Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 11
5n hún er ekki á þvi aö gefast
ipp.
— Þú hlýtur þó að vera hlynntur
ivi, að konur menntist, læri eitt-
vaö.
— Læri hvað?
— Að lesa....
— Vissulega.
— .... og um stjórnmál?
— Alls ekki! Stjónmál skipta
ngu máli, ekki minar konur, ekki
íúhammeðskar konur.
1 þvi kemur kona Muhammeds
Vlis inn i stofuna. Belinda er önn-
ír kona hans, móðir fjögurra
>arna hans. Það er kominn há-
legisverðartimi, og hún kemur
neö rjúkandi disk handa bónda
inum.
— Ertu svöng? Viltu svolitla
>aunasúpu? spyr Muhammed
Vli, en blaöakonan afþakkar og er
egin að fá stundarnæði til að átta
,ig og litast um. Hún lýsir stof-
inni sem ópersónulegu herbergi
og heldur óvistlégu, þó það beri
með sér, aö ekkert hafi verið til
sparað við búnað þess. Engin
málverk, engir vasar, skraut-
munireða minjagripir setja á það
persónulegan svip. En þetta er
heimili Muhammeds Ali. Hann
hefur nú lokið baunasúpunni sinni
og dregur nokkur blöð upp úr
skjalatösku og les upphátt kvæði
eftir sjálfan sig, þenkingar um
mataræöi mannsins og þá fyrst og
fremst, hvers vegna maðurinn
láti sig hafa þaö að borða svin, þvi
maðurinn sé ekkert annað en það,
sem hann étur, og honum væri
nær aö hlýöa guðs boði og neyta
eingöngu jarðarávaxta.. Hann
klykkir svo út með þvi aö segja,
að ef menn geti virkilega með
góöri samvizku étið svin og kæri
sig kollótta um syndir og annan ó-
þverra, þá skuli þeir bara halda
áfram að borða svin frá rófu og
fram á trýni! Og áheyrendur
hylla skáldiö, sem brosir sigri
hrósandi, en snýr sér á næsta
andartaki að fyrra umræðuefni.
— Aður en ég kynntist Elija
Muhammed, vissi ég ekkert um
konuna, eðli hennar, stöðu hennar
i lifinu. Nú, og ég hugsa svo sem
ekki mikið um konur núna heldur.
— Skipta konur engu máli i þinu
lifi?
—Nei. Jú, eiginkona min gerir
það.
— Hversu miklu máli?
— Jafnmiklu og eiginkona sér-
hvers manns. Hún er hluti af mér.
Konan min elur upp börnin min,
hún er félagi minn, allt.
Belinda Ali er hávaxin og tign-
arleg i fasi, hún klæðist eins og
múhammeðstrúarkonum er ætlað
að klæöast, blússan nær upp i háls
og fram á úlnliði, pilsið niöur á
ökkla, enginn ósiðsamlegur blett-
ur óhulinn. Hárið er strokiö frá
andlitinu, en hún er glaöleg á
svipinn, og þetta fer henni vel.
Hún er augljóslega ánægð með
sitt hlutskipti og nýtur þess að
vera húsmóðir og annast börnin.
Og Muhammes Ali hristir ákveð-
inn höfuðið, þegar blaðakonan
spyr, hvort hann haldi ekki aö
komi að þvi, að konur eins og
Belinda verði leiðar á húsverkun-
um og langi til að vikka sjón-
deildarhringinn.
— Nei, -'húsmæðrunum mun
fjölga. Múhammeðstrúin verður
ofan á i framtiðinni. Það verða
engar krár, engir barir, ekkert
alkóhól, engin eiturlyf. Það verð-
ur engin ástæða til þess að fara út
af heimilinu, þegar okkar trú hef-
ur sigrað. t arabiskum löndum er
það þannig núna, að sjáist fnaður
meö annarri konu en sinni eigin,
er hann dauðans matur.
Með þessu svari virðist Mu-
hammed Ali gefa i skyn, að eina
ástæðan til þess, að konur sæki út
fyrir heimilið, sé löngun þeirra i
alkóhól, eiturlyf og aðra karl-
menn en sina eiginmenn. Blaða-
konan biður hann að skýra mál
sitt.
— Karlmaður, sem hefur eigin-
konu á sinu framfæri, sér henni
fyrir öllu og borgar alla reikn-
inga, kærir sig ekki um aðra
menn i kringum sina konu. Ef hún
hins vegar sér um sig sjálf og á
sjálf alla hluti, þá er hún auðvitað
frjálsari og getur farið sinna
ferða og valið sér kunningja. Ég
er t.d. viss um, aö kvikmynda-
stjörnur og konur i skemmtana-
iðnaöinum gera þaö, sem þeim
dettur i hug, af þvi að þær vinna
fyrir sinum peningum.
Blaðakonan á bágt með aö
leyna sigurbrosinu, orðhákurinn
mikli hefur einmitt staðfest skoð-
un rauðsokkanna á mikilvægi
efnahagslegs sjálfstæðis. Hann
segir blátt áfram, aö valdið sé
þeirra, sem peningana hafa, og
þrælarnir verði aö hlýða hús-
bændunum, af þvi að þeir hafi
peningana og vald til þess að
hindra þrælana i þvi að eignast
þá. Vill hann ekki skilja, að slikar
aðstæður hljóta að leiöa til upp-
reisnar? Geta múhammeðstrúar-
konur ekki lika orðiö stjörnur i
kvikmynda- og skemmtanaiðnað-
inum?
— Nei, þær eiga ekki að birtast
opinberlega, þegar þær sjást á
götum úti i löndum múhammeðs-
trúarmanna, þá hylja þær andlit
sin blæju. Sjáðu til, guð hefur
skapað alla hluti eftir ströngum
reglum. Guð faldi gullið fyrir
okkur, við verðum aö leita að þvi.
Við vérðum að grafa eftir
demöntum og vinna þá og slipa.
Við verðum að kafa niður á hafs-
botn eftir perlum. Konan min er
mér meira virði en gull, demant-
ar og perlur, og þess vegna vil ég,
að hún sé hulin og vernduð, en
ekki til sýnis hverjum sem er.
Blaðakonan lýsir þvi, hvernig
henni fer að liða betur i návist
þessa fræga manns, hann verður
vingjarnlegri, sýnir henni börnin
sin með miklu stolti, og henni
viröist andúð hans á hvitu hör-
undi hennar ekki lengur fyrir
hendi. En þegar þau kveöjast að
lokum, réttir hann ekki fram
höndina.
2. TBL. VIKAN 11