Vikan


Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 20

Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 20
Rætt við Gísla Baldur Garðarsson, sjónvarpsþul V) ÉGER ,,Ég er alltaf taugaóstyrkur, enda held ég að maður verði að vera það”, segir Gisli Baldur. Hér situr hann í þularklefa sjónvarpsins. hún kallað mig til ábyrgðar, og þetta var oft mikil barátta. Það er allt i lagi að gera eitthvað, sem manni er bannað, það getur m.a.s. verið dálitið gaman, en það er allt annað að bera ábyrgð á þvi, sem maður veit innst inni, að er rangt. — Það var lika gaman að þvi, hvernig hún fór að þvi að halda mér að pianónáminu. Ég vildi læra að spila á pianó, en mér fannst hundleiðinlegt að æfa mig, enda er ekki noxkur von til þess, að börn skilji, hvað þarf til þess að ná árangri. Takmarkið er svo fjarlægt. En amma kunni ráð. Hún borgaði. mér kaup fyrir að æfa mig á pianó, og ég var eins og argasta verkalýðsfélag, fór i verkfall, ef mér fannst kaupmátt- urinn hafa minnkað. Ég man, að ég komst mest upp i tikall á tim- ann, og það var gott kaup þá. — Annar ómetanlegur þáttur i lifi minu var árleg sumardvöl á Fagurhólsmýri i öræfasveit. Þar var alveg stórkostlegt að vera, og ég fékk oft að taka vorprófin á undan til þess að komast snemma austur. Ég mátti ekki missa af sauðburðinum, enda var ég fjár- bóndi, átti siðast fimm kindur. Siðasta haustið seldi ég féð mitt i slátur, lagði inn i kaupfélagið og tók út fatnað á mig og fleiri og átti samt eftir 8.700 kr. Mér fannst ég rikur þá. — Ég hafði óskaplega gott af þvi að vera þarna á Fagurhóls- ONNUM KAFINN AÐ EÐLISFARI V Það var ekkert áhlaupaverk að hafa hendur í hári Gfsla Baldurs Garðarsson- ar. Næðist i einhvem kunnugan i síma, var hann ýmist sagður uppi i háskóla að lesa, niðri i sjónvarpi, i þinginu, á Morg- unblaðinu, eða enginn vissi hvar. Það var bara gamla, góða þrjózkan, sem kom i veg fyrir, að ég gæfist upp á þessum elt- ingaleik. Þegar ég loksins náði i hann i sima, sagðist hann vera dálítið upptekinn þessa dagana, þvi að i viðbót við það, sem upp er talið, væri hann að aðstoða stjúpa sinn svolitið við fyrirtæki hans. Ég spurði hann, hvers vegna hann væri i svona mörgu, hvort hann ætti svona bágt með að neita, þegar hann væri beðinn einhvers. —Ætli það sé ekki frekar, að ég sé latur við það, sem ég á að gera. Ann- ars er ég önnum kafinn að eðlisfari, svar- aði GIsli Baldur. En loks kom að þvi, að við sett- umst að skrafi i hans eigin pipar- sveinaibúð að Njálsgötu 5. Ibúðin er litil og ósköp notaleg, þótt um-, ferðargnýrinn að utan sé að visu meiri en þægilegt má teljast. Þetta er lika i miðjum jólaönnum, allir i bænum að erinda fyrir jól- in. Jóladagatal hangir uppi hjá Gisla Baldri, og ég spyr, hvort það sé barn á heimilinu. — Nei, þetta er handa barninu Gisla Baldri, svarar hann með þessum kunnuglega svip af skjánum. Forláta gólflampi vek- ur lika athygli mina, ólikur öðr- um lömpum. — Þennan lampa fékk ég frá konunni i lifi minu, henni ömmu minni. Hún er alveg einstök kona, ég hef aldrei vitað hana segja eða gera neitt rangt, aldrei heyrt hana tala illa um nokkra mann- eskju. Ég ólst að mestu leyti upp hjá ömmu og afa, vegna þess að faðir minn, sem var flugmaður, fórst þegar ég var aðeins þriggja mánaða. Amma hefur áreiðan- lega verið alveg einstakur uppal- andi. Hún hafði þann háttinn á, að hún bannaði mér fátt, eftir að ég var kominn til nokkurs vits. Þegar ég bað einhvers, sagði hún: ,,Já, já, þú ræður þvi auðvit- að, en heldurðu, að þú gerir rétt i þvi? Ja, þú ert auðvitað orðinn svo stór, að þú gerir ekkert, sem þér finnst rangt”. Þar með hafði mýri, maður komst i snertingu við svo marga hluti. Þarna er hafið skammt undan og jökullinn nálægur. Þarna er silungur i hverjum polli, fugl og selur. Þessi sveit á ekki sinn lika. Og þarna eru auðvitað álfar og huldufólk, ég gat alltaf hlustað á sömu sög- urnar aftur og aftur hjá Guðnýju gömlu, og ég kannaði hella og hóla, sem við sögu komu. Það er sérstakur ævintýrablær yfir öllu i öræfasveit. — Heldurðu að ævintýrablærinn dofni ekki með tilkomu hringveg- arins og betra sambands við um- heiminn? — Öræfingar eru einstakt fólk, svo hreint og beint og óspillt. Ég hef ekki trú á, að nokkuð geti haggað þvi. — Þú ert við lögfræðinám núna, er það ekki? —■ Jú, ég tók stúdentspróf við M.R. 1970 og byrjaði þá strax i lögfræðinni. Að visu var ég að stússa i mörgu öðru þann vetur, bæði við kennslu og auk þess tók ég að mér formennsku i listkynn- ingar- og skemmtideild Stúdenta- félags Háskólans. Allt var þetta heldur timafrekt. Ég áttaði mig þó i tima og tókst að ljúka prófi um vorið með óguðlegum lestri á allt of skömmum tima. — Hvar kenndirðu? — Ég kenndi þennan eina vetur við gagnfræðadeild Langholts- 20 VIKAN 2.JBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.