Vikan

Eksemplar

Vikan - 05.04.1973, Side 37

Vikan - 05.04.1973, Side 37
nefndan, bláttáfram: „Ég hef aldrei hræöst óvini mína og alltaf reynt aö gera mitt bezta. Allt sem mér hefur vel tekist á ég Andanum Mikla aö þakka.” Sitjandi tuddi var drepinn 1891, skotinn aftan frá af drukknum lögreglumanni. Joseph var höföingi Nez Percé- Indiánanna í Oregon, og var ásamt ættbálki sínum fluttur þaöan nauöugur og settur niöur i Oklahóma, þar sem hann dó i iltlegö 1904. Geronimo var af bandariskum aöilum álitinn einn þeirra hættulegustu af foringjum Indiána. Hann var höföingi. I Apaka Arizona og Nýju-Mexikó, og stjórnáöi uppreisn þeirra á nlunda áratug fyrri aldar. Hann varö um siöir aö gefast Banda- rlkjaher á vald og liföi siöan I út- legö á ýmsum stööum, siöast I Flórida, en þar dó hann 1909. Skömmu áöur var niöurlæging þessa skæöa vigamanns oröin slik, aö hann dró fram lifiö á aö selja myndir af sjálfum sér á tuttugu og fimm sent stykkiö. George Armstrong Custer hershöföingi er liklega frægasta villtavesturshetja Bandarikjanna aö Buffalo Bill einum undanteknum. Hann gat sér mikiö frægöarorö i bandarisku borgarastyrjöldinni og var siöan sendur vestur gegn Indiánum. Hann réöist á búöir Siena (Cheyennes) viö Washita-á og drap af þeim margt fólk, þar á meöal nokkra tugi kvenna og barna. Eftir þaö kölluöu Indi- ánar hann „Squaw - Killer”, kvennadrápara. Sá atburöur kemur viö sögu i kvikmyndinni um Litla Risa (Little Big Man), en kona hans og nýfætt barn voru einmitt drepin viö Washita. En 1876 sátu Súar og Sienar fyrir Custer viö Little Bighorn og felldu hann og allt þaö liö er hann haföi meö sér, um tvö hundruö og sjötiu manns. Er sú orrusta líklega sú frægasta úr öllum striöum hvitra manna og Indiána um Noröur- Ameriku. Custer hefur I Bandarikjasögunni lengstum veriö hylltur sem hinn mesti kappi, drengur góöur og þjóö- hetja, en i kvikmyndinni Little Big Man er hann sýndur sem hégómagjarn montrass, sem geggjast aö endingu er liö hans er strádrepiö i kringum hann. Þá má nefna hina klassisku skúrka Villta vestursins, þá Wild Bill Hickok, Jesse James, Billy the Kid og Doc Holliday. Sá fyrst- nefndi var einn þeirra visunda- veiöara, sem á fáum árum gereyddu nærri þvi visunda- hjöröunum á sléttum Miö- vestursins. Indiánarnir höföu lifaö af visundunum fyrst og fremst, svo að þegar dýrin hu'rfu af sléttunum, uröu þeir algerlega upp á hvítu mennina komnir um fæöuöflun. Hvitu veiöimennirnir veiddu visundana fyrst til aö afla kjöts fyrir járnbrautar- verkamenn og fleiri, en siöar einungis vegna skinnanna, sem óprúttnir skinnakaupmenn frá austurströndinni keyptu af veiöi- mönnunum fyrir spottpris og seldu siöan á uppsprengdu verði. Wild Bill (Villti-Villi) var einnig frægur vigamaður og fjárhættu- spilari, og enginn var honum skotfimari, aö sögn. Hann haföi til aö bera hrifandi framkomu og rauðgult hár, sem hann haföi sitt. Sitt hár var raunar mjög I tizku i Villta vestrinu, þannig létu þeir