Vikan


Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 26

Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 26
Þvi hefur verið huldih fram. ah Suzi Quatro sé svar kvenþjóðar innar við Mick Jagger. Þeir kalla hana litlu dynamit-typuna Ira Detroit. i Englandi þessa dagana, og vist hefur hún haft töluverð á- hrif á þá þarna i Englandi. Mikið hefur verið ritað um kvnþokka hennar á sviði og hennar marg- frægu leðurföt. sem hún kiæðist ætið er hún kemur fram opinber lega. Tónlistin, sem hún flytur er púra rokk og roll og hennar mestu ánægjustundir eru á sviðinu fyrir framan áheyrendur. Suzi er ekki neinn græningi i bransanum. Hún hefur lamið pianó og,trommur frá þvi hún var smákrakki, en hóf ekki að leika á bassa fyrr en hún varð fimmtán ára, en hann er nú hennar aðal- hljoðfæri. Aðalkennari hennar á öll þessi hljóðfæri var faðir henn- ar, en hann var einn af þessum New Orleans hljómlis,tarmönn- um, sem léku lög eins og Won’t You Come Home Bill Bailey, dag- inn út og daginn inn. ,,öll min sviðsframkoma og raunverulega allt, sem ég aðhefst á sviði ér frá honum komið”, seg- ir Suzi. „Faðir minn kom alitaf á þessa fyrstu hljómleika, sem ég hélt, og þegar þeir voru yfirstaðn- ir kom hann til min og sagði mér hvað ég hefði gert vitlaust og hvernig væri betra að gera hlut- ina. Og.ég byrjaði að læra og varð smátt og smátt háð öllu þessu og gerðist atvinnuhljóðfæraleikari. Það er stór munur að vera at- vinnuhljóðfæraleikari eða bara á- húgamaður. T.d. Mick Jagger, einn mesti atvinnusöngvari s.l. 10 ár, þegar hann er á sviði er allt svo professional, hann getur jafn- vel sagt lögregluþjónunum að þeir séu svin, þvi hann gerir það svo elegant. Listamenn eins og Mick Jagger niða allt embættis- mannakerfið, en hann gerir það atvinnumannslega, að þeir geta ekki neglt fyrir það.” Suzi Quatro HRAÐFERÐ... i " ■ ■ -<•_ Diana Koss og Marvin Gaye höfðu sig I það nýlega að syngja inn á litla plötu saman. Ber hún nafnið Youre a special part of me. Jackson Five hafa einnig látið frá sér nýja litla plötu með laginu Get it together. Geordie voru á hljómleika- ferðalagi i Skandinaviu um mán- aðamótin nóvember/desember. Ringo Starrer ekki af baki dott- inn I kvikmyndábransánum. Nú er hann að undirbúa kvikmynd, sem hann mun sjálfur koma fram I, ásamt David Essex, en hann átti lagið Rock On, sem var hvað vinsælast hér fyrir stuttu. Phil Spector, sá margfrægi bitla- plötuframleiðandi, mun hafa yfirumsjón með tónlistinni i kvik- myndinni. T. Rexvoru nýlega á ferðalagi i Ástraliu en fóru þaðan beint i Apple stúdiöið til að ljúka við nýju plötuna sina, Truck on Tyke. Pink Floyd vinna nú að gerð nýrrar L.P. plötu, sem enn hefur ekki hlotið nafn. Phil Lynott, aðalsöngvari og bassaleikari hljómsveitarinnar Thin Lizzy, hefur nú til yfirvegun- PHIL LYNOTT ar ráð lsekna sinna. Það hefur komið I ljós, að hann hefur orðið fyrir miklum heyrnaskemmdum vegna hávaða frá hljómsveitinni. Læknar hafa ráðlagt honum að hætta á stundinni, ella muni hann algjörlega missa heyrnina innan tiðar. En Thin Lizzy og tónlistin er allt hans lif og hann hefur sagt, að ekki muni hann hætta, a.m.k. ekki i bráð. Jimmy McCullocli, sá er yfirgaf hljómsveitina Stone the Crows, snemma á siðasta ári til þess að ganga i hljómsveitina Blue, sem þá var verið að stofna, hefur nú enn á ný hætt. Ætlar hann að stofna sina eigin hljómsveit með f.v. söngvara hljómsveitarinnar Kaktus, Pete Finch. Aðurnefnd hljómplata Blue hefur fengist hérlendis og er rétt að benda á, að þar er um frábæra hljómplötu að ræða. edvard sverrisson 3m niúsík með meiru Og Suzi heldur áfram: „Þegar ég var 18,19 ára kom þunga rokk- ið og allir ruku upp á svið i gömlum gallabuxum og bóm- ullarbolum. Sem betur fer varði það ekki'lengi. Það voru þessar hljomsveitir, sem öpuðu eftir sem fóru i taugarnar á mér. En það er alltaf so og so mikið af þessum kúperingarböndum, sem endast aðeins I eitt ár eða þar um bil. fig reyni hvað ég get til þess að lenda ekki i sömu súpunni.” Suzi Quatro hefur leikið á bassa i rúm 9 ár og hún hefur reynst trú þeirri tegund tónlistar, sem hún var alin upp við, rokkið frá Detroit. Hún leikur aldrei róleg lög, þegar hún kemur fram, að- eins þetta hraða þunga rokk, þvi eins og hún segir sjálf, — ,,ég hef bara ekki samið nógu góð róleg lög hingað til.” Nýjasta lag. Suzi Quatro, sem gefið hefur verið út á litilli plötu, heitir Daytona Demon. Tvö lög hafa áður slegið i gegn með henni og eru þau bæði vel þekkt hér- lendis. — Can the Can og 48 Cash. Hún rekur sina eigin hljómsveit, sem i eru auk hennar, þrir menn. Einn meðlima hennar, Len Tuckey, hefur verið félagi hennar I sambandi við lagasmiðar. Þau semja yfirleitt öll lög sem hljóm* sveitin flytur. Samvinna þeirra hefur þegar gefið af sér þrjú lög, sem slegið hafa i gegn og er ekki útlit fyrir að lát verði á þvi. Arið 1974 virðist þvi vera bjart fyrir Suzi Quatro og leðurfötin hennar. í NÁTl Hljómsveitin Steinblóm hefún verið starfandi i rúmt eitt og hálft ár, en hún var stofnuð þann 17. júni 1972. Miklar breytingar hafa átt sér stað innan hljóm- sveitarinnar alla tið sið- an hún var stofnuð. I fyrstu útgáfu hljómsveitarinnar voru þeir Hrólfur Gunnarsson á trommur og Finnbogi Kjartans- son á bassa. Þeir hættu siðan snemma vors 1973 og siðan þá hefur hljómsveitin verið I stöðug- um vandræðum með bassa- og 26 VIKAN 2. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.