Vikan


Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 32

Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 32
KONAN í SNÖRUNNI 22. kafli Dr Priestley kom á stöðina i Waldhurst siödegis og fann þar bll frá Quarley Hall, sem beið hans þar. Innan hálftíma var gestgjafi hans að bjóöa hann velkominn og láta i ljós ánægju sina yfir heimsókn hans. — Ég tel það einhvern mesta heiöur, sem mér hefur verið sýndur, aö þér skulið hafa svo mikinn áhuga á tilraunum minum, að vilja vinna þaö til að koma svona langa leið, sagði Partington. — Ég vona bara, að þér hafið svo mikla ánægju af þvi, aö það borgi yður ferðina. Ef þér viljið koma strax út I vinnu- stofuna mina, þá höfum við klukkutima til umráða fyrir kvöldverð. Dr. Priestley tók þessu með þökkum og þeir gengu út um hliöardyr út I garðinn, siðan eftir stig meö limgiröingu til beggja handa og komu að hliöi. Þaðan sást yfir slétta flöt meö byggingu til vinstri handar, rétt viö hliðið, og húsaþyrpingu viö þann endann sem lengra var frá. Eitt húsið var sýnilega flugvélarskúr. — Þetta mun vera einka- flugvöllurinn yöar? sagði Priestley. Það var eins og skuggi færðist yfir andlit Partingtons er hann svaraði: — Já, en þvi miður geymir hann ekki nema sorglegar endurminningar fyrir mig, og þaö svo, aö ég er uppá slökastiö f arinn að ganga um bakdyrnar á rann- sóknarstofunni, til þess að vekja ekki upp endurminningarnar um þenna hræöilega morgun. En þér hafiö kannski ekki heyrt um slysið, þegar flugmaðurinn minn týndi lifi? — Jú, það vildi svo til, að ég las um það I blöðunum. Það hlýtur að hafa verið mikiö áfall fyrir yöur. -- Óneitanlega. Fyrst og fremst veröur maður alltaf illa snortinn þegar menn biða bana af slysförum, og auk þess þótti mér innilega vænt um André — þaö fann ég bezt eftir aö hann var dáinn. Ég er maður með aðeins eitt áhugamál og ég er hræddur um, að ég láti það verða ofrikt i huga minum. Ef til vill hættir mér til aö taka þjónustu fólks, sem sjálfsagöan hlut, og veit ekki, hvers virði hún er fyrr en ég hef misst hana. Og siðan André dó, finn ég að ég hef oröiö fyrir missi, sem verður aldrei bættur. — Hver veit nema þér finniö einhvern annan ungan mann, sem getur þjónað yður eins trúlega og hinn, sagði Priestley. Partington hristi höfuðiö, dapur á svip. — Ég er ekkert I þvi skapi að reyna það. Sannleikurinn er sá, að ég er alvarlega að hugsa um aöhættaaðnotaflugvél. Ekki afþvi að ég sé neitt hræddur um að verða fyrir samskonar slysi og veslings André sálugi. Eg er dálitið forlagatrúar og held ekki, að ég geti sjálfur flýtt eöa seinkað dauða mlnum. En flugvélin mundi minna mig um of á André, sem mér var farið að þykja svo vænt um. — Þér hafið þá ekki flogiö yður til gamans? — Nei, ég hef ekki gaman af neinu nema verkinu, sem ég hef með höndum. Ég fór að nota flugvél, afþvi aö hún er bezta tækið til að komast fljótt leiöar sinnar. Eins og hjá flestum eigin- gjörnum mönnum eru hjá mér vissir hlutir, sem ég get ekki þolað. Ég vil gjarna umgangast vini mina, en ég get alls ekki þolað að vera innan um ókunn- uga. Af þeirri ástæðu hef ég foröazt almenningsfarartæki eins og járnbrautarlestirnar, og mér liður blátt áfram hræðilega, ef ég neyðist til að ferðast meö þeim. Þvi er þaö, að þegar ég fer til London, nota ég alltaf minn eigin bil, og er oftast einn I honum. — Ef til vill, vilduð þér gera mér þá ánægju að heimsækja mig, þegar þér