Vikan


Vikan - 10.01.1974, Qupperneq 36

Vikan - 10.01.1974, Qupperneq 36
það, sem hún varaöi dætur sinar mest við: Að treysta fólki. „Þegar ég, Liza eða Joey töluð- um um það við hana, hvað hún væri óheppin i vali á eiginmönn- um, svaraði hún aðeins: „Þið vit- ið ekki, hvað ég þrái ást. Allir þykjast elska mig en enginn gerir það i raun og veru”. „Hún þráði svo ákaft að finna hamingjuna, aö hún leitaði henn- ar, þar sem hennar var alls ekki að leita og þess vegna finnst fólki ævi hennar hafa verið þessi harmsaga. Það muna allir eftir skyssunum, sem hún gerði”. Lorna veit fullvel, að móðir hennar fann hvergi hamingjuna, nema á sviðinu. „Ég býst við aö það sé þsss vegna, sem ég þrátt fyrir allt vil feta i fótspor hennar. Hún hefur ekki lengur sömu áhrif á mig og þegar ég byrjaði, en ég reyni enn að byggja á reynslu hennar”. Það er ekki tilviljun, að þegar hún kom fram i fyrsta skipti ein, söng hún „Let Me Sing And I’m Happy”. Það er nefnilega aug- ljóst, að þvi ann Lorna Luft. Hún er hamingjusamari, þegar hún kemur fram syngjandi uppábúin, en þegar hún situr og talar i gallabuxum. Gagnrýnandi „Variety” skrif- aði, þegar hún kom fram i fyrsta skipti i Houston, að hæfileikarnir væru ótakmarkaðir i fjölskyld- unni. Viðtökur áhorfenda, sem klöppuðu svo að þá kenndi til i höndunum og hrópuðu sig hása af fögnuöi, sýndu svo ekki varð um villzt, að þeir voru sammála. „Mig langar til að verða stór- stjarna”, segir hún. Hún vill að fólk viðurkenni að hún geti orðiö það af eigin verðleikum, en ekki bara af þvi að hún er dóttir Judy Garland. Eða systir Lizu Minelli. Heldur af þvi aö hún er skemmti- krafturinn Lorna Luft. Morö Framh. af bls. 33 er hræddur um, að hér séu vand- ræði á ferðum. Hr. Denham hefur fundið dauðan mann i einni ibúð- inni. ' — Ron! sagði Anita. — Dauðan mann? át Arming- dale eftir, en varð ekkert hissa. Hvar? — 1 einni ibúðinni en hann veit ekki hverri. — Nú? Hvers vegna veit hann ekki i hverri? — Hann hefur fengið hræðilega kúlu á hnakkann, sagði Anita, til að þreifa fyrir sér. Hún leit um öxí og flýtti sér að segja— Það er allt i lagi, Tom. Vertu ekki æstur. Hann er f-u-l-l-ur — Ég er ekki fullur, sagði Den- ham með óhunganlegri rósemi. — Má ég lika láta þess getið, aö ég er bæði læs og skrifandi og hef ekki þurft aö láta stafa ofan i mig orðin, slðan ég var fjögra ára gamall. Æ, guð gefi mér styrk! Ég segi ykkur, að ég get lýst Ibúð- inni. Hann gerði svo og siðan varö þögn. Augun i Anitu ljómuðu ein- kennilega, og hún lét sigarettuna detta á haröviðargólf harðstjór- ans og steig ofan á hana. Harð- stjórinn virtist of utan við sig til þess aö taka eftir þvi. — Ron elskan! sagði Anita um leið og hún gekk til hans og settist hjá honum. — Ég skal trúa þér ef þér er svona mikil alvara. En þú hlýtur að vita, að þetta er ekki i minni ibúð. — Og ég get fullyrt, að það er heldur ekki i minni, urraði Arm- ingdale. — Þar er áreiðánlega enginn dauður maður. Ég kem þaðan beint, svo að ég hlýt að vita það. Hefðu þau ekki þekkt Arming- dale jafn vel af afspurn og raun var á, hefðu þau getað haldið, að hann væri að gera að gamni sinu. En það afsannaði svipurinn á honum lika. — Þessi mynd, sem þér sáuð... hóf hann mál sitt. — Þessi uppi yfir veggskápnum. Getið þér lýst henni? — Það held ég næstum, sagði Denham I örvæntingu. — Þetta var fremur litil mynd af litilli stúlku, sem renndi augunum út undan sér og á rósir eða einhver blóm. Þetta var málað meö þessu grábrúnu efni... ég held það r kallað sepia. Armingdale glápti á hann. — Þá veit ég, að það er ekki min mynd, sagði hann. — Ég hef aldrei á ævinni átt sepiuteikn- ' ingu. Ef þessi ungi maður hefur satt að mæla er ekki nema um eina ibúð að ræða. Ég held ég verði að taka á mig þá ábyrgð að berja þar að dyrum og... Hann renndi áhyggjufullum augum að dyrunum á ibúð Roberts Conyers frá Daily Globe. En það þurfti ekki að berja að dyrum. Þær opnuðust svo snöggt, að Denham datt i hug, hvort ein- hver hefði verið að kikja á þau gegnum bréfarifuna — og svo kom Conyers þjótandi fram i dyrnar. Þetta var hæglátur, skol- hærður og smávaxinn maður og kom illa heim við hugmyndir Denhams um útlit blaðamanns. Eina