Vikan


Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 31

Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 31
Jurij Dolgorukij var furstinn, sem stofnaði Moskvu, eða réttara sagt, skrifaði plaggið. Árið 1147-stóð óþekkt býli á hæðinni. þar sem Kreml gnæfir" nú. Dolgorukij bauð Svjato slav stórfursta af Novogorod þangaö til veizlu. Þar var mikið um dýrðir. Svjatoslav hafði i för með sér fjögur hundruð striðs- manna og hver þeirra hafði eina stúlkukind sér til skemmtunar. Sá var háttur Novogord- ara. Jurij Dolgorukij lagði i þessari veizlu grundvöllinn að borginni, sem nú búa sjö milljónir manna i. Skip eru undarleg. Sum þeirra getur maður aldrei fellt sig við, en öðrum kann maður vel frá þeirri stundu, sem maður stigur um borð i þau. Þannig var það með Jurij Dolgorukij. Skipið var smiðað i Wismar og var hleypt af stokkunum árið 1960. Það er 96 metra langt og 14,3 metrar á breidd. Það tekur 339 far- þega og á þvi er 66 manna áhöfn. Farþegar á fyrsta farrými höfðu til um- ráða eins og tveggja koju klefa. Þeir mötuð- ust ofan þilja og sáu yfir ána úr borðsalnum. Flestir farþeganna bjuggu þó i tveggja til fjögurra manna klefum og mötuðust i borðsal undir þiljum. Maturinn var hinn sami i báð- um matsölunum. Þrjár máltiðir á dag, um hádegi og á kvöldin var fjórréttað og fimar og aðlaðandi stúlkur þjónuðu til borðs. Þær nutu þess að bera fram dæmigerða rússneska rétti: Borschtsch, soljanka og blinis. Þessir réttir eru matreiddir á pönnum og með þeim er borið mikið af kaviar. Farþegarnir voru á aldrinum frá átján ára til sjötiu og niu ára og höfðu aðeins tvennt sameiginlegt. Þeir voru allir frá Vestur- Þýzkalandi og ferðuðust með það i huga að sjá sem mest og vita sem flest. Um kvöldið, þegar viðarbryggjurnar i Volgagrad voru horfnar i móðu, sátum við og drukkum egypzkan bjór. Við veltum þvi fyrir okkur, hvers vegna Rússar flyttu inn bjór frá Kairó og sögðum hvert öðru hver tilgangur ferðalagsins væri. Það kom i ljós, að gömul kona ætlaði að sjá Kasan, af þvi að þar fædd- ist Schaljapin, sumir ætluðu að skoða hús for- eldra Lenins i Uljanovsk, aðrir vildu kynnast af eigin raun sögusviðinu i sögum Gorkis. Einni stúlkunni var kalt af þvi að hún var i allt of þunnri blússu. Hún hafði með sér rússneskar ljóðabækur þegar hún las ljóðin, leit hún við og við til himins og horfði á skýja- farið yfir móðunni miklu. öllum var ljóst, að ekki var hægt að ferðast um þetta land án þess að verða fyrir sterkum áhrifum af þvi. Hér sveif ekki aðeins ljóð- rænn andi yfir, heldur stóðu staðreyndirnar á bökkum árinnar, svo að þær gátu ekki farið framhjá neinum. Fyrsta daginn i Volgagrad sáum við minnismerkið „Móður ættjörð”, se.m gnæfir yfir óteljandi striðsmenn með sveróið i hend- inni. t nánd við styttuna voru tvenns konar Þjóð- verjar, annars vegar friðsamir ferðamenn og hins vegar 146.300 nafnlausir hermenn, sem féllu i orrustunni um Stalingrad og eru austur þar kallaöir Hitlersvillimennirnir. Þessi staður, þar sem hrun þriðja rikisins hoist og Sovétrikin stigu fyrsta skrefið til að verða heimsveldi, er helgur dómur þjóðar- innar. Allir bera virðingu fyrir honum. En þó gerirefinnum gildi steinmynda vart við sig, hvað varðar að svipta grimunni af fánýtri styrjalda. Það er enn erfitt fyrir þjóðirnar að komast i snertingu hver við aðra, eins og var fyrir Þjóðverjana og Rússana, sem féllu i orrust- unni um Stalingrad. Við lögðum blómsveigi okkar i minningu um fallna hermenn, bæði rússneska og þýzka. Og þarna stóðu afkom- endur beggja hlið við hlið og hugleiddu hvort staður sem þessi ætti ekki fremur að vera tákn sameiningar en sundrungar. Framhald á bls. 47 2. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.