Vikan


Vikan - 10.01.1974, Page 27

Vikan - 10.01.1974, Page 27
Paddington Knglandi var fæð- ingarbær hans. Ævinni liefur liann eytt í Englandi, á Spáni, i Mar- okko, Gibraltar og hann dvelur nú i Bandarikjunum. Ferill hans sem söngvari og lagasmiftur, spannar heil 14 ár. Og á afreka- skránni eru m.a. lögin it never rains in Caliíornia og Free Flectric Hand. Lagið It never rains in Cali- i'ornia var samið i Englandi iyrir þremur árum siðan. bað helur verið talið hans lyrsta lag til að slá i gegn. þó svo hann hafi átt að baki 14 ár i brans- anum og þó nokkur ,,hitt" lög. sem hann samdi i samvinnu við aðra, þegar hann samdi það. Þar ber hæst lagið, sem hann samdi ásamt Mike Haz.lewood fyrir Leapy Lee. Little Arrows. Auk þess sömdu þeir felagar Gimme Dat Thing fyrir Pipkins og Good Morning Freedom fyrir hljóm- sveitína Blue Mink. En það er lagið It never rains in California, sem er upphafið að ferli Albert Hammonds, eftir að hann fór að reyna fyrir sér einn á báti. Næsta lag hans til að ná sambærilegum vinsældum varð svo Free Electric Band, en það söng hann sjálfur inn á hljóm- plötu á s.l. ári, og ætti að vera flestum i fersku minni. En hver er þessi Albert Hammond? Af til- viljun rakst ég á viðtal við Albert Hammond i ensku vikuriti nýlega og fara hér á eftir nokkrar glefsur úr því. ,,Ég vil taka það fram, að ég er alþjóðahyggjumaður. Ég lit ekki á sjálfan mig sem Englending, frekar en Gíbraltarbúa, Spán- verja eða jafnvel Amerikana. Ég er bara Albert Hammond, mann- vera.” Þetta segir Albert um sjálfan sig, en hann er það sem við tslendingar köllum allra þjóða kvikindi, — i eintölu. Hann er fæddur i Englandi, alinn upp á Spáni, bjó í Marokko um tima, flutti siðan aftur til Englands-og gerðist siðan innflytjandi til Bandarikjanna fyrir rúmum tveimur árum siðan. Hann býr nú i Californiu og er ekki ann- að hægt að segja, en hann sé á grænni grein þar suður frá. En áður en hann fór að semja á eigin spýtur, reit hann tónlist fyr- rlJRUFRÆÐITÍMA ir aðra listamenn, eins og minnst var á hér að framan. Það var á timum hinnar raunverulegu kúlu- tyggjótónlistar, sem Pipkins og lagið þeirra Gimme Dat Thing, voru svo sannarlega verðugir fulltrúar fyrir. Um þetta hafði Al- bert Hammond að segja: „Við fengum okkur fullsadda af þessari kúlutyggjótónlist. Það var orðið þannig með okkur, að i hvert sinn sem við komum upp með eitthvert lag, sem okkur fannst virkilega varið i, þá var eins og enginn vildi hafa afskipti af þvi. Það voru hin lögin, sem gáfu arðinn. Svo ég ákvað að hætta öllu samstarfi og flytja til Bandarikjanna.” En þegar til Bandarikjanna kom, hvað tók þá við? Al- bert Hammond lýsti þessu þannig , i áðurnefndu viðtali. „Ég fann fljott út, að öll min vinna i Englandi, öll lögin sem slegið höfðu i gegn þar, skiptu Kanana akkúrat engu máli. Ég var gjör- samlega óþekktur og varð að byrja næstum á botninum og vinna mig upp. Það tók mig næst- um ár að ná i plötusamning og liklega hef ég verið * ótrúlega heppinn. Fyrirtækið heil/r Mums records.” Þegar Albert var kominn á samning loksins, leið löng stund þar til hann átti lag á vinsælda- lista. Það fyrsta hét Down by the River, en næsta var It never rains in California, og þar með var framtið hans borgið. Söngferill Alberts byrjaði á ' Spáni, þegar hann var fimmtán ára gamall. Hann er nú 29 ára. A Spáni, hlaut hann nokkrar gull- plötur fyrir spánskar útgáfur af lögum, sem þegar höfðu slegið i . gegn i Englandi eða annars stað- ar. Það var árið 1959. 1 þessu viðtali sagði Albert einnig m.a„ að hann ætti dálitið erfitt með að meðtaka það, að hann væri orðinn vinsæll og dáður lagasmiður. „Ég er raunverulega r ósköp venjulegur söngvari”, seg- ir hann sjálfur. „Ég verð væntan- lega gleymdur og grafinn, sem söngvari einhvern tima á næsta ári. Það er eins með söngvara eins og David Cassidy og Os- monds. Þeir hafa áunnið sér sess i sögunni, sem ágætir söngvarar, en eftir nokkur ár verða þeir gleymdir. Það er lagasmiðir eins og David Bowie, John Lennon og Elton John, sem ekki gleymast. Fólk man eftir þeim þó árin liði. — Ég vona að einhver geti ein,- hvern tima sagt þetta sama um mig.” Og hver veit nema við get- um það nú þegar. trommuleikara. Mannáskipti i þessi tvö sæti hala verið tið og oft hafa þeir Finnbogi og Hrólfur leikið með hljómsveitinni sem gestir, þegar hun hefur verið i einhverju millibilsástandi. Þegar þessi pistill er skrifaður, er byrjuð að æfa saman ein útgáf- an enn af hljómsveitinni. Eftir sem áður eru það nýr bassaleik- ari og nýr trommuleikari, sem verið er að æfa inn i hljómsveit- ina. Þeir léku báðir með sömu hljómsveitinni áður, Námfúsu Fjólu, en þeirri hljómsveit var fyrir breytingarnar spáð bjartri framtið. Þeir heita Ágúst Birgis- son (bassi) og Ólafur Kolbeinsson (trommur i.Fyrir i hljómsveitinni eru þeir Ólafur Jónsson (orgel), var áður i Jeremias, Skúli Björnsson (gitar), áður i Jere- mias, og Þorsteinn Þorsteinsson (söngur), en hann var áður i hljómsvéitunum Trix og Jere- mias. Hvernig hljómsveitin kemur til að verða eftir þessar siðustu breytingar, er ekki nokkur vegur að segja um, en fyrir breyting- arnar gafst tækifæri til þess að hlýða á hljómsveitina nokkrum sinnum. Þá voru i henni þeir Sig- urður Björgvinsson (bassa) og Már Elisson (trommur). Þá skorti mikið á, að „sánd” hljom- sveitarinnar væri eins og best væri á kosið. Það, sem inn i há- talarasnúrurnar fór, kom örugg- lega ekki út um hinn endann eins og best verður á kosið. Er það ef Framhald á bls. 39 2. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.