Vikan - 05.04.1973, Qupperneq 35
Allen gefiö henni heftiö og ýtt
undir drauma hennar? En það
setti þau bara ekkert i samband
við peningahvarfiö. Celia og Allen
að hittast i Trenton? Þaö var
heldur engin sönnun. Hún var
þegar búin að sækja um skilnaö
frá mér, og þvi kynni þau Allen að
vera hrifin hvort af öðru. En var
það nokkur sönnun um þjófnaö-
inn?
A föstudag sat ég i hótelinu
minu og braut heilann um réttar-
höldin, sem áttu að hefjast á
mánudag. Eitthvað varð ég aö
hafast aö. Ég gat ekki setið svona
og látið sakfella mig án þess að
taka eitthvaö til hendi. Ég
hugsaöi um Celiu, sem var svo
falleg, og hann Jónatan B. Allen.
Celiu og fimmtiu þúsund dalina.
Ég sá hana nú alveg ljóslifandi
fyrir mér. Celiu i dýrum flegnum
kjól aö ganga inn I spilavitið i
Monte Carlo. Celiu með sól-
brúnan likamann liggjandi undir
baðskýliá einhverjum finum baö-
stað. Það var ekki Jónatan B.
Allen, sem gekk i augun á Celiu,
það var óhugsandi, heldur voru
það fimmtiu þúsund dalirnir.
Peningarnir voru lykillinn að
Celiu og um leiö aö glæpnum.
Hvar voru peningarnir? Allen
hlaut að hafa komiö þeim ein-
hversstaðar fyrir. Mér datt ekki i
hug, aö hann tryöi Celiu fyrir
þeim. Auk þess hlaut hann aö
vita, að lögreglan mundi gera
húsleit hjá mér og rannsaka allt
mér viðkomandi. Nei, Celia var
enn ekki búin að fá þá i.
hendu'rnar. Sennilega kitlaði
hana i fingurna eftir þeim, en hún
hafði þá enn ekki i höndunum.
Allen hlaut að vera meö pen-
ingana. En hvar? Ég efaöist um,
að hann hefði komið þeim fyrir
nókkursstaðar i bankanum. Það
hefði verið of hættulegt, þvi að
vitanlega þurfti hann að tilkynna
hvarfið og fá á sig heilan hóp
leitarmanna. Hann gat hafa leigt
hólf eða opnaö reikning i annarri
borg, en það var lika talsverð
áhætta. Bankar heimta upp-
lýsingar um nýja skiptavini og
þetta mundi kosta að hafa marga
menn I vitorði. Og auk þess var
Allen þekktur hjá öllum nálægum
bankastjórum. Nei, hugsaði ég,
væri ég I Allens sporum, mundi ég
bara fara heim með peningana og
stinga þeim inn i skáp eða
einhversstaöar. Hann haföi hvort
sem var þegar fengið bakara til
að hengja. Sem sé mig. Það vaí
engin ástæöa fyrir neinn til að
gruna hann.
Ég kunni nú heldur litiö til inn-
brota, en ég var fljótur að
ákveöa hvaö gera skyldi. Það
var eina, sem ég gat látið mér
detta i hug, en eitthvaö varð aö
aöhafast. Það var ekki nema
tveggja daga frestur til mánu-
dags — og réttarhaldanna. Ég
vissi, aö Allen ætlaði aö hitta
Celiu I Trenton klukkan hálfniu og
mundi þá fara aö heiman laust
fyrir átta. Það gæfi mér tækifæri
til að gera húsleit hjá honum. Ef
ég fyndi peningana, var ég ekki
viss um næsta skrefiö, en koma
dagar, koma ráö.
Klukkan fimm minútur fyrir
átta lenti ég viö hús Allens og
lagði bílnum. Húsið var aldimmt
og þá liklega manntómt. Ég tók i
læsinguna á framdyrunum — þær
voru læstar. Siðan gekk ég að
bakdyrunum. Sömuleiðis. Ég
hafði verið viö þessu búinn. (Jr
reyfurum og kvikmyndum hafði
ég kynnzt þeim verkfærum, sem
á þurfti aö halda, og haföi út-
vegað mér þau. Ég gekk að
glugga bakatil, lagði limpappir á
rúöuna, næst læsingunni og braut
glerið. Limpappirinn varnaði þvi,
aö glerbrotin dyttu inn og eyddu
öllum hávaöa. Ég opnaði glugg-
ann varlega.
