Vikan


Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 35

Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 35
/,Ég er önnum kafinn að eðlisfari" Framh. af bls. 21 — Blaðamennskan á talsverð i- tök i þér? — Ég kann vel við hana, maður kynnist svo mörgu. Fólk er yfir- leitt mjög jákvætt gagnvart blaðamönnum, og það er alltaf gaman að kynnast jákvæðu fólki. Nú, það er skylda sem fylgir starfinu að fylgjast mjög vel með og setja sig inn i hin aðskiljanleg- ustu mál, sem að sjálfsögðu vikk- ar sjóndeildarhringinn. Einnig býöurstarfið upp á ferðalög, bæði innan lands og utan. Ég fór til dæmis i mjög áriægjulega reisu i sumar norður um land á vegum blaðsins. Það var meðal annars alveg stórkostlegt að koma til Siglufjarðar og sjá þessa Klon- dyke tslands. Ég er of ungur til að hafa kynnzt nokkuð sildarævin- týrinu, en ég sá þetta allt saman fyrir mér. — Nú, þegar ég var búinn að skila afrakstri norðurferðarinnar i sumar, þá tók ég til við lesturinn og tók tilskilin próf i haust. Mein- ingin er svo að reyna að halda sig að þessu og ljúka náminu á rétt- um tima. — Hvað kom til, að þú gerðist sjónvarpsþulur? — Það var nú hálfgerð tilviljun. Ég var þarna niðri i sjónvarpi i .. fyrravetur vegna upptöku á þætti Orators, „Réttur er settur”, þar sem ég fór með hlutverk kokkál- aðs eiginmanns. Ég varð þá var við, að verið var að prófa fólk, bæði við fréttalestur og kynning- ar, og ég fékk að reyna. Ég var nú með fréttalestur i huga, en mér likar þetta vel. Það er ljómandi fólk þarna i sjónvarpinu, m.a. nokkrir góðir taflmenn, svo að það er alltaf hægt að tefla milli kynninga. — Þú viröist kunna vel við þig á skjánum, varstu ekki einu sinni ó- styrkur til að byrja með? — Ja hérna, ég er alltaf taugaó- styrkur, enda held ég, að maður verði að vera það. Þetta er algjört sekúnduspursmál, og maður má ekki slaka neitt á. — Þegar ég var að leita aö þér eina ferðina, þá var mér visað á þig i sjónvarpinu, og þá var það fyrir hádegi. Ekki hefurðu verið að æfa þig i þularstarfinu þá? — Nei, þá var verið að taka upp áramótaskaupiö, Flosi plataði mig út i einhverja vitleysu þar. Svo förum við fljótlega að taka upp einn af þessum Oratorsþátt- um, sem við erum að undirbúa þessa dagana, svo að maður er að verða heimilisfastur þarna. — Gætirðu kannski hugsað þér að vinna frekar við sjónvarp, t.d. i fréttum eöa viö gerð þátta? — Já, ég gæti vel hugsað mér' hvort tveggja. Þaö er svo bless- unarlega margt, sem ég get hugs- að mér aö gera i lifinu. Ég ætla að visu að ljúka lögfræðináminu og jafnvel fara út og læra meira, ef tækifæri gefst til, en það er ekki endilega þar með sagt, að fram- tiöarstarfið verði bein afleiðing af laganáminu. Það kemur svo margt til greina, og eins og er læt ég hverjum degi nægja sina þján- ingu. — Þingfréttaskrif eru meðal þess, sem þú hefur á þinni könnu núna. Hefurðu mikinn áhuga á stjórnmálum? — Stundum hef ég það, áhuginn kemur svona i gusum. En stjórn- málamaður vildi ég ekki vera, a.m.k. ekki þingmaður. Mikið skelfing finnst mér þetta litið spennandi hjá þeim, þeir eru svo rigbundnir sinu starfi og sinum kjósendum, mega sig hvergi hreyfa af ótta við atkvæðin og al- menningsálitið. Þetta er eins og stifasta hjónaband, og ég er litið hrifinn af hjónaböndum. — Hvers vegna? — Ég hef það á tilfinningunni að mörg hjónabönd séu grundvölluð á algjörlega röngum forsendum. Mjög margir krakkar leiðast náttúrulega út i þetta vegna væntanlegs barns, sem aldrei átti að verða til. Og margir nota lika hjónaband sem ástæðu til þess að komast að heiman og skapa sér sjálfstæða tilveru. Svo vaknar þetta unga fólk upp af vondum draumi, hjónabandið bindur það miklu meira en foreldrarnir, og kannski eiga hjónin alls ekki saman.