skrautiö á honum var marg- breytilega litur fatnaður hans, allt frá skyrtu til hálsbindis, enda þótt fötin væru nú venjulega krumpuð. Hann var alltaf til þén- ustu reiðubúinn og kvikur eins og klukka. En I framkomu hans var einhver hoglát ágengni, sem hefði getað gengið lengra en mátt hefði láta sér detta i hug. Hann kom fram og færði sig i jakkann um leið. — Afsakið, afsakið, afsakið, sagði hann rétt eins og hann vildi friðmælast við þau öll I einu. — Ég gat ekki annaö en heyrt til ykkar, skiljið þið. Gott kvöld, Sir Rufus. Sannleikurinn er sá, að þetta var heldur ekki min ibúð. Nú sem stendur er þar ekki ann- aö skraut en nokkrir fleytifullir öskubakkar og mjólkurflaska. Komiö inn og sjáið, ef þið kærið ykkur um. Nú varð þögn en kviðasvipur kom á Conyers. — En einhvers ibúö hlýtur þetta að vera! hreytti Sir Rufus út úr sér, og vildi ekki hlusta á neina vitleysu. — Það liggur i augum uppi. Heil andskotans setustofa getur ekki horfið upp i reyk á einni svipstundu. Nema — biðið hr. Denham hafi farið úr lyftunni á einhverri annarri hæð. — Ég veit það ekki. Ég kann að hafa... — Og ég skal gjarna játa.... sagði Armingdale, og hikaði, þeg- ar öll litu á hann forvitin. Einræo- isherrann virtist áhyggjufullur — Gott og vel. Sannleikurinn er sá, að ég á i minni ibúð mynd, svip- aða þvi, sem hr. Denham var að lýsa. En það er vitanlega oliu- mynd. Hr. Denham var að tala um einhverja sepiu-teikningu. Þaö er að segja, hafi hann þá nokkuðséð. Er þessi dauði maður raunverulega til? Fullyrðingar Denhams voru rofnar af suði i lyftu á uppleið. En þetta var ekki venjulega lyftan þarna rétt hjá þeim,heldur vöru- lyftan við endann i ganginum. Huröin opnaðist og rimlahurðinni var ýtt frá, og dauðskelft andliðið á næturverðinum kom I ljós. — Herra, sagöi Pearson og ávarpaði Armingdale, rétt eins og hann ætlaði að fara að halda ræðu. Ég er fegin að sjá yöur, herra. Þér segið alltaf, að ef eitt- hvað er að, þá eigum viö að koma beint til yðar en ekki til húsvarö- arins. Nú er ég hræddur um, að hér sé alvara á ferðum. Ég ... sannleikurinn er sá, að ég fann nokkuð hérna i lyftunni. Denham fannst sem þetta „sannleikurinn er sá” elti þau á röndum. Allir virtust komast svona að orði. Hann minntist leik- rits þar sem sagði, að svona segðu menn alltaf þegar þeir væru að ljúga. En honum gafst ekkert tóm til að hugsa um þaö. Þvi aö nú virtust þau hafa fundið þennan dauða mann, sem alltaf var að sleppa út úr höndunum á þeim. Oþekkti maðurinn lá á grúfu úti I horni i lyftunni. Birta ofan úr loftinu skein ágráa linahattinn á honum, og röndina á þykku gler- augunum og oliukápuna. En nú var kápan ekki lengur græn, þvi að nú var hann I henni rétthverfri. Anita, sem hafði gengið til Den- hams, tók i handlegginn á honum. Næturvörðurinn hélt aftur af Rom Evans, þegar hann ætlaði að nálgast. — I yðar sporum mundi ég ekki snerta á honum. Það er þarna blóö. — Hvar? Pearson benti á blett á gráu gólfinu. — Og ef mér ekki skjátl- ast, þá dó hann af stungu i hjart- að. Ég .... ég lyfti honum ofurlitið. En ég sé ekki neins konar hnif, sem hefði getað verið notaður við þetta. — Er þetta maðurinn, sem þér sáuð? spurði Armingdale Den- ham lágt. Denham kinkaði kolli. Eitthvað raunverulegt, sem hægt var að sjá og þreifa á, hafði gefið per- sónu Armingdales einhvern nýjan kraft. —• Nema það... sagði Denham, — að þá var hann I regnkápunni úthverfri. En getur nokkur sagt mér, hvernig á þessu stendur? — Skitt meö regnkápuna, sagöi Anita, rétt við eyrað á honum. — Þú þekkir hann þá ekki, er það, Ron? Þú getur svariö, að þú þekkir hann ekki? Honum hnykkti viö. Hún hafði talað án alls sýnilegt ákafa og svo lágt, að liklega höfðu hin ekki heyrt til hennar. En Denham sem þekkti hana svo vel, vissi, að þaö lá alvara að baki þessarar ytri ró- semi hennar. ósjálfrátt var hún farin aö hrista á honum hand- legginn. Hann var nú lika tekinn að átta sig, þrátt fyrir allan haus- verkinn og var i vafa um þetta allt. — Nei, vitanlega þekki ég hann ekki. Hvers vegna ætti ég það? — Nei, það var ekkert. Suss! — Nú jæja, ég þekki hann, sagöi Robert Conyers. 36 VIKAN 2.TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.