Vikan


Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 40

Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 40
(f' 7 AR-EX V s. ' \ \ snyrtivörur I %/ U fvrir c) ■v f fýrir '• ofnæma / og ?: i. viðkvæma ft huð U 7 / JW*T ■ #»„;-$> .... ?í' -. s*. w. ^Fegrunarsérfræóingar aöstoöa yöur viö val á réttum snyrtivörum. TKFLTSWT. s.f. ^Langholtsvegi 84 Simi35213 cHoltsapótekshúsinu I ,7 I eíimfo*** tók aö athuga hana betur, fannst honum kæti hennar vera eitthvaö einkennilega óeölileg. Ekki kannski beinlinis uppgerö, en þaö var samt eins og hún kæmi aldrei af sjálfu sér, heldur væri ein- hverskonar grima sem stúlkan bæri, viljandi eöa óviljandi. Og dr. Priestley var heldur ekki lengi aö sjá orsökina til þess arna. Sennilega var þessi kjaftháttur Everleys sannur aö vissu leyti. Þaö var ekki nema mjög senni- legt, að stúlkan og Vilmaes hefðu veriö ástfangin hvort af ööru, en koma ungfrú Bartlett heföi eitthvaö spillt milli þeirra, að minnsta kosti i stúlkunnar augum. Dr. Priestley leit á stúlkuna ööru hverju og velti því fyrir sér, hvaö lægi aö baki þessu fagra útliti. Haföi hún sjálf haldiö aö sambandið milli hinna tveggja byggöist á ást? Eöa haföi hana kannski grunað, að "íitthvaö annaö hefði leitt hugi þeirra saman? Og væri svo, haföi hún þá komizt að sannleikanum? Hann þóttist hér um bil viss um, aö hún heföi einhvern grun um hið sanna i málinu, enda haföi hún haft næg tækifæri til aö veita þeim eftirtekt, meöan ungfrú Bartlett dvaldi þar. Aftur á móti var óllklegt, að bróöir hennar hefði tekiö mikið eftir þvi, þar sem hann hugsaöi ekki um annaö en visindi sin. En hitt var óliklegt, aö stúlkan, sem auðvitað var afbrýöissöm, heföi haft augun lokuö. Ef til vill gat einhver gefiö honum bendingu um þetta. En hvernig átti hann aö brydda upp á þessu viö stúlkuna? Þetta var aöal umhugsunarefni dr. Priestley um kvöldiö. Partington minntist ekkert á erindi dr. Priestleys, fyrr en viö kaffiö. Þá sneri hann sér að systur sinni. — Mig langar til aö sýna dr. Priestley eitthvaö af tilraunum mínum, sagöi hann. — Nenniröu aö gera þær meö mér I fyrramáliö? — Auövitaö. Er þaö ekki þetta vanalega? svaraöi hún. — Hvenær ætlarðu aö vekja mig? — Um klukkan hálffjögur, ef þú getur þá, svaraði Partington brosandi. Hún gretti sig, hálf-glettnis- lega. —Ég verð vist að nenna þvi, sagöi hún, — og ég get vist alltaf farið að sofa á eftir. Þér sjáiö, dr. Priestley, aö ég er píslarvottur i þjónustu visind- anna. Charles dregur mig svona fram úr rúminu, hér um bil þrisvar á viku, þegar hann hefur engan annan aö gera tilraunirnar á. En nú ætla ég aö láta ykkur i friöi viö visindin, stundarkorn. Þiö skuluð bara ekki sitja uppi alla nóttina. Hún stóö upp og gekk út úr stofunni. Partington sneri sér aö gesti sinum. — Ég er svo hepp- inn, aö systir min er ágæt til að gera tilraunir á, og hefur gefiö betri árangur en nokkur annar, sem ég hef reynt við. Og auk þess hefur hún áhuga á þeim. Þér skiljiö, aö þar sem þessar tilraunir minar eru I þvi fólgnar aö rannsaka vissar bylgjur, geta hvaöa aðrar bylgjur eöa titringur sem er, truflaö þær. Þessvegna verö ég að velja þennan tima sólarhrings, þegar slíkar truflanir eru minnstar þvi að þær hverfa hvort sem er aldrei alveg. Þeir röbbuöu nú um hriö um hávisindaleg efni og dreyptu á hinu ágæta portvini Partingtons. Eftir hálftima eða svo, komu þeir aftur til ungfrú Partington i setustofunni, þar sem hún var aö leika nýjustu danslögin á grammóíóninn. — Jæja, loksins komiö þiö, sagöi hún glaðlega. — Dansiö þér, dr. Priestley? — Ég er hræddur um, að dansinn sé ekki min sterkasta hliö, svaraði hann, alvarlega. — Ég eftirlæt þaö einkaritaranum minum, hr. Merefield, og'ég þori aö segja, að hann dansar vel. — Hversvegna komuö þér ekki meö hann meö yöur? spuröi hún. — Hann heföi getað verið mér til skemmtunar, meðan þiö voruö á kafi I visindunum. En