Vikan

Eksemplar

Vikan - 05.04.1973, Side 25

Vikan - 05.04.1973, Side 25
Sigurgeir ljósmyndari var ekki i vandræðum með myndamótivin heima hjá þcim Svölu og Gylfa, og hrifnastur var hann af arinskotinu. , sjálfsagt fyrirkomulag frá upphafi. — Sem betur fer held ég, að þessi hugsunarháttur sé orðinn almennur meðal ungs fólks, segir Svala. Svona er þetta á mörgum heimilum, þar sem ég þekki til. En þetta var alls ekki sjálfsagt mál fyrir 10-12 árum. Ég man, að eldri kona sagði oft við mig: „Þarftu alltaf að vera að læra þetta, Svala min? Er hann eitthvað óduglegur að skaffa, maðurinn þinn?” — Voru margar stúlkur i lögfræðinámi samtimis þér? — Ég var lengst af ein i 30-40 karlmanna hópi, og ég held ég sé 8. kvenlögfræðingurinn, sem út- skrifast frá H.í. Það virðist vera útbreidd skoðun, að sjálfsagt sé, að kvenlögfræðingar sérhæfi sig i hjónaskilnaðarmálum, enda þótti það skelfing ófeminint, að ég skyldi hafa meiri áhuga á refsirétti en sifjarétti. — Þú segist ætla að hverfa aftur að lögfræðistörfum, þegar þú ert búinn að fá nóg af sjón- varpinu. Ertu ekkert hrædd um, að það verði erfitt að taka upp þráðinn aftur? — Nei, það held ég ekki. Gylfi er nú byrjaður að afla sér rettinda sem hæstaréttar- lögmaður, en til þess þarf að flytja þrjú viðurkennd mál fyrir Hæstarétti. Liklega opnar hann stofu fyrst einn, og svo kem ég til starfa með honum, þegar viðskiptin eru komin vel á veg. Svala og Gylfi byggðu húsið sitt að Haðalandi 18 ekki löngu eftir lögfræðipróf, og Svala sagðist hafa verið farin að hreinsa timbur hálfum mánuði eftir að Kristján Birgir fæddist. Þau hafa greinilega lagt sig fram um að prýða heimilið fallegum munum, málverkum og skreytingum. Einn dýrgrip eiga þau skemmtilegan, litla yfirlætislausa mynd, sem meistari Kjarval málaði árið 1915. Viðurinn i hurðum og viða á veggjum vekur athygli okkar, fallegur dökkur viður, sem heitir vengi. Á gólfum i stofum og skrifstofu er einlitt rautt teppi, og i eldhúsinu er parkett. En þetta heimili er ekki bara fallegt, rauða teppið og parkettið skipta greinilega ekki hærri sess hjá húsráðendum en börnin þeirra. Þau eru frjálsleg og óbæld. Kristján Birgir er i essinu sinu, sýnir okkur bækur og margs konar gull, milli þess sem hann þýtur um gólfið á öndvegis traktor með kerru aftan i, fjörugur og elskulegur drengur. Heimasætan er öllu hlédrægari, enda talsvert lifsreyndari. — Finnstþér útivinna þin koma niður á börnunum og heimilinu, Svala? — Ekki finnst mér það. Ég hef aldrei getað hugsað mér að vera heima allan daginn alla daga. Börnin okkar þekkja ekki annað, og ég er þeirrar skoðunar, að aðalatriðið sé ekki það eitt, hvort mamma sé alltaf heima eða ekki. Það er margt annað mikil- vægara fyrir börnin. Stefania Sif er i æfingadeild kennara- skólans og fer með pabbá sinum á morgnana. Kristján Birgir er á leikskóla hálfan daginn hérna rétt hjá, og hann er svo ánægður, að hann má helzt ekki missa úr dag. Þá daga, sem ég er á vakt i sjónvarpinu, vinn ég frá kl. 9 á morgnana til kl. 9 á kvöldin og þá hef ég mér til aðstoðar fyrirtakskonu, sem kemur hingað heim kl. 1 og sér um heimilið, þangað til Gylfi kemur heim. Þetta er ágætt fyrir- komulag, en auðvitað hefur mest að segja, að eiginmaðurinn skuli vera svona hjálpsamur. Framhald á hls. 37. 14. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.