Vikan


Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 6

Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 6
stjarna” Hvað er hægt að gera, ef móðir tnanns er átrúnaðargoð siðustu kynslóðar og systir manns er átrúnaðargoð þeirrar, sem nú lifir? Lorna Luft kann bara eitt svar við þeirri spumingu — að verða stjama sjálf. Vandamál hennar er að komast fram úr skugganum, sem skyggir á hana — skugga móðurinnar Judy Garland og skugga systurinnar Lizu Minelli. Ljóskastararnir beinast að henni, hún breiðir út faðminn — og áhorfendur standa á öndinni. Nýir hæfileikar birtast á sviðinu, hún stendur þarna fyrir framan hljómsveitina. Það er eitthvað aðdáanlega kraftmikið við rödd hennar. Hljóðneminn bregzt, en þrátt fyrir það hljómar rödd hennar eðlilega fyrir leik hljómsveitar- innar. Ahrifin minna óneitanlega á áhrifin, sem tvær aðrar konur, hafa haft á áhorfendur sina. Og það eru gallarnir tveir við Lorna Luft, stúlkuna tvitugu meö stjörnudóminn á sveimi allt i kringum sig. Það tefur fyrir henni, að móðir hennar var Judy Garland. Og þaö gerir henni enn erfiðara fyrir, að hún er hálf- systir Lizu Minelli. Hæfileikar hennar eru tæpast kunnir austan Atlantshafsins og hún á erfitt uppdráttar vestan þess. Ef henni tekst að fá fólk til að gleyma þvi, að hún er dóttir Judy Garland, á sama hátt og Lizu hefur tekizt að láta fólk hætta að tengja nafn sitt móður sinni, þá er hún komin hálfa leiö upp á himininn. Hún verður að sannfæra áhorfendur um, að hún og Liza eigi ekkert sameiginlegt nema hæfileikana. „Þið haldið kannski, að það sé auðveldara af þvi að ég átti fræga móður og jafnvel enn frægari systur,” segir hún. ,,En ég skal segja ykkur eins og er. Það er helmingi erfiðara þess vegna. Auðvitað hefur nafn móður minnar opnað vissar dyr fyrir mér. En ég skal lika bæta þvi við, að þær dyr verður að ganga i gegnum. Og þegar i gegn er komið, er betra aö standa sig, þvi að þá hafa stór nöfn ekkert gildi lengur.” Og hún burðast með tvö stór nöfn, sem gera henni ekkert gott. A einkennilegan hátt hefur frami hennar snúizt i margvislegar ófarir. ,,Allir tala viö mig um Lizu. Hvernig byrjaði hún fyrst aö syngja? Hefur hún hjálpað þér mikið? Hefur hún stutt þig fjár- hagslega? Höfum við sama smekk á karlmönnum? Allir virðast vona, að við reynum að spilla hvor fyrir annarri. Viljið þið fá að vita, hvað ég segi við fólk, sem spyr um svona lagað? Hún er einfáldlega bezti vinur minn. Og ef einhver vill fá stúlku til þess að tala illa um beztu vin- konu sfna, þá ætti sá hinn sami að snúa sér að einhverri annari en mér.” Þrátt fyrir þessar staðhæfingar talar Lorna gjarnan um Lizu systur sina. Hún kallar hana aidrei hálfsystur þó að þær eigi ekki sama föður. Faðir Lizu er Vincente Minelli, sem stjórnaði hinni frægu mynd Judy Garland „Meet Me In St. Louis. Faðir Lornu er Sidney Luft, sem fram- leiddi myndina, sem ber heiti, sem gæti eins verið grafskrift á leiði Judy Garland ,,A Star Is Born”. t þeirri þynd var saga Garland sögð einkar fallega i einum einasta söngtexta ,,I Was Born In A Trunk". Lorna Luft fæddist ekki i kofforti. Hún fæddist eftir að tveir brotnir úlnliðir skildu Judy Garland og MGM — kvikmynda- félagið endanlega aö skiptum, en þetta kvikmyndafélag bæði skapaði hana og eyðilagði. En það batt ekki endi á goðsöguna. Og bæði Lorna og Liza eru afkvæmi ævintyrapersónunnar. Lorna er yngri dóttir Judy Garland og hún hefur ekki enn lagt heiminn að fótum sér. en hún ætlar sér að gera það. Hún er ekki tiltakanlega falleg stúlka. en hún hefur laglegan vöxt og andlit hennar er tjáningarrikt. Hún er ekki i neinum vandræðum með aö svara fyrir sig. „Þið viljið tala um miimmu og þið viljið tala um Lizu”, segir hún. Hún er orðin vön þvi og henni finnst það næstum orðið eins og gamansemi. „Mér finnst dásamlegt að tala um mömmu”. bætir hún við og sé grannt hlustaði eftir, titrar rödd hennar litið eitt og augun glampa, þegar hún minnist móður sinnar. En hún er fljót að ná stjórn á til- finningum sinum aftur. ,,Hún kenndi mér”, segir hún aðdáunarlega blátt áfram,” að treysta aldrei nokkrum manni. Hún kenndi mér að umboðsmenn og annað þess háttar fólk, reyndi alltaf að hagnast á manni og nota mann i sina eigin þágu.” Eitt kenndi Judy Garland ekki dóttur sinni. Hún kenndi henni ekki, hvernig á að horfast i augu við harmleik. „Hvers vegna hefði mamma átt að kenna mér það. ' Hún hugsaði ekki mikið um sorgir. Ég man aldrei eftir þvi að hún hafi verið sorgbitin. Mér ■ fannst hún alltaf vera að reyna að skemmta sér og njóta lifsins.” ,,Og þegar ég rifja upp stundirnar með henni, fæ ég ekki skilið af hverju fólk spyr sumra 6 VIKAN 2. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.