það dugar nú ekki aö tala um þaö héöanaf. Ég ætla aö setja einhverja aöra plötu á, sem á betur viö ykkar hugleiöingar. Klukkan var ekki langt yfir tiu, þegar Partington stakk upp á aö taka á sig náöir. — Ef þér hafið ekkert á móti þvi, dr. Priestley, held ég viö ættum aö fara aö hátta, sagði hann. — Viöþurfum aö fara snemma á fætur, og þaö er nauösynlegt, aö heilinn sé i lagi. Og þú lika, systir sæl. Þú þarft lika að vera útsofin ef tilrauniinar eiga aö takast. Partington fylgdi gesti sínum inn i svefnherbergiö og sannfæröi sig um, aö hann vantaði ekki neitt. Þegar dr. Priestley var oröinn einn, afklæddi hann sig og fór i rúmið. Nokkra stund lá hann vakandi og var aö hugsa um, hvort hann mundi finna nokkrar upplýsingar þarna á staönum, þvi aö hann var enn sannfærður um, aö þarna væru þær, ef hann aöeins gæti fundið þær. Loksins sofnaöi hann þó, en þegar hann vaknaöi aftur, sá hann gestgjafa sinn standa viö rúmstokkinn með tebolla i hendi. — Klukkan er rétt hálffjögur, dr. Priestley, sagði hann. — Ég vakti yöur sjálfur, afþvi aö ég tlmi ekki aö ónáöa starfsfólkið á þessum tima. Ég er þegar búinh aö vekja systur mina. Viljiö þér koma niöur, þegar þér eruð klæddur? Ég skal hitta yöur i forstofunni. Dr. Priestley flýtti sér i fötin og fáum minútum siöar var hann kominn niöur I forstofuna til húsbóndans. Hann opnaöi dyrnar og þeir gengu til rannsókna- stofunnar. Ennþá var dimmt, nema hvaö stjörnurnar blikuöu, en Partington hafði vasaljós I hendinni til aö visa þeim veginn. — Þetta er ágætis veöur, sagöi hann, — og nú ættu lofttruflanir aö vera þaö minnsta, sem þær geta oröið. Sólin kemur ekki upp fyrr en klukkan fimm, eftir sumartíma, svo að viö höfum timann fyrir okkur. Þeir fóru nú inn I rannsóknar- stofuhúsiö og þar inn i litið her- bergi, sem dr. Priestley hafði ekki séö áður. Þar var togleður á gólfi og vatnsmálning á veggjum. A miöju gólfi var þægilegur hægindastóll, og á boröi við einn vegginn fjöldi áhalda, sem fljótt á litið virtist einna likast stóru og margbrotnu útvarpstæki. Eini glugginn var mjög hátt uppi, og dr. Priestley tók eftir þvi, að hann var vandlega lokaður með hlera. Partington gekk aö áhaldinu. — Ég verö aö láta yöur vera i myrkri svo sem eina minútu, ef yður er sama, sagöi hann. Ljósiö slokknaöi og ofurlitill smellur heyrðist, rétt eins og I slökkvara. Litill ljósgeisli kom frá áhaldinu og skein á skerm, sem var i nokkurra feta fjarlægð, og eftir aö hafa dansaö til og frá stun- darkorn, kyrröist hann svo að loks var varla hægt aö sjá neinn titring á honum. — Agætt! sagði Partington, um leiö og hann kveikti aftur. — Þessi ljósgeisli er næmur fyrir utanaökomandi bylgjum, og eins og þér sjáið, eru þær nú mjög reglulegar og mjög veikar. Viö þurfum liklega aö biöa stun- darkorn eftir systur minni. Ég vona, aö tilraunin takist vel, en þó er sá galli á, aö systir min hefur ekki tekiö þátt i þessum tilraunum siöan morguninn, sem veslings André fórst, svo aö þaö er hugsanlegt, aö hún setji þær i samband við slysiö, og geti þvi ekki einbeitt huga sinum, eins og nauösynlegt er. — Ungfrúnni hefur þótt vænt um hann, ekki siður en yöur þótti? spuröi Priestley. — Já, og ég veit aldrei, hversu vænt henni hefur þótt um hann. Ég hef tekiö eftir þvi, aö hún foröast eins og heitan eldinn aö minnast á dauða hans, og þaö er ekki þar fyrir, aö mér er lítiö um þaö lika. En nú meöan viö biöum eftir henni, ætla ég að útskýra fyrir yöur tilraunina, sem ég ætla aö gera. Þegar ég vakti systur mina áöan, sagöi ég henni aö taka einhverja bók af handahófi og lesa vandlega einhvern kafla i henni. Siðan biö ég hana aö setjast þarna I stólinn og hugsa fast um þennan lesna kafla. Svo ætla ég aö marka hugar- bylgjurnar á næman pappir meö ljósgeisla, sem titrar til og frá. Og eftir myndinni, sem geislinr 40 VIKAN 42. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.