Vikan


Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 43

Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 43
Hvað er það, ungfrú Masters. Hann opnaði ekki augun, en ég l'ann það á rödd hans, að hann var aftur kominn i húsbóndasætið. — Ekkert, herra Lancing, sagði ég og horföi á skýin þjóta fram hjá, eða okkur þjóta fram hjá skýjunum og reyndi að telja sjálfri mér trú um að ég hlakkaði til aö koma heim til London, þar sem nú biði min algert frjálsræði. Ég myndi geta farið i hvaða samkvæmi sem eg óskaði, ég gæti hitt þá menn sem mér þóknaðist. I.i, það var eitthvað sem gerði það að wrkuin. að tárin runnu niöur kinnai minar og ég hirti ekki einu sinm um að þurrka mér. Einhvern dagmn, þegar ég sjálf væri reiðubúin, m\ nd' ég hitta mann, sem væri ekki siður' aðlað- andi eri Kurt Hansen. Hað gat verið að hann yrði ekki gulhæröur og að hann talaði rétta ensku, en ég myndi samt elska hann. Ég fann að tárin urðu æ fleiri og drupu niður af hökunni. — Þér getið hringt til hans frá skrifstofunni á mánudagsmorg- un, sagði herra Lancing og gaut til min augunum. — Ef þér viljið rétta mér skjalatöskuna mina, þá held ég að ég hafi lika einkanúm- er hans. Stundum er gott að hlaupast á brott, ungfrú Masters, en stundum er lika gott að gera það mótsetta. Ég veit hvað ég er að segja, væna min, haldið þér það ekki? Þegar ég rétti honum skjala- töskuna, fannst mér að við svifum á skýjunum til himnarikis. — Jú, herra Lancing, þér hafið á réttu að standa, — standa réttu, eins og Kurt Hansen myndi segja. Hrævareldur Frah. af bls. 9 mig. Hann er ábyggilega eins æstur og ég i að fá mig i þjálfun, og ef hann fær að vita, að ég sé al- varlega illa settur, þá kemur hann ábyggilega mér til hjálpar. Goðsagna hetja i goðsagna- kenndu landslagi! Fyrr eða siðar varð Stuart að horfast i augu við raunveruleikann. Það gat verið að þessi tröllatrú hans væri dálit- ið mér að kenna, ég hafði reynt svo mikið til að vekja hjá honum von og traust. En nú varð hann að skilja, hvernig málum var háttað. Hann varð lika sjálfur að hjálpa tíl, það haföi hann sannarlega ekki gert fram að þessu. Ég lagði báða lófa á virnetið, eins og ég kæmist eitthvað nær honum með þvi. —■ Vinur minn, hlustaðu nú á mig. Þú mátt ekki blekkja sjálfan þig viðvikjandi Julian. Ég held að hann hugsi aldrei til þin. Ég er ekki viss um að Stuart hafi skilið það sem ég sagði. Hann hafði yfirleitt aldrei léö þvi eyra, sem hann kærði sig ekki um að heyra, jafnvel þótt það væri sann- leikur. — Þú getur, að minnsta kosti, reynt að hjálpa mér eftir getu, hélt ég áfram. — Ég hefi nú spurt þig svo oft og þú hefur aldrei svarað mér, hver heldur þú að hafi myrt Margot? Hann lagði hendur sinar hinum megin á virnetið. — Linda, ég veit það ekki. Ég veit bókstaflega ekkert. Eftir þvi sem mér finnst, þá var þetta hörmulegt slys. — Að hjólastóllinn rann svo hratt, að hann skyldi geta brotið grindverkið? Hann hristi höfuðið, hjálpar- vana. — Ég veit hvernig þetta grindverk var, það var mjög traustbyggt. Mér er ómögulegt að skilja hvernig það gat brotnað. En hvernig sem það hefur gerzt, þá veit ég ekkert um það. Þetta hafði hann sagt alveg frá upphafi og ég hafði frá upphafi ekki trúað neinu, sem hann sagði. Ég var svo viss um, að það var eitthvað, sem hann hélt leyndu fyrir mér. En nú kom vörðurinn og sagði að timinn væri búinn, svo ég varð að fara. Ég grátbað hann um að segja mér allt sem hann vissi, en hann yppti aðeins öxlum. Ég gekk út að bilnum minum og ók heim að skiðaskálanum. Þegar ég var búin, að ganga frá bilnum og. hafa fataskipti, var kominn timi til að fara til Grey- stones. Þetta var bjartur dagur. Það hafði ekki snjóað meira og stigurinn var (troðinn niður milli húsanna. Ég bjóst hálf partinn við, að ég myndi hitta Emory Ault þarna á stignum, en hann var alls ekki sjáanlegur. En á beygjunni rakst ég á klettaborg, þar sem Adria sat og hnoðaði snjókúlur. Hún var búin að hnoða nokkuð margar og hafði hlaðið þeim við hlið sér, eins og fallbyssukúlum. Ég nam staðar og sagði bro- sandi. — Eru þetta vopnin þin? — Ef einhver, sem mér likar ekki við, kemur eftir götunni, sagði telpan og