Vikan


Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 3

Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 3
„ÞÚ GERIR EKKERT, SEM ÞÉR FINNST RANGT" „Ég ólst að mestu leyti upp hjá afa og ömmu, vegna þess að faðir minn, sem var flugmaður, fórst þegar ég var aðeins þriggja mánaða. Amma hefur áreiðanlega verið alveg einstakur uppal- andi. Hún hafði þann háttinn á, að hún bannaði mér fátt, eftir að ég var kominn til nokkurs vits. Þegar ég bað einhvers, sagði hún: ,,Já, já, þú ræð- ur þvi auðvitað, en heldurðu, að þú gerir rétt i þvi? Ja, þú ert auðvitað orðinn svo stór, að þú gerir ekkert, sem þér finnst rangt.” Þar með hafði hún kallað mig til ábyrgðar”. Sjá viðtal við Gisla Baldur Garðarsson á bls. 20. ERFITT AÐ LOSNA VIÐ LÍNU LANGSOKK * „Það erfiðasta nu er að losna við Linu lang- sokk. Og það er sannarlega erfitt.... Ég er orðin fjórtán ára, og ef ég á einhvern tima'að geta orðið leikkona, verð ég fyrst af öllu að fá fólk til þess að hætta að láta sér detta Lina langsokkur i hug, þeg- ar það sér mig..” Þetta segir Inger Nilsson, stúlk an sem lék hiná dæmálausu Linu langsokk her um árið. Nú hefur hún fengið sér nýtt starf, sem tekur allan tima hennar. Hún er farin að temja hesta. Sjá grein á bls. 25. i SKUGGA MÓÐUR SINNAR OG SYSTUR Hvað er hægt að gera, ef móðir manns er átíúnað- argoð siðustu kynslóðar og systir manns er átrún- aðargoð þeirrar, sem nú lifir? Lorna Luft kann aðeins eitt svar við þeirri spurningu: að verða stjarna sjálf. Vandamál hennar er að komast úr skugganúm — skugga móður sinnar, sem er Judy Garland, og skugga systur sinnar, sem er Liza Minelli. Það er grein um hina nýju verðandi stjörnu, Lornu Luft, á blaðsiðu 6 i þessu blaði. KÆRI LESANDI: ,,Rússar segja: Volga er góður farkostur. Það þýðir, að hún ber mikið og liggur i allar áttir. Það var mikilvægt, áður én járnbrautir, bifreiðar og flugvélar komu til sögunnai. Og það hefur enn mikið að segja. Vatnaleiðin er enn ódýrasta flutningaleiðin. Á veturna, þegar fljótaskipin liggja við festar, er hægt að aka þungum vöruflutningabíf- reiðum beint af augum eftir isnum. Volga var þjóðbraut á þeim fjórum öldum, sem stórfursta- dæmið Moskva varð að rúss- neska stórveldinu. Á bökkum hennar vann Stalin endanieg- an sigur i baráttunni milli hvitliða og rauðliða. Á bökk- um hennar stöðvaðist sókn þýzka hersins árið 1943. Rússar segja ána heilaga og kalla hana Móður. Nafftgiftin hefur við rök að styðjast. Hún nærir borgirnar og iðnaðinn á bökkum sinum. Hún sér bænd- um og fiskimönnum fyrir lifs- viðurværi. og hún blæs skáld- um, tónlistarmönnum og mál- urum i brjóst hugmyndum og stefum, sem verða að ódauð- legum listaverkum”. Þetta er brot úr lengstu grein þessa blaðs, sem fjallar um ána Volgu. Hún er á bls. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaöamenn: Matt- hildur Edwald, Kristín Halldórsdóttir og Trausti Olafsson. Útlitsteikning. Þorbergur Kristinsson. Auglýsingastjórar: Sigríöur Þorvaldsdóttir og Sigríðdr Ölafsdóttir. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing, Síðu- múla 12. Símar: 35320 — 35323. Póst hólf 533. Verð í lausasölu kr. 100.00. Áskriftarverðer 1000.00 kr. fyrir 13 tölublöð ársf jórðungslega eða 1950.00 kr. fyrir26 tölublöð hálfsárslega. Áskriftarverðið greiðist fyrirfram. Gjalddag- ar eru: nóvember, febrúar, maí og ágúst. Vikan BLS. GREINAR 6 „Mig langar til að verða stjarna", grein um Lornu Luft — dóttur Judy Garland og systur Lizu Min- elli 10 Eiginkonan er akur karlmanns- ins, grein um Múhammeð Ali 15 Þess vegna „smyglaði" ég börn- um 28 Volga — áin heilaga, sem Rússar kalla móður VIÐTÖL: 20 „Ég er önnum kafinn að eðlis- fari", rætt við Gisla Baldur Garðarsson, sjónvarpsþul SÖGUR: 12 Þú nærð ekki i mig, smásaga eftir Marie Joseph 32 Morð i einskis manns herbergi, sakamálasaga eftir Carter Dick- son 8 Hrævareldur, ný og spennandi framhaldssaga, þriðji hluti Ý MISLEGT: 22 Prjónað rúmteppi og hekluð gluggatjöld, þáttur um handa- vinnu í umsjá Evu Vilhelmsdóttur 23 Matreiðslubók Vikunnar 25 Nú temur Lína langsokkur hesta- 26 3 M — músik með meiru FORSiÐÁN Til skamms tíma þóttu það tíðindi, þegar kona tók að gegna starfi, sem karlmenn höfðu einir unnið áður. Nú hefur dæmið snúizt við á mörgum sviðum. i vetur gerðist til dæmis fyrsti karlmaðurinn þulur hjá sjón- varpinu. Hann heitir Gísli Baldur Garðarsson og við birtum viðtal við hann á bls. 20. (Ljósm. Sigurgeir Sig- urjónsson) 2. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.