Þegar inn var komið, dró ég
fyrir alla glugga og kveikti ljós.
Mér fannst þaö mundu verða
minna áberandi en vasaljós á
hreyfingu I dimmu húsinu. Ég
leitaöi skipulega i öllu húsinu,
hverju herbergi eftir annað, gáði i
hvern skáp og skúffu. t svefn-
herbergi Allens staðnæmdist ég
til þess að lita á mynd, sem þar
var á borðinu. Hún var af okkur
þremur — Celiu, Allen og mér — i
sumarbústaðnum hans.við Vatnið
i fyrrasumar. Celia var I
miðjunni og við lögðumbáöir arm-
ana um axlir henni. Hún er
glæsilegt dýr datt mér i hug, og
augnatillit Allen var ekki um aö
villast. Þarna var hungriö hans
eftir henni öllum til sýnis. En ég
haföi bara ekki tekið eftir þvi
fvrr.
Ég hélt leitinni áfram og missti
smámsaman vonina, eftir þvi
sem ég nálgaöist lokin, án þess að
finna urmul af peningunum. Nú
var ég orðinn viti minu fjær og
sneri öllu á öfugra endann inni
hjá Allen, og prófaöi jafnvel ólik-
legustu felustaði. En allt var jafn
árangurslaust. Loks var ég
kominn að stiganum upp á hana-
bjálkaloftið, horfði á eyði-
legginguna, sem ég hafði valdið
og reyndi að athuga, hvort mér
heföi ekki sézt yfir eitthvað. En
svo var ekki.
Háaloftið! Nú þóttist ég viss
um, aö peningarnir væru þar. Ég
þaut þangaö, en þar var ekki
annaö en nokkrir kassar og
gamlar feröatöskur. Ég reif þetta
allt og tætti, án þess að hirða um
að færa neitt i lag altur. En þarna
var ekkert annað en ýmislegt rusl
eins og vant er að vera á háa-
loftum, og loks voru vonir minar
orðnar að æðisgenginni hræðslu.
Loks komst ég til botns I siðasta
kassanum og þá varð mér ljóst,
að ég haföi unniö fyrir gýg. Ég
stanzaöi og horföi eins og bjáni á
óreiöuna, sem ég hafði valdið. Ég
gekk gegn um húsið, altekinn
vonbrigöum og sparkaði i allt,
sem fyrir mér varö.
t svefnherberginu staðnæmdist
ég eftir og leit enn á myndina.
Celia, sem var eins og eitthvert
fallegt dýr útlits, leit á mig
brosandi, sjalfsörugg, milli
tveggja karlmanna, sem báöir
girntust hana, en Jónatan B.
Allen horfði á hana hungruöum
löngunaraugum, eins og hann
ætlaði að éta hana.
En I sama vetfangi rann upp
ljós fyrir mér. Nú vissi ég, hvar
peningarnir voru! Hvar þeir
'nlutu að vera. Og þegar ég horföi
á þessa freistandi mynd
konunnar minnar, vissi ég sam-
stundis, hvaö ég ætlaði að gera.
En fyrst varð ég aö fara I sumar-
bústaðinn og ná i peningana.
Ég brauzt inn i sumarbústaöinn
á sama hátt og I húsið og ég var
ekki nema þrjár minútur að finna
peningana. Þeir voru I handtösku
inni i skáp. Ég taldi þá ekki, en
þetta var mikil hrúga og i smá-
seðlum. Ég efaðist ekki um, að
þeir væru þarna allir. Ég smellti
aftur töskunni og bar hana út i
bilinn. A leiöinni var ég að hugsa
um Celiu, þessa fögru, ágjörnu
konu mina.
Klukkan var 11.20 þegar
Buickbillinn sneri heim að húsinu
okkar. Ég sat i dimmri setu-
stofunni og beið meðan Celia var
að ganga frá bilnum. Ég heyrði
fótatakið hennar, þetta þokka-
fulla lendavaggandi göngulag,
þegar hún gekk upp stiginn að
dyrunum. Ég heyrði lykilinn I
skránni og þarna sat ég I
sófanum, með handtöskuna við
hliö mér. Hún skellti upp ljósinu
og ég sagöi: — Halló, Celia!
