, það var mér að kenna. Ég
draphana, skilurðu þab ekki. Það
er satt. Þú getur spurt afa.
Það var ég sem drap mömmu.
Ég missti alferlega vald á
sjálfri mér I nokkrar sekúndur,
en settist svo I stól viö skattholið
og sagði, eins rólega og mér var
unnt:
— Hvað kom fyrir móður þína,
Claes?
— Hún lá á akrinum meö
alblóöugt höfuö. Ég öskraði eins
og ég gat og þeir komu og báru
hana burt og Axel frændi frændi
sagbi:
,,Ó, guð minn, hann hefir drepið
hana”. Og það var satt, þvl að
þeir lögöu hana nibur I kistu og
svo grófu þeir hatia. Hann drakk
úr glasinu. — Þannig var það. Ég
held ég fari út aö hjóla um stund.
Viltu koma og horfa mig.
Ég fór meö honum og mér
fannst ég næstum komin i mina
eigin kistu. Hvað hafði komið
fyrir Yvonne Renfeldt? Hvernig
bar dauba hennar að. Hann gat
varla sett saman svona sögu. En
þó, þetta gat ekki veriö satt. Þeir
hefðu þá sagt mér frá þvi kvöldiö
áöur.
Orugglega. Já, svo þú heldur
það, hvislaöi einhver rödd
efasemda I eyra mér.
Ef drengurinn hefði raunverulega
myrt einhvern, ef hann ætti
vanda til að fá slik æðisköst,
heldurðu þá að þeir myndu tala
um það viö óviökomandi fólk?
Óviökomandi eins og systur
Malin, sem var ráðin til á-
kveöinna starfa.
Við hjóluöum á malarstignum,
ég fór abeins af baki, til aö hjálpa
Claes upp á hjólið, þegar hann
hafði dottið. Ég haföi aldrei
fundið eins til meö nokkru barni
áður, ekki einu sinni mlnum eigin
bræðrum. En þeir voru heldur
ekki aumkunarveröir, þeir voru
heilbrigðir drengir og áttu
foreldra sem elskuðu þá.
Ég heyrði I bllnum og sneri mér
viö. Þaö var Klemens og viö
komum samtlmis á hlaöiö. Mér
fannst óþægilegt hve ósnyrtileg
ég var og var hérumbil viss um aö
ég væri með einhverja klessu I
andlitinu.
— Hvernig gengur, geturöu
hjólað án þess að mala alla niöur,
sem verða á vegi þínum? Hann
skellti bflhurðinni.
— Jú , mér gengur ágætlega
núna.
— Já, ég sé það, sagði Klemens
og horföi brosandi á blóðuga
skrámu á kné hans. — Hér er
póstpakki til þin.
— Það eru bækurnar, sem afi
leyfbi mér aö panta. Hann þreif
pakkann og hljóp inn. Reiöhjólið
var gleymt.
ViÖ Klemens fylgdumst upp
þrepin. Claes var horfinn og viö
vorum ein I forsalnum.
— Herra Renfeldt, þaö nokkuö
sem mig langar til að spyrja yöur
um.
Augu hans uröu athugul. — Já,
hvaö er þaö?
— Getum viö ekki talað saman
einhversstaðar i einrúmi?
— Jú. Hann opnaði dyrnar á
vinnuherbergi slnu og benti mér á
stól, en ég hristi höfuðiö.
— Ég verð fljót að ljúka mér af.
En það tók mig samt allt aö þvl
heila minútu aö koma fram meö
spurningu mina, svo hrædd var
ég við svariö.
— Hvernig dó móöir Claes?
Framh. I næsta blaði.
22 VIKAN 42. TBL.