Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 16
að glæpakvendi. Heimspressan
talaði um hana eins og barna-
kaupmann, manneskju sem hugs-
aði ekki um neitt annað en eigin
ágóða og sem hafði, eftir þvi sem
næst varð komizt, narrað börn frá
mæðrum sinum.
I meira en tvo mánuði faldi hún
sig hjá góðri vinkonu sinni i
Sviþjóð. Skyndilegur flóttinn frá
Rio hafði tekið svo á taugar henn-
ar, að hún gat ekki gefið sig fram
við opinbera aðila og sagt allt af
létta um starf sitt i Brasiliu.
Blaðamönnum tókst þó að hafa
uppi á henni og fengu að fara með
henni i heimsókn til tveggja af
þeim átján börnum, sem hún
hafði komið á góð heimili i
Sviþjóð.
Börnin
Karin Bork er dóttir fiskimanns
i Skagen. Hún iærði tölvumötun.
Fyrir fjórum árum fór hún til
Brasiliu, þvi að kunningi hennar i
Rio ætlaði að hjálpa henni að
komast á skóla til að læra barna-
kennslufræði.
Hún var tvítug, þegar hún iaom
til Rio og strax fyrsta daginn
hafði almenn neyð, sem hvar-
vetna blasti við i milljónabænum,
gifurleg áhrif á hana.
— Smám saman lærðist mér þó
að hætta að láta það á mig fá, þó
að fólk byggi á götunni, segir
Karin, — en eymdin meðal litilla
barna fékk mjög á mig og ég gat
ekki horft aðgerðarlaus á hana.
f námi sinu heimsótti Karin
stór barnaheimili, þar sem
hundruðum munaðarlausra
barna hafði verið safnað saman
og þau látin hirast þar við ömur-
legar kringumstæður.
— Ég veit ekki hvað eru mörg
slik barnaheimili i Rio, segir
Karin. — Ég fékk börnin á sex
mismunandi heimilum og á
hverju þeirra voru frá fjögur
hundruð og upp i sex hundruð
smábörn. Börnin voru látin vera i
stórum tómum stofum. Eini út-
búnaðurinn voru dýnur til að sofa
á og tannburstar. Minnstu barn-
anna var gætt af ellefu og tólf ára
gömlum stúlkum, sem sjálfar
hafa alizt upp á heimilunum.
Börnin þjást ekki beinlinis af
hungri, þeim er haldið lifandi, en
þau vantar allt samband við fólk.
16 VIKAN 2.TBL.