Hún kipptist við af hræðslu og
snarsneri sér að mér. Svo stóð
hún þarna og glápti á mig meö
fallega munninn opinn, en bláu
augun uppglennt af hræðslu.
— Fyrirgefðu, að ég skyldi
hræða þig elskan. Eg brosti til
hennar og hún fór ofurlitið að
róast. — Ég þurfti að hitta þig i
kvöld, til þess að ganga frá ýmsu
hjá okkur. Komdu og setztu niður
hjá mér. Og ég benti á sófann við
hliðina.
Hikandi gekk hún yfir aö
sófanum og settist hjá mér og
andlitið á henni var eitt
spurningarmerki.
— 1 fyrsta lagi, sagði ég, — þá
er ég meö peningana. Loföu mér
að sýna þér þá. Ég opnaöi
töskuna og sýndi henni seðla-
bögglana.
— En hvar náöirðu i þá? Hún
var nú ekki mikil leikkona, þó
falleg væri.
— Sjáöu nú til, Celia, sagði ég.
— Við skulum leggja spilin á
borðið. Ég veit þetta allt, hvort
sem er. — Þú fórst aö hitta Allen i
kránni i Trenton. A meðan fór ég I
sumarbústaöinn hans og náöi i
peningana. Ég vissi, aö þið Allen
ætluðuð að stinga af saman til
Frakklands, en ég er aö vona, að
ástæðan þin til þess hafi veriö
peningarnir en ekki hann Allen.
Þú skiiur, nú er það ég, sem er
með fimmtiu þúsund upp á
vasann.
Hún fór smámsaman aö skilja
þetta.
— Ég veit það, Celia, að þú
sækist eftir hlutum, sem hægt er
að kaupa fyrir peninga, hlutum,
sem ég hef aldrei haft efni á að
kaupa handa þér. Og ég get vel
skilið, að þú skulir sækjast eftir
þessu. Voru það eingöngu þessir
hlutir, sem þú sóttist eftir, eða
kom Allen sjálfur þarna inn i
dæmið? Gætiröu ekki eins hugsað
þér að fara með mér til
Frakklands?
— Bjáninn þinn sagöi hún og
■ hló. Nú sá ég, að hún var búin að
jafna sig. — Þú veizt, að ég vildi
miklu heldur vera með þér heldur
en þeim gamla geithafri. Sannast
að segja, Dick, þá get ég varla
þolað aö láta hann kyssa mig.
Mér býður við honum og hann er
alltaf að káfa á mér. Nú sat hún
fast upp að mér með höndina á
handleggnum á mér og augun
báöu mig aö skilja þetta.
— Ég heföi nú liklega heldur
ekki getað fengið mig til þess,
Dick. Mér var hann einskis viröi
og þú . . . .ég hefði aldrei getað
gleymt þér, Dick. En þú veizt, að
mig hefur alltaf langað að kaupa
mér ýmislegt fallegt og að ferðast
og . . . .svo lét ég sem snöggvast
blindast af peningunum. En ég
hefði aldrei getað gert alvöru úr
þessu . . . .og látið þig fara i fang-
elsi. Það veiztu.
— Það var þá hann en ekki þú,
sem fann upp á þvi að láta mig
lenda i sökinni? sagði ég.
— Já, auövitaö, elskan. Ég vildi
alls ekki hlusta á það, fyrst þegar
hann vakti máls á þvi, en þú
hafðir nú hlaupið að heiman án
þess að nefna það einu orði við
mig, og hann hélt áfram aö telja
upp allt það fallega, sem ég gæti
keypt mér og alla staðina, sem
við gætum farið á, og . . .
— Hvernig gekk þetta til? tók
ég fram i. — Ég á við, hvenær
sagði hann þetta allt og hvaö
sagöi hann eiginlega?
— Nú, hann kom eitthvað um
tvöleytið daginn sem þú fórst og
spurði, hvort ég hefði séð þig. Svo
kom hann aftur morguninn eftir
og þegar ég sagði, að ég hefði enn
ekki séð þig, sagði hann, að það
liti svo út sem þú hefðir stungið
mig af. Svo fór hann aö segja, að
hann væri lengi búinn að vera ást-
fanginn af mér og vildi láta mig
skilja við þig og giftast sér.
— En hvað um peningana?
sagði ég. — Hver átti þá hugmynd
14. TBL. VIKAN 35