Vikan

Útgáva

Vikan - 05.04.1973, Síða 40

Vikan - 05.04.1973, Síða 40
GðO FERMINGOR6JÖF! Það gengur t>vi fliótar meö Fiamtn «70 Stórt hitaelement, valfrjáls hitastilling 0-80°C og ''turbo" loftdreifarinn tryggja fljóta og dægilega þurrkun. Vegg- hengja. borðstandur eða einstaklega lipur gólffótur, sem auðvitað má leggja saman, eins og sjálfan hjálminn. Veljið um tvær gerðir og fallegar litasamstæðúr. FLAMINGO er vönduð vara. Kynnið yður einnig verðið. ég komizt til Dublin? Heyrirðu til min? — Dublin? í Irlandi? Ég veit ekki .... — Þau eru um það bil að komast á loft. Frank hafði á réttu aö standa. Hann fékk númerið á flugferð þeirra. Geturðu verið kominn þangað á undan þeim? — Já, það ætti ég að geta .... — Það er gott. Hafðu auga með þeim. Komdu skilaboöum til min á hótel I Dublin, fyrsta hótelið á listanum i Dublin, sem byrjar á A. Ég fer þangað á morgun. — A ég að hitta þig? — Nei, nei, nei. — Þú átt við að ég veiti þeim eftirför? Er það rétt skilið? — Reyndu að ná i stelpuna sem er með honum. Þú veizt, þessa meö eplakinnarnar og himinbláu augum, Jean heitir hún. Hún veit hvar grisinn er. — Gris? endurtók röddin hálf hikandi, eins og þetta væri mjög ósennilegt. — G — Gunnar? — F fyrir fjandinn, farðu til fjandans. — I fyrir Idjót. A þýðir áfram. Dorinda. lagði á. Laglega andlitið var sviplaust. Hún pantaöi simtal við Nýja Sjáland. Seint um kvöldið, þegar þau voru komin til Dublin, talaði Harry við fööur sinn i Los Angeles, en þar var þá miður dagur. — Ég hefi ekki margt að segja i fréttum ennþá, sagði hann, - en við eru samt vongóö. Er nokkuð aö frétta frá þér? — Við vitum svolitið meira núna, svaraöi faðir hans. - Biddu andartak, ég ætla að lesa bréfiö frá Beckenhauer, sem hann skrifaði meðan hann var i Kyrrahafinu. Harry heyrði að það skrjáfaði i pappír. Og svo var eins og Bernie væri að tala við hann, handan grafar. „Kæri herra Fairchild. Ég hefi ástæðu til að halda aö ég verði bráðlega fær um að láta yður hafa vörurnar, sem þér pöntuðuð. Undirbúning er lokið. Ég hefi slegið varnagla. Ég þori ekki að skrifa i. hverju það er fólgið, ég skýri það fyrir yður siðar. Ég vona að þér fáið þetta bréf, svo yður verði ljóst hvaða manntegundir við eigum i höggi við. Mér hefur verið veitt eftirför i marga daga. Ég komst aö þvi fyrir nokkru, svo ég hefi getað varað mig á þvi. Ég vissi ekki hverjir þetta voru, fyrr en i gær- kvöldi. Þá réðust tveim menn á mig á dimmri götu og þeir reyndu að fá einhverjar upplýsingar frá mér. Það varð mér til láns að tveir sjóliðar komu á vettvang. Þeir urðu mjög undrsndi, en spurðu einskis. Raunin varö samt sú,að ég fékk fleiri upplýsingar frá þeim, en þeir frá mér. Annar þeirra heitir Varney. Ég veit hver hann er. Hinn manninn þekki ég ekki, en hann er i sama félagsskap, svo mikið veit ég. En ég verö aö vara yður við, herra Fairvhild, þeir vita um barnið og þeir vita jafnmikiö og ég, þegar hóf starfiö. Þessvegna bið ég yður aö fara varlega, vegna þess aö ég er nærri viss um að það er ein- hver njósnari i húsi yðar. Varney vinnur fyrir mann, sem heitir Maximilian Kootz. Fylkis- stjórinn, sonur yðar, getur sagt yður allt um þennan Kootz, hrnn er, eða var, einn að illræmsustu glæpamönnum vorra tima. Þessir stórkarlar framkvæma allt gegnum milliliöi, en Kootz varö á I messunni og hann var- dæmdur til dauða i gasklefa. Þér getið fengið allar nánari upplýsingar hjá syni yöar, þvi að Kootz var dæmdur i hans fylki. Þaö er kjarninn i þessu máli. Menn Kootz vilja ná i þessa litlu dóttur yöar, vegná .þess að þeir vita að þér eruö aö reyna að hafa upp á henni. Ef þeir ná i hana, ætla þeir að þvinga yður i gegnum það of fá son yðar til að fresta aftöku Kootz. Þeir vonast til ■ að geta fengiö dómnum breytt i ævilangt fangelsi. Eða þá, - mér er það ekki vel ljóst, aö þeir vonast til aö geta fengiö hann sýknaðan. Þetta er siðasta tilraun þeirra. Þeir ætla að hóta þvi aö myröa telpuna, eða þá aö mis-. þyrma henni,ætla með þvi aö ná tangarhaldi á yður. Nú er þaö aðalatriðið, herra Fairchild, að þessir glæpaménn mega ekki ná i litlu dóttur yðar. Mér þykir þaö eiginiega verst að ég skyldi hafa upp á henni, vegna þess aö henni leið vel, þar sem hún var, en það er of seint að iörast. Það er tilgangslaust aö koma henni aftur þangað sem hún var. Sem sagt, ég er búinn aö gera allar þær varúðárráðstafanir, sem ég get gert', en ég get ekki sagt allt, ekki I þessu . bréfi, vegna þess aö það- gæti hent að bréfið lenti i hættulegum'höndum. Ég get samt gefið yður riokkrar upplýsingar um telpúna. Hún heitir Barbara- ( það vita „þeir” lika.) Hún er fallegt barn, heil- brigð og vel upp álin. Húp ér lika mjög greind. Þér getiö veriö hreykin af henni. Það sem kyeluV mig, er aö hún þekkir ekkert til svona manna, sem eru grimmir og svifast einskis ... I guðs bænum, herra Fairchiid, gætið telpunnar yel . . . Rödd föður hans var oröin einkennilega blið, Harry hafði aöeins einu sipni heyrt fööur sinn tala svona, og það var þegar móðir hans dó. Harry tók á sig rögg og svaraði 40 VIKAN 14.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.