Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 39
væru til Sviþjóðar. Stúlkurnar
skiljið kannski, hvers vegna Ran-
dolph grunaði eitthvað?
— Nú, hvernig það?
— Af þvi að Evans er litblind-
ur, sagði March ofursti.
— Já, það fór illa, sagði March,
dauflega, — en morðið var frá
fyrstu byrjun verk litblinds
manns. Nú kom vel til mála, að
eitthvert ykkar væri með þann
ágalla. Hvað Sir Rufus snerti, þá
get ég varla hugsað mér fráleit-
ara en litblindan málverkasafn-
ara —helzt væri það þá litblindur
húsaskreytir. Hr. Conyers sýnir
það með litasamsetningunni á
fatnaði sinum, að hann hefur gott
auga fyrir sliku — og á hvorki
konu né skósvein til að velja fyrir
sig liti.
— En Evans? Hann er ekki ein-
asta hálf- heldur al-litblindur. Þið
gáfuð mér góða lýsingu á þvi.
Pearson sendi likið af Randolph
upp i lyftunni. Þegar Evans gekk
að likinu, varaði Pearson hann
við þvi að snerta það, og sagði, að
þarna væri blóð. — Hvar? sagði
þá Evans, enda þótt hann horfði
þarna inn i upplýsta lyftuna, og
rauðan blóðblett á hvitu gimmi-
gólfinu. En rautt á hvaða fleti
sem er, nema grænum eða gul-
um, er gjörsamlega ósýnilegt lit-
blindum manni.
— Og af sömu ástæðu var lika
regnkápu Randolphs snúið við.
Randolph hafði farið úr frakkan-
um og tekið af sér hattinn, þegar
hann kom fyrst inn i ibúðina. Eft-
ir að Evans hafði rekið hann i
gegn meö sjálfskeiðing, færði
hann lfkið aftur i frakkann og
setti á það hattinn. En hann gat
ekki greint sundur gulleita utan-
verðuna og grænu innanverðuna
á saumalausri kapunni.
— Þér hr. Denham. komust inn
i ibúöina yðar með vðar eigin
lykli og það sagði okkur næg
lega til um, hvar ,,tynda herberg-
ið” væri, þar eð engir tveir lyklar
eru eins. Ég held lika, að ungfrú
Bruce hafi alltaf vitað, hvar það
herbergi var. Mér er næst að
halda, að hún hafi séð Randolph
fara inn i ibúðina yðar, og verið
hrædd um. að þér yrðuð bendlað-
ur við morðið.
— Nú, jæja, sagði Anita rólega.
— Aö minnsta kosti sögðuð þct
við likið, að kápan þess væri út-
hverf, og Evans bætti úr þvi áður
en hann stakk likinu inn i lyftuna
Auövitað varð hann að slá yður
niður. En raunverulega ætlaði
hann ekki að gera yður neitt
mein. Svo fór hann út úr húsinu
niður brunastigann og niður i
húsagarðinn. Hann losaði sig við
sviðsbúnaðinn sinn, enda þótt
hann væri svo óvarkár að vera
með peningana og hnifinn á sér.
og þar fannst hvort tveggja þegar
við leituðum á honum. Þegar
hann kom inn aftur, notaði hann
aðallyftuna á venjulegan hátt,
rétt eins og hann væri að koma
frá vinnu. Og honum þótti það
verulega leitt, þegar hann fann
yður enn meðvitundarlausan á
bekknum i ganginum.
Nú varð nokkur þögn en svo
snörlaöi eitthvað i Armingdale.
— En litblinda? Hvað kemur
hún þessu máli við? Hvernig datt
yður fyrst i hug, að morðinginn
væri litblindur?
March ofursti glápti á hann.
Svo hristi hann höfuðið og brosti
meðaumkunarbrosi.
— Eruð þér enn ekki farinn að
skilja það? sagði hann. Þetta var
einmitt mergurinn málsins. Okk-
ur grunaði það af sömu ástæðu og
Randolph grunaði svikin. Ran-
dolph gamli veslingurinn var
enginn listþekkjari. Hann hefði
gleypt hvaða litaklessu sem var
sem ekta Creuze, þennan fræga,
sem hann bjóst við að sjá. En Ev-
ans reiknaði ekki með þvi, sem
jafnvel nærsýnn maður getur haft
vit á, sem sé lit. Þegar hann,
bjáninn sá arna ætlaði að fara að
stæla búnaöinn i ibúð Sir Rufusar
hengdi hann upp mynd sem var
ekkert annað en endurprentun úr
vikublaði
3M Steinblóm
Framh. af bls 27
til vill slæmum mögnurum eða
hátölurum að kenna. Verður von-
andi ráðin bót á þessu þegar nýja
'Steinblomið tekur til starfa.