verðið á ferðinni i London, sagði dr. Priestley. •— Það væri mér ánægja, enda þótt ég standi að jafnaöi mjög stutt við i höfuðborginni. Ég á hús I Queen Anne Street, sem ég keypti fyrir nokkrum árum, en eftir þvi sem tilraunir mlnar komust lengra á veg, fann ég að hávaði og hristingur fór sivaxandi I borginni, svo að ná- kvæmustu tilraunirnar fóru út um þúfur og urðu óáreiðanlegar. Þá leitaði ég mér að einhverjum kyrrlátum stað, og fann loks þennan. Það fyrsta sem ég gerði, var að byggja þessa tilrauna- stofu, þar sem ég get verið viss um aö veröa mjög litiö truflaður. — Þá eru þessar Lundúnaferöir yðar einskonar hvild frá starfinu? — Það get ég varla sagt. Eins og þér munuð sjá, þarf ég yiö tilraunir minar að hafa fólk, til aö gera sumar þeirra á. A undan- förnum árum hef ég kynnzt talsvert mörgum, sem ég hef getað notað til þessa og án aðstoöar mundi ég ekki hafa nema litið brot af þeirri þekkingu, sem ég hef nú. Fólk hefur ekki taliðeftir sér að gera mér þennan greiöa, og þvi gleöur það mig að hafa stundum getað gefið þeim I staöinn nokkrar hollar bendingar, byggðar á þekkingu minni á sálarlifi þeirra. Margir þeirra eru fegnir aö geta spurt mig einslega til ráöa og ræða viö mig málefni, sem þeir mundu alls ekki vilja minnast á viö neinn annan. Það er vegna þessara viðræöna, sem ég fer svo oft til London. En svo er þaö oft, aö þeir geta ekki komið þangað, svo að ég verð að fara til þeirra, og þá nota ég flugvélina. — En þér geriö þó flestar tilraunir yðar hér? — Auðvitað. Næstum allar. Þær eru nú komnar á þaö stig, að mér væri ómögulegt aö gera þær annarsstaöar. Þessvegna er þaö, að margir af þessum vinum minum, sem vilja láta gera á sér tilraunir — og margir þeirra hafa mikla trú á þeim — koma hingað. En svo að þér misskiljiö mig ekki, er rétt að taka það skýrt fram, að ég fæst ekki viö neinar lækningar. Tilraunir minar ganga út á það að finna örugga sálar- rannsóknaraðferö, og snúast eingöngu um þaö. Ráðleggingar, byggðar á rannsóknum mlnum standa auðvitað hlutaðeigendum til boöa, ef þess er þörf, og til þess eru þeir að ráöfæra sig við mig. Þeir komu nú inn i rannsókna- stofuhúsiö. Aðaldyrnar lágu inn I einskonar forstofu og inn úr henni lágu aftur tvennar dyr. Par- tington opnaði aörar og þeir komu inn I háan sal með borði við veggina allt I kring. Á þessum borðum mátti sjá fjöldann allan af allskonar vlsindaáhöldum, svo að jafnvel dr. Priestley, sem var þó ýmsu vanur, varð forviða yfir fjölda þeirra og dýrleika. Partington brosti að þessum sýnilega áhuga gests sins. —Eins og þér sjáið, er þetta herbergi aðallega vinnustofa, sagði hann. — Ég nota hana mest til aö prófa áhöldin og stilla þau, og eins til þeirra tilrauna, sem ekki eru sérlega vandasamar, en oft þarf að gera samt. En svo hef ég hérna fyrir innan minni sal, og þar framkvæmi ég aðal- rannsóknirnar, eða þar geri ég tilraunirnar við rannsóknir á huga manna, með hjálp þeirra vina minna, sem eru svo vænir að vilja sjá af tima sinum til þess. — Þér eigiö náttúrulega marga slika vini? spuröi Priestley. — Talsvert marga, sagði Partington, — en eins og þér skiljiö, þarf ég ennþá fleiri, ef vel á að vera. Þvi fleira fólk sem ég hef til tilraunanna, þvi ná kvæmari verða þær. Oft kemui þaö fyrir, að þessir vinir minir koma til min með vini sina, sem annaðhvort af forvitni eöa ein- 32 VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.