Það er a.m.k. litil skyn- semi i öllum þessum hjónaskiln- uðum. Mér finnst til dæmis raun- hæf sambúð ungs fólks ætti að vera skilyrðislaus undanfari þess, að fólk stofni til þess réttar- sambands, sem hjónaband er. Auk þess finnst mér þessi fjöl skyldupólitik löggjafans, þ.e. að reyna að ýta undir stofnun hjú- skapar hjá fólki með ýmsum ráð- um, ekki eiga lengur rétt á sér. Fólk i nútima þjóðfélagi litur á sjálft sig sem einstaklinga. Fall- eg orð prestsins eða misjafnlega vel hugsuð heit eiga ekki að vera grundvöllur að skattaivilnun eða stofnun erfðaréttar milli maka. Sambúð fólks i t.d. 3 ár væri að minu mati mun eðlilegri grund- völlur. — Ég þykist skilja á þessu, að þú sert ekkert að hugsa um að segja skilið við piparsveinalifið á næstunni. Það er kannski nær- göngult að spyrja, en fylgir þvi ekki dálitið ónæði að hafa svona aðstöðu, einhleypur ungur maður i ibúð, sem er svona miðsvæðis? — Ég læt það allt vera. Kunn- ingjar minir eru reyndar flestir likt settir og ég, en ég neita þvi ekki, að maður verður stöku sinn- um fyrir ágangi af fólki, sem von- ast eftir gleðskap. — Þú þandir harmónikku i sjón- varpsþætti nýlega, og hér stendur pianó við einn vegginn. Ertu mik- ill músikant? — Ég lýsti nú fyrir þér pianóæf- ingum minum i bernsku, og þær urðu ekki til einskis, þótt ég sé enginn snillingur. Ég spila mest eftir eyranu núna, og það er mér alveg nóg. Svo spila ég stundum á gitar og nikku. Ég hef mjög gam- an af músik, hún er mikill gleði- auki. Það var svolitið gaman að þvi á nýársdag i fyrra, að við fór- um nokkrir kunningjar á Óöal að fá okkur að borða til að fagna þessum timamótum. Mér fannst vanta músik, svo að ég skrapp heim eftir harmónikkunni og fór að spila þarna, og það var mikið sungið og mikið glaðzt. Þetta uppátæki var sem sagt vel séð og varð raunar til þess, að ég var ráðinn til þess að spila á Óðali við og við svona til að halda uppi stemningu meðal gestanna. Ég hafði reyndar fengizt svolitið við að spila á flygilinn i Óðali áður, en fljótlega eftir að ég byrjaði, var staðnum breytt og flyglinum hent út. Hvort það var vegna pianó- leikarans, skal ég láta ósagt. — Það hlýtur að vera mjög gott upp á vinsældirnar að geta spilað á þrenns konar hljóðfæri og hald- ið uppi fjöri. — Það hvarflar óneitanlega stundum að mér, hvort það sé nikkan eða ég sjálfur, sem sótzt er eftir. En maður getur ekki ver- ið að velta vöngum.yfir svoleiðis smámunum, ég hef allt of gaman af lifinu til þess. Og þau orð Gisla Baldurs eru verðugur endir á viðtali við hann, þvi að eftir okkar stuttu kynni hafði ég þaö einmitt sterklega á tilfinningunni, að hann reyndi eft- ir föngum að njóta lifsins — og tækist það. K.H. Mig langar til ad vera stjarna Framh. af bls. 7 ,,Ég var hágrátandi i her- berginu minu, þegar siminn hringdi”, segir hún. ,,Það var Liza, sem sannaði einu sinni