Vikan


Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 38

Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 38
í hug Hann kom likinu niður i lyftunni og dró Kon fram i gang- inn. Svo breytti hann einfaldlega húsbúnaðnum þarna inni Siðar gæti hann manað hvern sem væri til að þekkja stofuna þar sem likið hafði verið. Anita var kafrjóð i framan. annað hvort af ögrun eða ótta. — Þetta fer nærri þvi. sagði March ofursti. — Óneitanlega nokkúð nærri þvi. Þess vegna var ég að velta þvi fyrir mér, hvort þið munduð geta sagt okkur, hvað raunverulega gerðist. — Nú skil ég ekki — Jú, það er hægt að véfengja þessar breytingar á stofunni. Þá verður að ganga út frá þvi, að enginn hafi komið inn i stofuna áður og séð, hvernig þar var inni, upphaflega. Einnig verður að ganga út frá þvi. að morðinginn hafi getað fundið nýja lampa- skerma. bókastoðir, eftirprentan- ir af þekktri mynd — allt þetta um hánótt. Byrjið þið ekki á öfugum enda? — öfugum....? Nú varpaði March frá sér allri kurteisi, og sagði: — Einhver útbjó „falskt” herbergi fyrir- fram. Hann kom þar fyrir lampa- skermunum, bókastoðunum, eft- irmynd af þekktu málverki og meira að segja nýjum glugga- tjöldum. Hann talaði við Kandolph i þessu uppgerða her bergi.-Og hann drap Randolph þar. Seinna tók hann auðvitað burt þessa smáhluti og kom stof- unni i samt lag aftur. En það var uppgerða herbergið, sem Ronald Henham álpaðist inn i. Svona veik þvi við. hr. Denham, að þér þekktuð ekki ... tjekkti ekki hvað? öskraði Denham — Hvar var ég? t stofunni i yðar eigin ibúð. sagði March alvarlegur Hefðuð þér verið ódrukkinn hefðuð þér vel getað villzt, en kampavinið i höfðinu á vður, beindi yður ósjálf- rátt á réttu dyrnar. Það voru tvennar dyr þarna i stofunni og nú birtist bláklæddur lögreglumaður i hvorum dyr- anna. Að gefnu merki frá March. gekk Davidson fulltrui Iram og sagði: Thomas Evans, ég tek yður fastan fyrir morðið á Daniel Randolph. Kg vara yöur við þvi, að hvað sem þér segið verður skrifað niður og notað við réttar- höldin. — Sjáið þið til. sagði March ofursti, þegar þau hittust öll i ibúö Armingdales, næsta dag. — Þetta er ósköp einfalt. enda höfðuð þið allar staðreyndirnar i höndunum. - Evans var einn hæst setti trúnaðarmaður Sir Rufusar, og vissi auðvitað vel um þessi fyrir- huguðu kaup hans við Randolph. Og þá fann hann upp á sniðugum svikum. Og annað en svik hafði hann nú ekki i huga. — Nú ætluðuð þér, Sir Rufus, að fara til Manchester siðdegis i gær og vera þar i viku. (Þetta heyrði hr. Denham hjá na tur- verðinum, þegar siðarnefndi áminnti hann um að fara cKki að syngja). Þá hefði ibuðin yðar staðið auð. Evuis hringdi til Kopdolphs og lezt vera þar. Ba’ö hann að koma i ibúðina vðar klukkan ellefu og ganga frá kaup- unum Hann lét þess getið að hann kynni að verða boðaður til Manchester. en þá mundi ritarinn hafa skjölin reiðubúin til undir- skriftar. og undirrituð af yður. Þetta hefði orðið auðvelt. Evans mundi fara inn i læsta ibúðina yðar inn um gluggann, og svo látast vera ritarinn yðar. Og Randolph — þér munið, að hann borgaði alltaf út i hönd — mundi þá afhenda vænan seðlaböggul fyrir fölsuð skjöl. Og hvers vegna hefði Randolph átt að gruna neitt? Hann vissi — eins og helmingur allra blaðalesenda — að Sir Rufus bjó á annarri hæð i Medici-hús- inu. Hann hafði séð myndir af Sir Kufusi með uppáhaldsmálverkið silt eftir (ireuze. upp yfir vegg skápnum tatnvel þótt hann spyrði dyravoiðinn til vegar, mundi honum verða v'sað á réttu ibúðina. Jafnvel þótt dyravörður- inn hefði sagt, að Sir Ruf us v æri i Manchester, þá var allt undirbuið og Randolph mundi spyrja um ritara Sir Rufusar. — En þvi miður kom þarna babb i bátinn. Sir Rufus hætti við að fara til Manchester. Hann ákvað þetta siðdegis i gær, eftir að Evans hafði gengið frá öllum áætlunum sínum. En Evans þarfnaðist peninganna, og eins og við höfum séð i dag, þá bráðlá honum á þeim. Hann vildi ná i þessi íimmtán þúsund pund. — Hann tók þvi annað ráð. Sir Rufus yrði heima og þvi ekki hægt að nota ibúðina hans. En þar eð allar ibúðirnar voru eins þegar frá eru taldir nokkrir smáhlutir, hvers vegna þá ekki að nota eftir- likingu af íbúð Sir Rufusar? Þá gat hann notað ráðagerð sina óbreytta. nema hvað Randolph færi inn i skakka ibúð. Hann mundi koma upp i lyftunni klukk- an ellefu. Evans mundi biða við opnar ibúðardyrnar og fara með hann inn i ibúð, sem i fljótu bragði séð var alveg eins og ibúð Sir Rufusar. Númerin á hurðunum eru mjög smá, og einsog við vit- um var Randolph svo nærsýnn, að hann var næstum blindur. Ef Evans notaði einhvers konar dul- arbúning, hversu klaufalegan sem væri, þá var aldrei hægt að þekkja hann siðar sem manninn sem féfletti Randolph. Og honum var ekkert hættulegt að nota ibúð- ina, sem hann bjó sjálfur i ásamt Denham. Anita greip fram i: — Auðvit- að! Ron var i þessu piparsveina- gildi og venjulega hefði hann ver- ið þar að skemmta sér til klukkan tvö eða þrjú að morgni. En svo sá hann að sér og kom snemma heim. Denham stundi. — Ég trúi þvi bara ekki enn. Tom Evans morð- ingi! — Hann hafði ekkert morö i huga, sagöi March ofursti. — En þið skiljið, að Randolph grunaöi eitthvað, og sýndi það lfka. Og Evans, sem var raunsær maður, neyddist til að drepa hann. Þið 38 VIKAN 2. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.