Vikan


Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 46

Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 46
Vnlga Framh. af bls. 31 Athygli min beindist aö eldri konu, sem gekk niður þrepin á Mamajevhæð, þar sem orrustan um Stalingrad var hvað hörðust og mirinismerkið stendur. Hún var ein sins liðs og fátæklega til fara.. Hún gekk framhjá hópnum án þess að lita upp og grét. Það er merkilegt hvað minnismerki geta breytt um svip i huga manns, þegar maður verður vitni að viðbrögðum lifandi fólks gagnvart þeim. Seint siðdegis, þegar við komum um borð, var fimm manna hljómsveit komin þangað til að skemmta. Þeir léku marsinn „Aljoscha Popwitsch” á meðan skipið lét úr höfn á þessari borg, sem fræg er úr styrjöldinni, og i búa 800.000 manns. Og þar sem við sátum og horfðum um öxl, var okkur færður gómsætur kvöldverður. Fyrst var borinn fram reykt styrja og við fengum sætindi i eftirmat. Það var erfitt að hætta að hugsa um Volga- grad. Morguninn eftir sáum við sólina koma upp, þegar við sigldum inn á Zimlijanskojervatn, sem var stiflað þegar skipaskurðurinn, sem tengir Volgu og Don var opnaður. Túlkarnir fóru að spyrja okkur um skáld og rithöfunda af þessum slóðum. Þeir virtust efast svolitið um að við V-Þjóðverjarnir værum vel að okk- ur i þeim efnum og bjuggust tæpast við meiru en Tolstoi og Puschkin. En okkur tókst að .nefna 27 skáld. Sama varð uppi á teningnum ’um málara og tónlistarmenn og túlkarnir ''undruðust það greinilega. Þeir eru tengiliðir þessa stóra, ókunna lands og fólksins, sem þangað er komið i leit að fróðleik og ánægju. Orfá okkar töluðu rússnesku. Það er eftirtektarvert að Rússar hafa alltaf lagt sig fram um að læra þýzku en ekki öfugt, þó að rússneskar bókmenntir hafa undanfarna áratugi haft sizt minni áhrif heldur en enskar og franskar. Þó er þetta tungumál stærsta rikis Evrópu óviða kennt i skólum. Túlkarnir benda okkur lika á allt, sem markvert er að sjá. Flestir eru þeir stúlkur, sem eru mun betur menntaðar en gerist við- ast hvar annars staðar um leiðsögumenn ferðamanna. Þær kunna allmörg tungumál og hafa staðgóða almenna menntun. Þær hafa fágaða og glaðlega framkomu. Þær taka ábyrgð á hópnum, sem þær eiga að sjá um, og visa veginn gegnum dómkirkjur, matsali, yfir flugvelli og i járnbrautarvagna Nokkrir miðaldra menn reyndu ákaft að kynnast rússnesku túlkunum nánar, en ég held að engum þeirra hafi orðið neitt ágengt. Ekki einu sinni, þegar skipshljómsveitin lék dilfandi valsa á þilfarinu undir fullu tungli. Valsa, sem voru kjörið tækifæri rússneskum sálum til að tjá sig. Valsana dönsuðu farþegarnir, stúlkurnar, sem unnu i eldhúsinu, hásetar og vélamenn un/. of svalt var orðið og hljómsveitin fór með. hljóðfærin inn i matsalinn uppi á þiljum. Þar var rýmt til svo að hægt væri að dansa, en þangað fór áhöfnin af skipinu ekki. Uppi á þiljum var lika hægt að verzla fyrir erlendan gjaldeyri. Þar fékkst Donkampa- vinsflaska á 17 mörk og Vodkaflaska á 24 mörk. Þetta sama vin fékkst fyrir rúblur i verzlun neðan þilja og verðið var sambæri- legt. Þjónar voru ekki að störfum, heldur var sjálfsafgreiösla. Fólk tók flöskuna og glös og siðan hellti hver i sitt glas við borðin. Hægt var að skemmta sér allt kvöldið um borð i skipinu og stundum fengu gestirnir að spreyta sig á að syngja með hijómsveitinni. Tamara konan min reyndi einu sinni að syngja gamla byltingarsöngva og tókst bðrá Konurnar úr þorpi einu á Vestur- bakka Volgu þvo þvottinn í ánni. Þær gera þaö ekki vegna þess, aö skortur sé á þvottaefnum, heldur telja þær þvottinn verða hreinni úr ánni. vel. Gömul hjón sungu þjóðlög að heiman og það var mikil stemmning. Um miðnætti hætti hljómsveitin leik sinum og siðasta Vodkaflaskan var afgreidd á barn- um. Þá tóku við langar samræðustundir i klefunum undir þiljum og þar var oft glatt á hjalla. Stundum hafði einhver ekki lokið við Vodkaflöskuna uppi i salnum og allir fengu að njóta góðs af. Ferðinni var i upphaíi heitið til Rostov við Don, en Don var vatnslitil, svo að við snerum við til suðvesturs og stefndum i áttina að Meyjareyju við Balakovo. Strendur Meyjareyju voru þaktar sólhlif- um s.vo langt sem augað eygði. Oll skemmti- ferðaskip, sem um ána fara, komá þar við og ferðafólkið stendur þar yfirleitt við i tvo daga til þess að sleikja sólskinið. Og siðan er aftur haldið út á viðáttumikið fljótið. Skip af öllum stærðum og gerðum eru þar á ferð og alltaf er eitthvað nýtt að bera fyriraugu. Á bökkum árinnar blasa við kyrr- lát þorp og'þar dorgar fólk með færum eða leggúr net. Hundarnir hafa slegizt i för með eigenduin sinum og liggja i sandinum. Kirkj- ur, moskur og kastalar gnæfa við himin. Schigulifjöllin sáust varla fyrir þokuslæðu, en þau þykja mjög fögur. Bakki árinnar er mjög hár á þeim slóðum, sums staðar allt að fjögur hundruð metrar. Skipið lagðist að litilli bryggju. Við ætluð- um að skoða orkuverið i Schiguli, en þar fyrir utan var ekkert annað en böð i ánni á áætlun- inni. En böð komu ekki til greina, því að kóln- að hafði i veðri. ósk okkar um að fá að sjá dæmigert rússneskt þorp eða rómantiska litla borg var langt frá þvi að rætast. Við lág- um þvi i tvo daga við bryggjuna og höfðum fyrir augunum leirborinn veg sem lá til nokkurra þorpa og biðum eftir að hefja sigl- inguna aftur til Uljanovsk. Við sáum eftir þvi að hafa ekki eytt þess- um tveimur dögum i Uljanovsk, þvi að þar veittisl okkur aðeins timi til að skoða húsið, 46 VIKAN 2.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.