Vikan

Issue

Vikan - 05.04.1973, Page 42

Vikan - 05.04.1973, Page 42
WINTER ÞRÍHJÓLIN vinsælust og bezt. Varahlutaþiónusta örnin Spítalaitíg 8 — Stmi 14661 — Pósthóif 671 Pöntunarseðill KLIPPIÐ HÉR I Dá HU I Q Vinsamlegast sendið mér sniðið, sem ég krossa framan við, ( því númeri, sem ég tilgreini. Greiðsla fylgir með ( ávísun/póstávtsun /frímerkjum (strikið yfir það sem ekki á við). Snið nr. 76 (9476) Stærðin á að vera nr. Vikan - Simplicity Nafn £* HJJ X I I Heimili KLIPPIÐ HÉR ÖBEL- KANSPORT vagninum, en hann var ekki eins glaðbeittur og hann átti að sér. Meira að segja virtist hann ekki einusinni taka eftir þvi, þegar ég samgladdist honum meö að eiga tvær svona elskulegar frænkur. - >ær eru indælis konur, sagði ég loksins. - Ég hafði svo gaman af að hitta þær og ég þakka þér fyrir aö bjóða mér, Lance. - 0, sagöi hann, rétt eins og hann heföi gleymt þvl, að ég var þarna við hliöina á honum. - Já, vitanlega. Ég vissi alveg að þú mundir kunna vel við þær, og þá höfðu þær ekki siður gaman af aö sjá þig. Og auövitað kemuröu aftur seinna. Þær eru svo einmana, skilurðu. - Ég veit. Þakka þér fyrir. Auövitað skal ég gera það. Mérkom þaö einkennilega fyrir sjónir, aö hann bauðst ekki einusinni til að fylgja mér heim. Og heldur ekki lét hann i ljós, hvorki i oröi né verki, tilfinningar sinar gagnvart mér, þvi aö ég hafði einmitt haldiö, að þetta heimboð væri til þess gert að frænkunum skyldi litast vel á mig, áður en hann hæfi bónorö fyrir alvöru. En nú hjálpaði hann mér bara upp i vagninn, hneigði sig siðan og dró sig i hlé. Þaö var rétt eins og hann væri bara að koma mér af sér, og ég ætti ekki lengur neinn áhuga hans, enda þótt ég gæti nú ekki verið viss um það, afþvl að hann virtist vera meö eitthvað annað sem lægi þungt á honum. Einhver óhugnanleg tilfinning greip mig út af þessu og hún fór vaxandi þegar ég ók til baka gegn um þokuna, sem var sífellt að þykkna. Samt varð ég fegin, vegna þess að ég haföi engan áhuga á honum. Og ekki haföi ég orðiö neitt vlsari um hin einkenni- legu næturhljóð I Skuggagili. Þó hafði ég fengið að vita, aö Polly „frænka” var engin frænka. Hversvegna gátu foreldrar minir ekki veriö hreinskilin viö mig? Hvaöa hugsanlega ástæðu gátu þau haft til þess aö segja mér ekki sannleikann? Og hver annar en Polly var á ferli i húsinu á næturþeli? Gat það veriö, að einhver önnur „frænka” ætti heima I húsinu? Ég haföi nú ekki rannsakað öll herbergin og einhver skýring hlaut að vera til á þessum óhugnanlegu hljóðum og einkennilegu hreyfingum. Ég þóttist hér um bil viss um, að þarna væru einhver leynigöng. Annars hefði ég áreiöanlega hitt þennan næturgöltrara I nótt sem leib, þegar ég fór i ibúð Pollyar - nú ætlaði ég ekki að kall; hana frænku lengur, þvi að ég þóttist alveg vita, aö þessar elskur, hún Mattie og hún Harriet, höfðu enga ástæðu til að ljúga að mér. Ég var alveg aö sligast undir þessum vandamálum, sem höfðu setzt að mér, siðan ég kom i Skuggagil, og þegar vagninn staðnæmdist við dyrnar, þorði ég varla að ganga inn. Mér sárnaöi, að foreldrar minur skyldu hafa þurft að ljúga að mér um hana Polly frænku, sem var svo engin frænka, heldur óviðkomandi manneskja, sem drakk svo ofboðslega og hafði heila Ibúö heima hjá þeim. Ég velti þvi fyrir mér, hversvegna þau létu hana búa þarna. En nú var ekkert tóm til aö hugsa um þetta, þvi að ekillinn staðnæmdist viö dymar. Hann hjálpaði mér út og ég gekk inn. Húsið var allt uppljómaö af kertaljósum, þvl að þokan haföi þykknað eftir þvl sem á daginn leið. Og þessi birta kom mér I. betra skap. Frú Voorn kom á móti mér i forstofunni og sagði, aö móðir min vildi tala við mig I setu- stofunni. Ég fór þangaö tafar- laust. Hún sat og prjónaöi I ákafa eitthvað sem virtist vera ljósblátt sjal. Hún leit varla upp þegar ég kom inn. - Ég var að heimsækja Mattie og Harriet Devois, sagði ég. - Einmitt, sagði hún önug. - Hversvegna sagöirðu mér ekki, að þú ætlaðir þangað? -Fyrirgeföu mamma, ég ætlaöi að segja þér það, en svo svaf ég yfir mig og þurfti að flýta mér. - Ég var orðin hrædd um þig, sagöi hún. -Enginn vissi, hvert þú hefðir farið. -EnégsagöihenniBridey .... - Sú stelpa er nú orðin tveimur tlmum og sein. Hún átti að vera komin klukkan þrjú. Ég er hrædd um, að ég verði að.reka hana. Hún er alveg ómöguleg. -Það er hún alls ekki, mamma.' Ég kann ágætlega við hana. Þú verður að sjá gegn um fingur við hana. -Þaðheyrir nú varla undir mig, sagöi móðir min hátíðlega. - Frú Voorn ræður og rekur stúlkurnar, og eins og er, þá er hún I skapi til að reka stúlkuna. Þú getur talaö við hana, ef þú vilt. - Það ætla ég sannarlega aö gera, sagði ég. Ég fann frú Voorn i vinnustofu fööur míns þar sem hún var að eftirlita hreingerninguna með dómarasvip. Hún leit upp frá þvi að renna fingri eftir lista og tautaöi eitthvaö um ryk, enda þótt ég gæti nú ekkert ryk séð. - Mamma hefur sagt mér, aö þér séuð eitthvaö reið við hana Bridey, sagði ég. - Og ég fer fram á, að þér sjáið örlitið gegn um fingur við hana. Ekki sizt þegar það var svo mikið henni aö þakka, að dansleikurinn heppnaöist vel. - Ef hún kemur nógu snemma til að bera kvöldmatinn á borð, skal hún fá loka-aðvörunina, en annars á hún fullkomlega skilið að verða rekin. Framhald í nœsta hlaði.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.