Vikan


Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 45

Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 45
Ég varð furðu lostin, en ég sá að hann ætlaði ekki að ræða þetta mál frekar, svo ég spurði einskis. Ég var þreytt, þegar ég gekk til náða og sofnaði fljótt. Ég svaf vel og var hress, þegar ég vaknaði. begar ég kom niður næsta morg- un, sagði Clay mér. að Julian biði min i dagstofunni. Ég varð dálitið uggandi, en það var óþarfi, þvi að erindi hans við mig var einfald- lega, að fara þess á leit við mig, að ég ílytti til þeirra á Greystonos. svo ég gæti haft auga með Adriu. Shan hafði dottið nið- ur stigann og hélt þvi fram að það hefði verið Margot i liki Cinna- bars, sem hefði hrint henni. Hann sagði að Adria væri æst og ótta- slegin og sagðist ekki vita, hvað hann ætti til bragðs að taka. Ég hugsaði mig vel um og það rann mér til rifja, hve vesalings telpan var illa stödd. svo ég lofaði að fara með honum. Shan var ekki mikið meidd, en Julian átti erfitt með að sannfæra hana um, að ekkert dularfullt væri við þetta fall hennar i stigan- um. Hún lá i rúminu, þegar við komum inn til hennar. — Júlian, þú veizt að stundum kemur það ylir mig, að ég sé inn i framtiðina. Það skeöi einmitt þegar ég datt. Það veröur bráð- um annað dauðsfall i fjölskyld- unni. Ég veit það... ég veit það! — Það verður að minnsta kosti ekki þitt andlát, sagöi Julian og rödd hans var hryssingsleg. — Hættu þessu, Shan, hættu þessari vitleysu! Það deyr einhver á hverjum degi, góöa min. Þú veizt að þessir fyrirboðar þinir fara ekki alltaf eftir. Hugsaöu þig bara um og reyndu að vera róleg. Ég skal láta senda þér tesopa og svo skal ég hringja til Reeds læknis og biðja hann að lita á þig. Linda, viltu verá hér hjá henni meðan ég hringi? — Já, þaðskal ég gera, sagði ég og settist i litinn hægindastól. Þegar Julian var farinn, lá Shan með lokuð augu og lét sem hún vissi ekki af mér. Ég fór að tala rólega við hana. — Bróöir yðar bað mig að koma hingað og vera i nokkra daga, ungfrú McGabe. Ég hef loí- að þvi. Hann heldur að ég geti haft góð áhrif á Adriu. Að minnsta kosti gat ég reynt að leiöa huga hennar frá dauöan- um. Hún leit á mig, óvenjulega róleg, svo það hvarflaði að mér, hvort þetta fall hennar hefði ekki verið eins konar sviðsetnig. — Þér eruð hrifin af bróður minum, er það ekki, ungfrú Earle? — Ég er ekki að hugsa um bróður yðar, ég er að hugsa um Adriu. Dauft bros flögraði andartak yfir ásjónu hennar. — Ég býst við, að þér ráðið ekkert við það. Flestum konum finnst hann mjög aðlaðandi. Hann er vanur þvi, hann tekur ekki einu sinni eftir þvi. Hann getur ekki gleymt Margot og það gerir hann aldrei. Það getur verið, að stundum hafi hann hatað hana, en hann elskaði hana lika. Er það lika ekki oftast svo, ást og hatur tléttast saman? Eitthvað gerði vart við sig i brjósti mér, — eitthvað. sem ég viidi ekki láta ná á mér tökum. — Var það þannig hjá ykkur Clay Davidson? Hún sneri sér undan. — Ég hef aldrei hatað Clay. En Julian elsk- aði Margot heimskulega heitt. — Hún hlýtur að hafa verið á- kaflega fögur, sagði ég og reyndi að hafa gát á orðum minum. — Ég hef séð af henni myndir, sem teknar voru fyrir slysið. Shan rak upp lágan háðslegan hlátur- — Hún var djöfull i mannsmynd, ungfrú Earle, skað- leg, það er einmitt orðiö. Spillt af dekri og skaðleg. Eftir bilslysið, sem hefði auðvitað getað hent hvern sem var, hataði hún hann, hataði allt og alla. Alla, nema -Clay. Mér leið ekki vel, en ég varð að komast að sem flestu. En þegar hún talaði um Clay, rétti ég úr mér og var á verði. — Ég þóttist heyra að þér viss- uð að ég var gift Clay, ungfrú Earle? Ég kinkaði kolli. — Við vorum mjög hamingju- söm og bjuggum hér, áður en Julian kvæntist Margot. Við vor- um hér, þegar hann kom hingað meðsina úngu brúði. Clay var að skrifa bók, vinna að bók, sem hann lauk aldrei við. Það var góð bók, ég las fyrstu kaflana. Hann hefði fengið góða dóma fyrir hana, ef Margot hefði ekki komið til skjalanna. Margot tók hann frá mér. Hún var ekki fögur, ekki einu sinni lagleg. En hún hafði eitthvað jarðneskt við sig, eitthvað sem karlmenn kunnu að meta. Hún beitti sér lfka til að ná valdi á þeim. Og hún þurfti sifellt ein- hvern nýjan. Að sumu leyti gat ég ekki kennt Clay um þetta. Þetta var henni að kenna, en að sjálf- sögðu gat ég ekki fellt mig við það. Clay fór i burtu. Hann