enn, að við eigum alltaf hvor aðra að, ef eitthvað bjátar á.” Eitt eiga þær algerlega sameiginlegt: Hvorug þeirra kærir sig um að leika móður þeirra i kvikmynd. Það er ekki langt siðan það komst i hámæli, að Liza Minelli ætlaði að taka að sér hlutverk móður sinnar i kvik- mynd um ævi Judy Garland, sem Vincente Minelli hugðist fram- leiða og stjórna sjálfur. Það tók Lizu nokkra daga að hrekja þennan uppspuna. En Lorna hefur aldrei gefið höggstað á sér. ,,Hvernig getur nokkrum dottið i hug, að við séum svona til- finningasljóar?” segir hún. ,,Við Liza hölum oft talað um þetta okkar á milli, þvi að við vit- um að fólk vill fá að heyra þetta framar öðru. Fólk vill að Liza leiki mömmu, en húri vill það ekki og ég myndi lika neita þvi, ef ein- hver bæði mig um það”. „Hvernig ættum við lika að geta það? Það væri fram úr hófi ósmekklegt. Ég veit að allt myndi fara á annan endann út af kvik- mynd, sem önnur hvor okkar myndi leika mömmu i. En við treystum okkur ekki til að ná með tærnar, þar sem hún hafði hæl- ana. Auk þess höfum við aðra ærna ástæðu. Við myndum taka svo mikið út með henni”. Henni hefur lærzt aö sætta sig við aö hún er alltaf borin saman við móður sina og systur. ,,Ef ég færi út á götu og syngi „Happy Birthday”, myndi fólk samstund- is halda þvi fram, að ég væri að likja eftir mömmu eða Lizu. En ég kæri mig kollótta um það. Þó að henni finnist gaman að rifja upp sælar stundir með móð- ur sinni, þá man hún lika erfiða tima með henni. Hún man ofurvel þá daga, að Judy keypti og keypti án þess að geta borgað og hún man að Judy laumaðist oft út úr hótelum án þess að greiða reikn- inga. Hún man þá daga, að þær töluðust ekki við af þvi að Lorna vildi fara til föður sins i Kali- forniu, en Judy vildi hafa hana hjá sér i Boston. Stundum áttu þær i heiftarleg- um orðasennum út af mönnunum, sem Judy giftist. Eftir að hún fór frá föður Lornu giftist hún fyrst Mark Herron og siðan Mickey Deans. Lorna dregur enga dul á álit sitt á þessum tveimur mönn- um. „Ef við rifumst alvarlega, þá var það út af eiginmönnum henn- ar. Hún gat blátt áfram ekki viðurkennt mistökin, sem hún gerði”. Og Lorna man þessi mistök af- ar vel. „Alvarlega.sta skyssa, sem mamma gerði, var að hún lét fólk alltaf hafa ábata af sér”. „Og fólk er enn að reyna að hagnast á henni, með þvi að skrifa bækur um hana”. „Vissuð þið, að Mickey Deans seldi forlagi bók um móður mina, daginn sem hún var jörðuð? Og aö ég veit um þetta af þvi að ég var með honum”. „Hvernig hann þorði það? Hvernig þorir allt þetta fólk, sem tæpast þekkti hana og þykist svo geta skrifað greinar og bækur um hana?” Hún notar mjög oft þessi orð: „Hvernig dirfast þeir?” Lorna telur efrirgefanleika Judy Garland hafa valdið mestu um sorglegt lifshlaup hennar. „Hún lét fólk alltaf komast upp með að eyðileggja allt fyrir sér”. „Einu sinni bjuggum við á hóteli og þá hringdi maður upp i ibúðina okkar og bauð mömmu hundrað dollara fyrir ekki neitt. Ég skil aldrei, hvernig mömmu datt i hug að trúa honum, en hún sagði: „Komdu upp” við hann. Maðurinn flutti til okkar og lifði á okkar kostnað i þrjá mánuði sam- fleytt, en við sáum aldrei hundrað dollarana”. Mesta vandamál hennar var Ég hef« aldrei þorað aö horfa þarna niður. 2. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.