Vikan

Útgáva

Vikan - 05.04.1973, Síða 32

Vikan - 05.04.1973, Síða 32
Skuggagil Ég lokaði dyrunum á eftir mér, hélt kertinu hátt og við blaktandi ljósiö sá ég manntóma setustofu. Ég læddist eins og þjófur inn i svefnherbergið og heyrði þá erfiðan andardrátt einhvers, sem steinsvaf. Aftur fékk ág ofsalegan hjartslátt, þvi að ég vissi, að ég var ekki ein þarna í ibúöinni, en hver hinn gæti verið hafði ég enga hugmynd um. Mér datt i hug Lance Devois, en það virtist varla hugsanlegt. Þó varð ég dauö- hrædd, ef það skyldi nú ■ vera hann, og velti þvi fyrir mér, hvaö hann mundi gera, ef hann fyndi mig þarna. Ég trúöi ekki, að það væri Polly frænka, nema þá hún hefði komið aftur meðan ég var aö sækja lyklana, en annars væri hún sjálfsagt enn á þessu flandri sinu. Loftið var þungt og innilokað og blandað sterkri viskilykt. Ég læddist inn i svefnherbergiö og leit á rúmið. Einhver lá undir rúmfötunum i fasta svefni. Ég færði mig aö rúminu. Mér var alveg sama þó ég vekti þann, sem þarna svaf, þvi að hann átti aö minnsta kosti ekkert að vilja þarna I húsinu. Ég lyfti kertinu, til þess að geta betur séð, hver þarna svæfi, en þá næstum æpti ég upp yfir mig af skelfingu. Þvi að þaö gat ekki verið Polly frænka, sem var á ferli um gangana i húsinu. Polly var hér, beint fyrir augum minum. Hún lá upp I loft með opinn munn og alla andlitsvööva slanpa. A borðinu hjá henni voru tv j glös, og i öðru var enn viski. A gólfinu voru tvær flöskur, önnur tóm en hin næstum fulL Svo að þetta var þá leyndar- málið hennar Polly frænku. Hún drakk eins og svampur. Þar kom skýringin á starándi augna- tillitinu og slagandi göngulagi, sem ég vissi nú að stafaöi af drykkju. Veslings konan. Ofurseld drykkjuskapnum og faldi sig svo fyrir öllum, til þess að leyna þessum veikleika sinum. Ég skammaðist min fyrir að hafa komið hingað og fundið hana I þessu ástandi. Ekki einusinni móöir mln vildi segja mér frá þessu. Það var fjölskyldu- leyndarmál, sem aldrei mátti nefna á nafn. En ef það var ekki Polly, sem stóö fyrir þessu næturflakki, hver var það þá? Ég fór allt i einu að skjálfa, þvi að bæði var mér kalt og auk þess var ég hrædd. Ég óskaði þess heitast, að Mike væri hérna hjá mér. Ég vissi ekkert, hvað ég átti til bragðs aö taka. Ég hafði haft Polly grunaða, allan þennan tíma, og svo var hún ekkert annað en meinlaus drykkjuræfill. Aö vlsu var hún oft á ferli pm húsið, en bara ekki i nótt. Ekki I nótt! Mig hryllti viö til- hugsuninni. Ég hopaöi frá rúminu, fór fram i ganginn og gætti þess vel aö skilja dyrnar eftir læstar, eins og ég hafði komiö aö þeim. En nú varð ég að skila lyklunum en hvert skref eftir dimmum og þöglum göngunum, vakti hjá mér hjartslátt, sem ég gat næstum heyrt. Ég varð að komást aftur I herbergiö mitt. Ég gat ekki látið þann sem þarna var á ferli veröa þess áskynja, að nú vissi ég, að þetta var ekki Polly, eins og ég hafði hingað til verið sannfærð um. Hún var tilvalið amakefli fyrir þennan næturgest, sem var svo margfalt óhugnan- legri. Ég fann á mér, að þetta var sá sami, sem haföi reynt aö riða mig um koll, þetta hræöilega kvöld þegar Mike haföi bjargaö mér. Þessvegna var ég enn i greinilegri lifshættu. Ég gekk yfir aðalbygginguna og daufur ilmur af rósunum, fékk mig til að hugsa um jaröarför og jók enn á skelfingu mina. Ég hljóp upp