Vikan - 19.10.1972, Blaðsíða 7
MIG DREYMDI
í FULLRIALVÖRU
BARN í EGGI
Kæri draumráðandi!
Mig langar til þess að biðja þig að ráða fyrir mig draum,
sem mig dreymdi fyrir tveimur dögum.
Mér fannst faðir minn vera að fara inn í hænsnahús og
athuga, hvort ekki væri komið út úr nokkrum eggjum, en
svo virtist ekki vera. Ég stóð þarna hjá honum og heyrði
hann bölva mikið. Hann skildi ekkert í þessu. Það átti að
vera komið út úr eggjunum eftir tímanum að dæma. Hann
hafði sett inn í útungunarvélina fyrir langalöngu.
Síðan fer hann að þefa, rétt eins og brjálaður maður, og
tekur frá þetta stærðar egg, fleygir því frá sér og segir:
„Þetta er nú meira fúleggið!"
Þetta egg var eins og stærstu páskaeggin.
Jæja, hann fer að lemja í nokkur egg þarna, en það var
alveg auðséð, að ekkert þeirra var að því komið að springa
út.
Viku síðar biður bróðir minn mig að koma með sér út í
skúr. Hann kveðst ætla að líta aðeins á þetta. Ég fer með
honum, og hið fyrsta sem ég sé er þetta stóra egg. É'g segi
við hann:
„Hvað er þetta eiginlega?"
„Þetta er bara ónýtt egg,“ svarar hann.
Síðan fer hann að sparka í það og það brotnar. Mér brá
heldur en ekki í brún, þegar ég sá hvað í egginu var. Það
var ekki ungi, heldur lítið barn. Mér fannst hann fara svo
illa með það, enda þótt það væri dáið. Mig hryllti við að
taka það upp, því að það var svo skítugt. En þegar hann
fór að sparka í það, blöskraði mér alveg, svo að ég tók það
í faðm mér og segi um leið:
„Guð, hvað þú ert falleg, vinan!“
Þetta var stelpa í bleikum náttkjól. En svo tók ég eftir
því, að það var hvít snúra frá hálsinum og lá hún niður
eftir maganum og í nárann og upp eftir bakinu, og þar var
hún smellt saman að hálsinum.
Mér fannst þetta svo skrítið, en gleymdi því jafnskjótt
og ég horfði framan í barnið. Hún var svo innilega falleg.
Og mér fannst ég vera að segja þetta við hana, þegar hún
fer allt í einu að hósta.
Þá var komið fullt af fólki þarna inn, og ég skipaði því
að ná í bíl, svo að ég kæmist upp á spítala með barnið. Ég
vissi, að hún var ekki dáin, fyrst hún hóstaði.
Þegar ég kem upp á spítalann, vill læknirinn ekki skoða
barnið, heldur mig. Eg reiddist, en hann hló að mér. Eg
sagði honum frá þessu öllu, en ég sá strax, að hann vildi
ekki trúa mér. Ég var samt alveg staðráðin í því að láta
skoða barnið. Ég var alltaf að keppast við klukkuna, því að
mér fannst ég vera búin að bjóða fullt af fólki í mat. Ég
átti eftir að steikja lærið, og klukkan var orðin hálf tólf, og
svo átti ég að mæta í skólann klukkan eitt.
Ég sá nú, að allt var orðið í lagi með barnið, því að það
kallaði „mamma" og fór síðan að leika sér með börnum,
sem biðu þarna á biðstofunni.
Lengri varð draumurinn ekki.
Virðingarfyllst,
Hulda.
Þessi draumur er fyrir barnsfæðingu. Þú munt verða fyrir
einhverjum óþægindum, á meðan þú gengur með barnið,
en jafnskjótt og það er í heiminn komið, þá gjörbreytist
allt til hins betra. Barnið mun verða þér og fjölskyldu þinni
til ómetanlegrar gleði og sérstaklega mun faðir þinn og
bróðir hafa mikið dálæti á því.
MORÐ OG BÆN
Dagskrá sjónvarpsins er hið sígilda umræðuefni
hversdagslífsins — rétt eins og veðrið. Hvar sem
menn hittast er vikið að sjónvárpinu, ekki sízt í
kaffihléum og matmálstímum á vinnustöðum. Þar
dæma menn sjónvarpið óspart og bera saman bæk-
ur sínar um einstök dagskráratriði. Á slíkum mál-
þingum er gjarnan talað af hispursleysi og engin
miskunn sýnd.
Alltaf öðru hverju verður sjónvarpið fyrir liörð-
um árásum — nú síðast í einu dagblaðanna, þar
sem það var sakað um músikofheldi — livorki
meira né minna. Það er rétt, að tónlistin hefur í
seinni tíð gerzt ærið fyrirferðarmikil í dagskránni.
Það er einnig rétt, að hljómleikar eru í sjálfu sér
ósköp fátæklegt myndaefni; vélarnar eru færðar
af einum spilaranum á annan og kannski sýndir
andaktugir svipir í salnum öðru hverju — svona
tii tilbreytingar. En tónlistarefni á þó fullan rétt á
sér, ef það er hæfilega oft miðað við annað efni.
Meinið er, að í seinni tíð iiefur hver tónlistarþátt-
urinn fylgt í kjölfar annars — svo að margir eru
komnir með ofnæmi fyrir þeim. Því má ekki
gleyma, að hér er yfirleitt um vandað efni að ræða
og göfgandi, en það er meira en hægt er að segja
um bróðurpartinn af efni sjónvarpsins.
Nú er ný vetrardagskrá hafin og fögur fyrirheit
hafa verið gefin um nýjungar og endurbætur. Það
tókst þó ekki betur til en svo fyrsta sunnudags-
kvöldið, að meginuppistaða dagskrárinnar var
hrollvekjandi glæpamynd um viðjar óttans og þá
martröð, sem slikri angist fylgir. Myndin var að
sönnu spennandi og allvel gerð og ekkert við því
að segja, þótt slikar myndir séu sýndar öðru
hverju, þó með því skilyrði, að rækilega sé til-
kynnt, að þær séu ekki við liæfi barna. En sá
hængur var á í þetta sinn, að einmitt kvöldið áður
liafði uppistaða dagskrárinnar einnig verið glæpa-
mynd með hrollvekjandi spennu og ennþá fleiri
morðum.
Þarna virtist niðurröðun efnisins furðulega handa
hófskennd alveg eins og tónlistarþættirnir, sem
komu hver á eftir öðrum.
Það er alkunna, að börn horfa á alla sjónvarps-
dagskrána, þótt þau séu ekki orðin há í loftinu og
hafi alls ekki vit né þroska til að melta góðgerð-
irnar. Þetta hefur verið sannað með skoðanakönn-
un, og mætti því gjarnan taka tillit til þess við gerð
sjónvarpsdagskrárinnar.
Sunnudagskvöldið umrædda endaði með hæn.
Nærmyndir af kefluðu angistarandliti, flugbeittum
rakhníf og fullu baðkari voiu ekki fyrr liorfnar af
sjónvarpsskerminum en ljúfir orgeltónar tóku að
hljóma. Það veitti sannarlega ekki af. G.Gr.