Vikan


Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 42

Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 42
Fyrst verö ég aö ná i gúmmi hanzkana mina, svo aö ég stingi mig ekki á þyrnum rósanna!' W~ Finter, Litiö snoturt T FLÝTUM ^gatá botninm/\OKKUR! £ Fáeinir Rolio pollo . droparaf,—'( er a& koma! [ bleki. lika verið að ég væri frjálsleg i framkomu við hann, vegna þess að samband okkar var ekki bind- andi. bað var gott að vera öllum óháð. Kaupmannahöfn var lika dásamleg borg. „Aðal mismunurinn á útflutn- ingi okkar og danska markaðin- um...” las ég og herra Lancing hélt áfram að lesa mér fyrir, en niðri á torginu var hópur ferða- manna að taka myndir af bygg- ingum og minnismerkjum. Kurt var hrifinn af hárgreiðsl- unni og sagði það við mig, þegar við vorum sezt við hornborð á litlu veitingahúsi við höfnina. — bú hefur táknrænan enskan svip, sagði hann, en ég sagði hon- um að móðir min væri skozk og faðir minn frá Kanada. Hann stakk upp á þvi, að við byrjuðum á súrsild og sagði mér að borðið, sem við sátum við.væri smíðað úr þilfarsviði úr skipi, sem hafði leg- ið á hafsbotni i meira en hundrað ár. Ég strauk fágað timbrið. — bað er synd, að herra Lancing gat ekki komið með okkur, sagði ég og Kurt lyfti glasi sinu brosandi. — bér finnst þá ekki eins og mér, að hann hefði þá orðið eins og brómber i framan? — Stikkilsber, sagði ég hlæj- andi. — Ég veit ekki hvort þú ruglarsvona orðunun viljandi eða ekki. — Ég veit þetta, en það er svo gaman að sjá þig hlæja. bú snýrð upp á nefið eins og kanina og þér vöknar um augun. — Ó, Kurt, sagði ég. — betta eru nú þeir mestu gullhamrar, sem ég hefi fengið fram að þessu. Og áður en varði var ég farin að segja honum hitt og þetta um Larry, sem sló mér aldrei gull- hamra, en kom mér alltaf til að hafa það á tilfinningunni, aö ég væri ósköp tilkomulitil. bjónninn setti nú fyrir okkur einhvern veiðidýrarétt og þegar hann var farinn, sagði ég. — Ég ersammála móðurþinni, þú þarft að kvænast. Er ekki einhver dönsk stúlka, sem þú gætir gert mjög hamingjusama? — Ég hefi leitað, sagði Kurt, grafalvarlegur. — Ég er búinn að eyða i það mörgum dýrmætum árum, en aldrei fundið neina, sem fitjar upp á nefið yfir fyndni minni. — bað getur verið aö þú sért ekkert fyndinn á dönsku, sagði ég og hann sagði að þetta gæti meira en verið. « Og þegar kaffið kom og með þvi pinulitlar smákökur, sagði hann að honum fyndist hann hafa þekkt mig öll sin æviár, en ekki einn dag. — Mér finnst það lika, sagði ég, án þess að skipta mér af málfræð- inni hans. bað var aðeins spölkorn að ganga til konungshallarinnar Amalienborg. Við stóðum á miðju torginu og Kurt benti mér á litla gula húsiö, þar sem Alexandra drottning fæddist. — bað er ákaflega eðlilegt að konungshjónin skuli búa svona nálægt höfninni. Konungsfjöl- skyldan situr ekki alltaf á rúm- stokknum, sagði hann. — Ó, Kurt, þú átt ekki þinn lika... Ég bið þess i ofvæni, hvað þú segir næst. Hann vafði mig skyndilega örmum og i skugga styttunnar af Friðriki konungi fimmta, renndi hann fingrunum undir höku mina og kyssti mig, bliðlega, en samt svo fast, að ég hefði fallið um koll, ef ég hefði ekki haldið mér i hann. f— Ég held ég sé orðinn ástfang- inh af þér, Fran, sagði hann blfö- lega. — Móðir min myndi veröa glöð, ef hún sæi til min núna. Ég horfði á hann og hjartaö tók kipp. Ég hafði sannarlega ekki búizt við þessu. — Ég verð að flýta mér til hótelsins, sagðí ég. — Alveg nú á stundinni. bú hefðir ekki átt að segja þetta. Ég vildi að þú hefðir ekki sagt þetta. Svipur hans stirðnaði af sárs- auka, hann lét hendur falla og gekk i áttina aö bilnum, leiddi mig ekki eins og áður og rétti mér aðeins höndina, þegar ég hrasaði um götustein. Ég þakkaði honum fyrir skemmtilegt kvöld, þegar viö komum að hótelinu. Hann sagðist ekki geta skiliö svona viö mig, hann myndi hringja til min eða skrifa mér, en ég sagði að það væri betra að hann gerði það ekki. begar ég var aö hátta, reyndi ég að fullvissa sjálfa mig um, að ég myndi fljótlega gleyma hon- um, gleyma þvi hve stoltur og há- vaxinn hann var, gleyma töfrandi brosi hans og að viku liðinni yrði hann aðeins skemmtileg minning. betta var samt ekki sann- gjarnt, sagði ég barnalega viö sjálfa mig. Ég vissi nú, hve auð- velt var að gleyma, hve þetta var allt einfalt. Ég ætlaði ekki að kalla yfir mig annað vandamálið og láta mig fara að dreyma um annan mann. Næsta morgun var það herra Lancing, sem kastaði sér yfir morgunveröinn eins og hungrað- ur úlfur. bað lá við að mér yrði flökurt, þegar ég sá hann smyrja vinarbrauðið meö smjöri. Ahugalaus að venju, spurði hann ekki einu sinni hvernig ég hefði skemmt mér kvöldiö áður, en þegar leigubillinn okkar tók af stað frá hótelinu, sagði hann: — Er þetta ekki Kurt Hansen, sem æðir þarna inn á hótelið? Ég var stolt af þvi hve ve) mér tókst að hafa vald á rödd minni. — bað er að visu gult hár, en það eru margir Danir með þann háralit. Svo sneri ég mér við og sat, steinrunnin á svip, meöan okkur var ekið til flugvallarins. begar við vorum komin á loft og herra Lancing var búinn að losa af sér öryggisólina, kom hann mér á óvart með þvi að segja: — Ég kynntist konunni minni á striösárunum, ungfrú Masters. Við giftum okkur eftir mánaðar kynni. Ég var aðeins tuttugu og þriggja ára og hafði ekkert að byggja á. baö hafði enginn i þá daga. En daginn eftir að viö hitt- umst, hringdi ég til hennar og bað hana að giftast mér og ég hefi aldrei séð eftir þvi, ekki eina min- útu i öll þessi þrjátiu ár, sem við höfum búið i hjónabandi. bað var Kurt Hansen, sem hljóp þarna inn i hótelið, var það ekki? begar hann haföi bunað þessu öllu út úr sér, hallaði hann sér aft- ur á bak, krosslagði hendurnar á maganum og virtist sofna strax. bað var eitthvaö sem snerti mig, það að hann sat þarna við hlið mér, i tandurhreinni hvitri skyrtu, hárið, sem var farið aö þynnast, sléttgreitt, allt þetta minnit mig á fööur minn og mér til skelfingar fann ég að tárin brutust fram. — Herra Lancing. Sofið þér? — Já, sagði hann fastmæltur. — 42 VIKAN 2.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.