Lagaval hljómsveitarinnar fyr-
ir breytinguna var alveg ágætt.
mikið af góðum stuðlingum, enda
hefur hljómsveitin Steinbló.n
alltaf verið fyrir að hafa fútt i
hlutunum og hafa þeir áunnið sér
vinsældir á Keflavikurflugvelli
fyrir að geta komið stuði i mann-
skapinn. En það er ekki nóg að
hafa fjörið. Það. sem hefur vant-
að i hljómsveitina Steinblóm. er
kjölfest^ þ.e. siðan þeir Hrólfur
og Finnbogi hættu. Enda hefur
það verið segin saga, að i hvert
sinn sem þessir tveir fyrrverandi
félagar i hljómsveitinni hafa leik-
ið með henni sem gestir, hefur
flutningurinn gjörbreyst. Hvort
þeir ólafur og Agúst úr Námfúsu
Fjólu, verða til þess að skapa
þessa kjölfestu. er eðlilega ekkert
hægt að segja um fyrr en hljóm-
sveitin hefur leik opinberlega á
nýjan leik, sem væntanlega verð-
ur nú einhvern tima um miðjan
janúar. Þvi er bara að biða og sjá
hvað setur.
*
LÍNA
Framhald af bls. 25
— En ég var stolt af henni, þvi
að hún var ekkert uppvæg fyrir
öllum nýjungum, sem uröu á vegi
hennar þennan dag. Og þarna var
heldur enginn, sem bar kennsl á
mig. Það var dásamlegt....
Að fá að vera venjuleg mann-
eskja, þó ekki væri nema einn
dag. Að fá staðizt álagið, sem það
veldur að vera stöðugt umkringd
myndavélum, sem taka myndir
af stúlkunni, sem tókst að verða
Lina langsokkur alls heimsins.
Þess vegna smyglaöi ég
börnum
Framh. al bls. 17
höfðu íaliö mér börn sin. Sú þriðja
var barnshalandi. Ég hafði ekki
þörf fyrir hjálp þeirra og ég hafði
ekki ráð á þvi að greiða þeim
kaup, en hvað gat ég gert. Ekki
gat ég hent þeim út og skilið þær
eftir húsnæðislausar á götunni.
Kg greiddi þeim laun eftir þvi
sem fjárhagurinn leyfði og einni
þeirra hjálpaði ég til að fá sér
ialskar tennur.
f desemberáriö 1972 kom babb i
bátinn. Það var ekki Karin að
kenna, heldur 70 ára gamalli
sænskri konu, Elsu Carlsson, sem
einnig sá um að ættleiða börn til
Sviþjóðar. Dómari, sem hafði
með fararleyfi barnanna að gera,
var mj.ög andvigur þvi að ættleiða
börn til útlanda og hann kom af
stað miklum úlfaþyt, sem leiddi
meðal annars til þess, að um mál-
ið var fjallað i fjölmiðlum.
Karin Bork var stefnt á lög-
reglustöðina til þess að gera grein
fyrir starfsemi sinni. Ekkert
fannst athugavert við hana, þvert
á móti fékk Karin hrós fyrir
framtakssemina.
En i april árið eftir var aftur
larið að fjalla um ættleiðingarn-
ar. Dagblað i Rio hafði komizt yf-
ir bréf frá brasiliskri stúlku, sem
brasilisk hjón ættleiddu fyrir
mörgum árum. Hún sagði frá þvi,
að fósturforeldrarnir hefðu
þvingað hana til að stunda vændi,
þegar hún óx úr grasi. Blaðið hélt
þvi fram, að tilgangurinn væri
hinn sami með börnin, sem send
væru látnar stunda vændi, en pilt-
arnir látnir vinna fyrir smánar-
laun.
— Ég vissi ekki, hvort ég átti
heldur að hlæja eða gráta, segir
Karin, en mér skildist brátt, að ég
gat ekkert gert annað en grátið
yfir þessu, segir Karin. — Dag-
blaðið var rétt komið út, þegar
einn faðirinn hringdi til min og
ætlaði að kúga út úr mér peninga.
1 stað þess að svara honum, fór ég
rakleiðis á lögreglustöðina. Ég
sat og útskýrði málið fyrir lög-
reglumönnunum i fimmtán
klukkustundir samfleytt. Ég £ann
á öllu, að lögreglan var mér ekki
hliðholl lengur. Lögreglumenn-
irnir gerðu sér að visu vel ljóst, að
ég hafði ekki gert neitt rangt. En
þelta hafði verið blasið upp i blöð-
unum, var orðið að „efni”.
Lögreglan reyndi þó að gera
gott úr öllu saman. Lögreglu-
mennirnir komu hver á fætur öðr-
um og lofuðu að hjálpa mér. Ég
skyldi bara hringja til þeirra,
þegar ég kæmi heim og þá skyldu
þeir sjá um að ekkert kæmi fyrir
mig. Ég fékk ellefu slik tilboð
sama daginn. Ég gerði mér ljóst,
hvað ég yrði að gera fyrir slika
„hjálp”. Ég hafði þess vegna
engin önnur ráö, en að leita lög-
fræðings, sem ég kannaðist við.
Hann lofaði að hjalpa mér, ef ég
greiddi honum 8.000 danskar
krónur fyrirfram.
Þá fjárhæð hafði Karin ekki
undir höndum. Lögfræðingurinn
ætlaði að notfæra sér kringum-
stæður hennar.
1 desember haföi Karin sent 8
daga gamlan dreng til Sviþjóðár.
Barnaverndarnefnd sendi móður
2. TBL. VIKAN 39