Buffalo Bill og Custer hers- höföingi sér báðir vaxa það á herðar niöur, og Insiánarnir höföu þaö I löngum fléttum. Jesse James hefur veriö kallaöur „Hrói höttur Villta Vestursins,” liklega vegna þess að hann herjaði all- mjög á athafnamenn, sem grætt höföu á borgarastyrjöldinni, en var annars andstyggðardólgur á margan hátt. — Billy the Kid náöi aöeins tuttugu og eins árs aldri, og drap á þeim tima jafnmarga menn. Um þá Jesse James báöa eru til þjóövisur, sem Bing Crosby söng inn á plötu og geröi frægar. — Doc Holliday var tannlæknir, fylliraftur og sjúk- legur hatursmaöur Indiána og blökkumanna, skaut þannig eitt sinn til bana tvo negradrengi fyrir þá sök eina, að þeir höföu farið ofan i sundlaug skammt þaöan sem hann bjó. Hann dó úr berklum og drykkjuskap aðeins hálffertugur, og siðustu orö hans <?eta varla kallast annað en hæfileg andlátsorö sannkristins illmennis. Doc haföi beöið um glas af viskii og mælti er hann haföi rennt úr þvi: „Þá liggur leiöin til helvitis.” — Þeir Wild Bill (kemur viö sögu I Little Big Man), Jesse James og Billy the Kid uröu hinsvegar allir vopnbitnir. t syningu . Þjóöleikhússins leikur Gunnar Eyjólfsson Buffalo Bill, Rúrik Haraldsson Sitjandi tudda, Erlingur Gislason Wild Bill Hickok, Arni Tryggvason Joseph höföingja, Valur Gislason forseta Bandarikjanna og Guöbjörg Þorbjarnardóttir forsetafrúna. Ævar Kvaran, Valdemar Helgason og Klemenz Jónsson leika þrjá senatora, Bessi Bjarnason leikur Ned Buntline og meöal annarra sem fara meö hlutverk I leiknum má nefna Baldvin Halldórsson, Kristbjörgu Kjeld, Sigriöi Þorvaldsdóttur, Þórhall Sigurösson, Sigurö Skúlason og Hákon Waage. Leikstjóri er Gisli Alfreösson, Öskar Ingimarsson þýddi leikritið á islenzku, leikmyndir geröi Sigurjón Jóhannsson, Unnur Guðjónsdóttir æföi dansatriöi og stjórnar þeim, Carl Billich er hljómsveitarstjóri. Búningar voru flestir fengnir aö láni hjá Dramaten i Stokkhólmi, en þar var leikurinn sýndur fyrir nokkru viö miklar vinsældir. lslendingar hafa á siöustu áratugum oröiö svo nátengdir Bandarikjunum aö segja má að okkur sé fremur áriöandi aö komast til skilnings á sögu þeirra og þjóöarkarakter. Leikritiö Indiánar getur áreiöanlega hjálpaö mönnum til þess skilnings, auk þess sem þaö er. þörf ádeila á útrýmingar- styrjaldir og umburðarleysi gegn smáþjóöum og þjóöernis- minnihlutum yfirleitt. dþ. SVALA THORLACÍUS Framhald af bls. 25. — ÞiÖ eruö alltaf viö sama hey- garðshorniö, segir Gylfi. Ég má til meö aö segja ykkur svolitla sögu, sem sýnir hugsunarhátt, sem vonandi er aö hverfa. Þaö kom til min maöur um daginn aö leita ráöa varöandi fjármál. „Heyröu,” sagöi hann, „borgar sig fyrir mig aö láta konuna vinna úti?” Þiö getiö svo skemmt ykkur viö að velta vöngum yfir oröa- laginu. Aö svo mæltu fer Gylfi inn aö hátta Kristján Birgi og koma honum I ró, en viö Svala förum aö ræöa um sjónvarpiö. — Hvaö kom til, aö þú gerðist 14. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.