Vikan


Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 30

Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 30
Vnlga Tæpast er hægt að kalla Volgu fljót, þó að hefð sé komin á að gera það. Hún er keðja vatnsfalla og stöðuvatna, sem viöa eru svo viðáttumikil, að ekki sést til lands. Volga er mikil orkulind. Uppistöðulónin við stiflurnar i henni sjá borgunum og iðnaðinum á bökkum hennar fyrir nauðsynlegri orku. Volga kemur upp i Waldai-hæðunum i Mið- Itússlandi og fellur i Kaspihaf. Þverár henn- ar og skipaskurðir tengja Leningrad og Eystrasalt við Moskvu, Rostov við Don og Svartahafið. Það væri sem sé hægt að sigla á vélbáti frá Hamborg eða Passau til Moskvu og Astrachan. Rússar segja: Volga er góður farkostur. Það þýöir að hún ber mikið og liggur i allar áttir. Það var þýðingarmikið, áður en járn- brautir, bifreiðar og flugvélar komu til sög- unnar. Og það hefur enn mikið að segja. Vatnaleiðin er enn ódýrasta flutningaleiðin. A veturna, þegar fljótaskipin liggja við fest- ar, er hægt að aka þungum vöruflutningabif- reiðum beint af augum eftir isnum. Volga var þjóðbraut á þeim fjórum öldum, sem Stórfurstadæmið Moskva varð að rússn- eska stórveldinu. Á bökkum hennar vann Stalin endanlegan sigur i baráttunni milli hvitliða og rauðliða. Á bökkum hennar stöðv- aðist sókn þýzka hersins árið 1943. Rússar segja ána heilaga og kalla hana Móður. Nafngiftin hefur við rök að styðjast. Hún nærir borgirnar og iðnaðinn á bökkum sinum. Hún sér bændunum og fiskimönnun- um fyrir lifsviðurværi. Og hún blæs skáldum, tónlistarmönnum og málurum i brjóst hug- myndum og stefum, sem verða að ódauðleg- um listaverkum. Volga hefur fleiri hliðar. Siðdegis einn haustdag gulnar himinninn og hópar svartra fugla koma fljúgandi utan yfir fljótið og leita skjóls i sefinu á bakkanum. Um kvöldið teygja eldslogarnir sig til himins frá stepp- unum austan árinnar. Um nóttina lýsti tungl- ið grannvöxnu fólki yfir ána. Um morguninn gekk löng röð kúa upp brattann vesturbakka Volgu. Júgrin voru úttroðin og það þurfti að mjólka þær. Það var orðið myrkt af nóttu, þegar við komum að ánni og skipið, sem við áttum að stiga um borð i, speglaðist i Volgu. Skipið var fallegt og á hlið þess var letrað nafnið Jurij Dolgorukij með fallega mótuðum messing- stöfum. Skipið var hvitmálað og þvi var vel við haldið og frá þvi stafaði ótal ljósum fyrir dökkan hafnargarðinn i Volgagrad, sem áður hét Stalingrad, en þangað flugum við frá Moskvu. útskornir gluggakarmar á gömlu rússnesku timburhúsi. ! : ... r y iulu 0 Bryggia viö Volgu. Þegar farþega- skipin leggja að og frá, streymir mikill mannfjöldi niður á bryggj- una, bæði þeir, sem erindi eiga og hinir, sem fara fyrir forvitni sakir. I borginni Volgagrad, þar sem þessi mynd er tekin, búa um 800.000 manns, en það er svipaður f jöldi og lét lifið i orrustunni um hana i siðari heimsstyrjöldinni. Á markaðstorginu í Volgagrad mega bændurnir selja uppskeru sina sjálfir. Verðið er nokkru hærra en i almennum verzlunum, en vöru- úrvalið er meira. ^ Þessi skógarverkamaður eldar súpu handa vinnufélögum sínum og heggur um leið í eldinn. Nýtizkulegt skip á ferð milli Volgagrad og Balakovo. 30 VIKAN 2. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.