Vikan


Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 5

Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 5
heppnu eru löngu búnir aS fá sína vinninga. Urslitin birtust í 38. tbl. Vikunnar, og nú skaltu bara fara að búa þig undir jóla- getraunina. Skriftin er ekki falleg, og í þessu stutta bréfi voru 9 stafsetningar- villur, svo að það sakaði ekki, að þú reyndir að bæta þig á því sviði. Vill eignast bréfavini í Vesturheimi Kæri Póstur! Ég leita til þín með mín áhuga- mál og hef raunar gert það áð- ur. Þakka góð svör. Svo er mál með vexti, að ég hef mjög gaman af bréfaskriftum, og nú langar mig til að skrifast á við íslendinga i Kanada eða Bandaríkjunum, sem skrifa og lesa íslenzku. Hvert á ég að skrifa til að fá bréfavini þar? Gerðu það nú fyrir mig að segja mér, til hvaða blaðs ég á að skrifa. Þökk fyrir, ef þú birtir þetta. Ég veit, hvernig skriftin er, en hvernig er stafsetningin? Sigrún Rósa. w í Winnipeg er gefið út eina ís- lenzka vikublaðið í Vesturheimi, Lögberg—Heimskringla. Við ráð- leggjum þér að skrifa því blaði, og utanáskriftin er: Lögberg—Heimskringla North American Publishing Co. Ltd. 303 Kennedy Street Winnipeg Man. R3B 2M7 Canada. Við fundum 4 stafsetningarvill- ur í bréfinu þínu, og orðaskipan var dálítið ábótavant, svo að við reyndum að lagfæra bréfið lítilsháttar, án þess að breyta stílnum hjá þér. Ein sem elskar Ashton Kæri Póstur! Ég vil eins og allir aðrir sem skrifa þér byrja á því að smjaðra svolítið fyrir þér og þakka þér fyrir allt gamalt og gott og þó alveg sérstaklega eina grein, en ég skrifa þér einmitt út af henni. Það er greinin um hana Sheilu í Ashtonf jölskyldunni. Gætuð þið ekki birt greinar um fleiri aðalleikarana í Ashtonfjölskyld- unni? Það væri til dæmis stór- kostlegt að fá greinar um David eða Margréti, eða sjálf gömlu hjónin. Ég er sannfærð um, að fleiri en ég mundu hafa gaman af að lesa slíkar greinar. Ashton-fjöl- skyldan er einhver skemmtileg- asta framhaldssaga í sjónvarp- inu, sem ég hef fylgzt með. Maður er farin að þekkja þetta fólk svo vel, að hver nýr þátt- ur er eins og að fara í heimsókn til þess. Ég vona, að þættirnir verði sem flestir. Ég er strax farin að kvíða fyrir, þegar Ashton-fjölskyldan hættir. Og fyrst ég er farin að skrifa um sjónvarpið, þá langar mig til að lýsa vonbrigðum mínum með nýjasta fasta þáttinn hjá þeim. Það eru Fóstbræðurnir. Ég hlakk- aði þessi ósköp til að sjá Dýr- linginn minn aftur, en hann er ekki nema svipur hjá sjón. Og ekki er Tony Curtis betri! Ég hef reyndar ekki séð nema fyrsta þáttinn, en hann var sannarlega lélegur og leiðinlegur, lítið betri en Ironside. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Ein, sem elskar Ashton. P.S. Er myndin um Ashton-fjöl- skylduna gerð eftir skáldsögu? Hefur hún komið út á íslenzku? ÞaS fer ekki á milli mála, að Ashton-fjölskyldan nýtur geysi- mikilla vinsælda. Og greinin um hana Sheilu um daginn var ekki fyrsta greinin, sem Vikan birtir um þessa ágætu fjölskyldu. í 8. tbl. þessá árs birtist grein um alla helztu leikarana, þ.á.m. þá, sem leika David, Margréti og gömlu hjónin. Þú færð væntan- lega aS „heimsækja" Ashton- fjölskylduna nokkrum sinnum í viSbót, því aS alls munu hafa veriS teknir rúmlega fimmtíu þættir um hana. Myndin mun upprunalega hafa veriS byggS á skáldsögu, en þegar hún hrökk ekki lengur til, þá var fariS aS prjóna viS. ViS höfum frétt, aS sagan komi út á íslenzku í bók- arformi núna fyrir jólin. ARISTO léttir námið Með aukinni stærðfræðikennslu og vaxandi kröfum nútíma tækniþjóðfélags er sérhverjum námsmanni nauðsynlegt að vera búinn full- komnum hjálpargögnum við námið. Aristo reiknistokkurinn er gerður fyrir náms- fólk með kröfur skólanna í huga. Aristo reiknistokkur á heima í hverri skóla- tösku. PENNAVIÐGBRÐIN Ingólfsstrætí 2. Sími 13271. Uclgi 3C- Scssiliusson Bólstaðahlið U2 — Sími S13U9 ökukennsla Æfingatíntar 42. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.