endurgalt sannar- lega ekki bros mitt. — Ég er þvi fegin, að þú skildir ekki henda i mig. — Ég var að velta þvi fyrir mér, hvort ég ætti ekki að gera það. Ég var að biða eftir að þú kæmir. Shan segir að þú sért að snuðra. Er það rétt? — Ekki frekar en annað fólk. Ég hef áhuga á öllu fólki og ég er ákaflega hrifin af þessu dásam- lega húsi, sem þið búið i. Þarna var ég farin að ljúga, þótt mig heföi mest langað til að vera ein- læg við þetta barn. Ég fór þvi út i aðra sálma, til að leiða huga hennar frá þessu máli. — Ég sá mynd af þér á skið- um, þegar pabbi þinn sýndi mér bókaherbergiði gær. Þú hlýtur að vera nokkuð snjöll skfðakona, þar sem faðir þinn hefur kennt þér. — Ég er nokkuð góð, það er satt, sagði hún og svo stökk hún niöur af klettinum og fylgdist með mér. — Pabbi ætlar að fara með mér á skiði seinna i dag. Hann langar ekki til þess, en hann ætlar samt að gera það. Ég heyrði nú aftur þennan ó- þægilega hljóm I rödd telpunnar, það var eins og hún væri bæði særð og reið. Það var lika eins og hún væri að yfirvega eitthvað i mikilli alvöru. Svo sagði hún: — Vilt þú koma með okkur? — Það þætti mér mjög skemmtilegt, sagði ég og fann að henni hafði eitthvað snúizt hugur. — En ég er ekki sérlega dugleg á skíðum, svo það er eins gott, að þú spyrjir föður þinn fyrst um leyfi til að taka mig með. — Hann segir auðvitað já, hann leyfir mér allt, sem ég bið hann um. Það var einhver tómleika- tónn i rödd hennar, eins og hún vissi, að það væri ekki af ást til hennar, sem faðir hennar dekraði við hana. Skyndilega dró fyrir sólina. Adria hraöaði göngu sinni. — Flýttu þér, sagði hún. — Mér finnst svo andstyggilegt að vera i skóginum, þegar dimmir. Ég er ekki eins og Shan. Ég hraðaði lika göngu minni, svo ég náði henni og notaði nú tækifærið, til að spyrja telpuna. — Hvernig er Shan? — Allt öðruvisi en ég. öðruvisi en allir aðrir. Hún elskar skóginn. A veturna fer hún alls ekki eftir troðningunum, hún fer um allt. — Hvað fannst móður sinni um Shan. -- Henni fannst ekki neitt um Shan, hún skipti sér ekki af henni, nema þegar Shan gerði eitthvað, sem henni likaði ekki. — Þetta er skrýtið, ég á við það,- að búa i sama húsi og einhver, sem maður skiptir sér sér ekki af. Ég held það sé varla mögulegt. — Það var mögulegt fyrir Margot. Rödd telpunnar varð hörkuleg. — Þegar ég var lítil, ég að hún hafi aðeins hugsað um pabba og öll finu hótelin, sem þau gistu á, þar sem hún gat sýnt finu fötin sin. En eftir að Margot slas- aöist i bilslysinu og varð að vera i hjólastól, þá held ég að hún hafi hugsað bara um sig. Shan segir það lika. Svo hugsaði hún lika um að hefna sin á pabba. Þetta voru fullorðinslegar hugsanir fyrir barn, sem ekki var nema átta ára. — Heldurðu i raun og veru, að þetta sé rétt? spurði ég. Hún skokkaði við hlið mér og sparkaði i snjóinn á stignum. Eft- ir andartaks þögn, hristi hún höf- uðið og sagði: — Nei annars, það held ég ekki. Margot hugsaði lika um mig. Það fann ég. En þá var hún ekki reið við mig, eins og hún er alltaf núna. Ég hrökk við og sneri mér að telpunni. Hún starði fram fyrir sig, hafði ekki tekið eftir við- brigðum minum og talaði frekar við sjálfa sig. — Nú er hún auðvitaö fjúkandi vond, vegna þess að hún veit hvað ég gerði. — Ef hún veit eitthvað nú, það er. ef það er eitthvað að vita, þá er hún ábyggilega miklu skiln- ingsbetri núna. Ég held þú þurfir ekki að hafa áhyggjur. Rödd telpunnar varð nú skræk. — Shan segir að dáið fólk geti komið aftur. Sérstaklega þeir sem deyja af slysförum. Hún seg- ir að Cinnabar... Hún þagnaði, eins og henni væri ljóst, að hún hefði sagt of mikið og hún flýtti sér á undan mér. Það var eins og hún væri aö forðast mig. Mér var nú ljóst hvers vegan Julian hafði áhyggjur af áhrifum Shans á barnið. — Cinnabar kom i heimsókn til min i gærkvöldi, sagði ég. Hún snerist i hring á götunni. — Gerði hún það. Hvernig hagaði hún sér? Nú fyrst skildi ég hvers vegna hún kvenkenndi köttinn og ég hefði getað lamið Shan, fyrir að 'koma þessum hugmyndum um endurholdgun inn hjá svona ungu barni. — Kötturinn var i rúminu mlnu, 2. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.