lauk aldrei við bókina sina, en svo fór hann að skrifa greinar i timarit, til að hafa ofan af fyrir sér. Þegar hér var komið sögu, fór ég að hafa meira en litlar áhyggj- ur af Shan. Taugar hennar virtust þandar til hins itrasta og ég óttað- ist að svo gæti farið, að ég réði ekki við þetta. Hún virtist ekki sjá hve illa mér leið, en það var engu likara en að hún væri i bráðri þörf fyrir að losna við eitthvað af þessu álagi, með þvi að segja frá þvi. — Clay kom ekki hingað aftur, fyrr en eftir slysið, hélt hún 'áfram. — Þegar Julian hætti að æfa fyrir keppni og setti upp skiðahótelið, þá vantaði hann mann til að sjá um það. Ég fékk hann til að bjóða Clay stööuna, vegna þess að mér fannst það gæti verið hentugt starf fyrir hann, hann fengi þá tima til aö sinna ritstörfum lika. Ég vissi að honum gekk ekki of vel við þau. En Margot lét hann ekki i friöi. llún hélt sig hafa sama valdið e'nnþá, hélt hún væri ennþá svo aðlaðandi, að hann myndi hlýða fyrstu bendingu frá henni. Iiún vildi ekki skilja, að Clay var al- gerlega afhuga henni, en þegar hún komst að þvi lagði hún á hann hatur og fór að hafa i hótunum við hann. Hún sagðist ætla að segja Julian sannleikann, segja honum frá þvi, sem hann hafði aldrei vit- aö, þvi að ég hafði ekki heldur sagt honum frá Margot og Clay. Það var lán að hún dó, ég hefi aldrei harmað það. En nú er ég hrædd við hana og það var ég aldrei áður. Hún er sannarlega komin aftur hingað til Grey- stones, ungfrú Earle. Þér getið hlegið að þvi, ef þér viljið, en hún er hættuleg. Shan lá grafkyrr meö lokuð augu. Ég yrti rólega á hana. — Hver haldið þér að hafi ýtt stólnum hennar fram af svölunum? — Að minnsta kosti ekki vesa- lings ungi maðurinn, sem situr i fangelsi vegna þess. Mér geðjað- ist ætiö vel að honum, þótt við ættum ekki margt sameiginlegt. - En hver...? sagði ég áköf. — Hver? Að sjálfsögðu var það Adria. Hún var reið við móður sina. En það má ekki ásaka hana. Hún verður aldrei ákærð, það mun Julian sjá um. Ég hugsaði upphátt. — Ef Julian heldur þetta statt og stöð- ugt, þá getur lika verið, að sá seki gangi laus, sagði ég. — Er það það sem þér viljið? Ég á ekki við Stuart Parrish, ég á við þann, sem raunverulega er sekur Hún rak upp stór augu, sem nú voru jafn græn og veggirnir i her- berginu hennar. — Greystones er ekki öruggur staður fyrir yður, ungfrú Earle. Það skapast aðeins vandræði við veru yðar hér. Ég er mjög næm, hef margt á tilfinningunni. Mér þætti mjög mikið fyrir þvi, ef eitthvað óþægi- legt kæmi fyrir yður. — Eruð þér að hafa i hótunum við mig? spurði ég. Roði hljóp i föla andlitið. — Farðu i burtu, Linda Earle, láttu okkur hérna i friði. Meöan ég var að velta þessu fyrir mér kom Julian aftur inn i herbergið. — Ég var að tala um þetta við Adriu, Linda, og hún er ánægð yf- ir þvi, að þú ætlar að búa hér hjá okkur. Hefurðu sagt Shan frá þvi? Það var Shan sem svaraði. — Já, hún sagði mér frá þvi og mér finnst þaö mjög heimskulegt, Julian Það er ára i kringum þessa stúlku, ára, sem ekki boðar neitt gott. Það eru erfiðleikar... hætta. Julian var ekki uppnæmur fyrir orðum hennar. — Ég held þú mál- ir þessar árur þínar með of sterk- um litum, svaraði hann. Stúlka kom með tebakka inn i herbergið. Julian lét hana um að stumra yfir Shan og benti mér ab koma fram með sér. Hann dró mig fram að stiganum, svo Shan gæti ekki heyrt I okkur. — Þú skalt ekki taka mark á þvi, sem systir min segir. Ég mun láta hana skilja, að það sé Adriu fyrir beztu, að þú komir til að sinna henni. Shan hefur gengiö Adriu i móðurstað, eftir að Margot dó, já, jafnvel áður. Hún er afbrýöisöm, vill hafa forrétt- indi gagnvart Adriu. Myndin af Margot var nú að skýrast i huga minum og ég gat ekki að þvi gert, að ég hafði mikla samúð með Julian, sem sennilega hafði verið ástrikur eiginmaður. En ég reyndi samt að stjaka þeim hugsunum frá mer, vegna þess hvernig hann hagaði sér gagnvart Stuart. — Þú ætlar að koma Linda, er það ekki? Ég átti ekki annarra kosta völ. — Ég fer þá til skiðaskálans, til að ná i eitthvað af dótinu minu, sagöi ég. — En ég ætla ekki að bregðast Clay, ég verð að sinna störfum minum þar á kvöldin. Það getur llka verið betra fyrir Adriu, að ég sé ekki alltaf yfir henni. Hún má ekki taka það sem sjálfsagðan hlut, að ég sé alltaf viö hendina. F ramhald i næsta blaði. 2. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.