stigann upp á mlna hæð og þrátt fyrir alla hræösluna fór ég enn til frú Voorn. Hún hraut enn. Ég lagði lyklana nákvæmlega eins og ég hafði tekiö þá og fór út. Þegar ég kom I herbergið mitt, settist ég niður til aö hugsa og hlusta. Nú heyröust ekki lengur þessi framandlegu hljóð, en þau mundu áreiðanlega koma aftur. Þrátt fyrir alla þreytuna gat ég alls ekki sofnaö. Ég hringaði mig uppi á legubekknum og nuddaöi á mér þreytta fæturna, sem voru aumir eftir allan dansinn. Ljósin I herberginu róuðu mig og þrátt fyrir þreytuna gat ég nú betur hugsað. Ég ákvað að komast til botns i þessu, taka fyrir smáatriði og athuga þau ef ske kynni, aö ég gæti þá fundiö, hver stæði að baki þessu öllu. Hver gat viljað mig feiga? Hver gat riöið vitlausum hesti og reynt aö drepa mig? Ég varö að vita það þvi að nú þegar ég vissi, að þaö var ekki Polly frænka, þá var ég alveg viss um, að hinn væntanlegi morðingi mundi reyna aftur. En bara ég vissi tilganginn með þessu! Sá eini I húsinu, sem gat setið hann Blakk, var faðir minn. En vitanlega náöi það engri átt, að hann væri að reyna að drepa slna eigin dóttur. Og auk þess var faöir minn aö heiman kvöldiö sem hesturinn og riddarinn reyndu að kollvarpa mér, svo aö hann hefði ails ekki getað framið þennan hræðilega verknaö. Frú Voorn hafði sagt mér, aö hún kynni ekki aö sitja á hesti og sannarlega hafði ég trúaö henni. Það heföi verið beinlinis hlægilegt aö hugsa sér hana á hestbaki. Móöir min var dauðhrædd við hesta og við höföum komið okkur saman um, að liklega hefði ég erft þessa hræðslu frá henni. Polly frænka, sem ég hafði kennt um allt næturgöltriö, hafði alls ekki verið á ferli I nótt. Lance Devois var reiömaður. Ef einhver leynigöng væru til i húsinu, mundi hann vita um þau, þvi að hann var þar alltaf með annan fótinn. En hversvegna mundi hann vilja drepa mig? Nema ef hann skyldi ætla að giftast Polly frænku, vel vitandi, að hún mundi ekki endast lengi meö þessa drykkjusýki sina, og þegar ég svo var dauö og foreldrar minir, mundi hann erfa allan auöinn. Hann var þessu öllu kunnugur, þvi aö hann haföi sjálfur sagt mér frá því. En hann haföi lika sagt mér, að hann þyrfti ekkert aö vinna. Ég var nú búin aö athuga alla en ekki hafði ég fengið neitt svar. Ekki nema þá einhver væri i húsinu’sem ég vissi ekkert um og hefði aldrei séö og aldrei heyrt nefndan á nafn. Ef slik persóna væri til, ætlaði ég að leita hana uppi og fletta ofan af henni. Með þennan ásetning fastan i huga minum dró nokkuö úr hræöslunni hjá mér. Ég slökkti á kertinu, lagðist út af og steinsofnaði samstundis. 22. kafli. Það var komið undir hádegi þegar ég vaknaöi. Bridey kom með morgunveröinn minn og meöan ég drakk kaffið, renndi ég huganum yfir viöburði nætur- innar. - Nú ætlar hann hr. Devois að fara meö yður aö heimsækja frænkurnar hans, rauf Bridey hugsanaferil minn, um leið og hún var að taka útbrunnu kertin og setja ný I staðinn. - Skárri er það nú dagurinn. Dimmur og drungalegur. - Já, þetta er meira sumarið, sagöi Bridey. - Ekkert nema rigning og súld. Og i dag meira að segja þoka. Það leiðir hugann aö góða gamla Irlandi. - Nú jæja, sagöi ég og var enn að hugsa um gærkvöldið. - Það var nú aö minnsta kosti gott veöur I gær. - Já, sannarlega, sagði Bridey. - 32 VIKAN 14. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.