Vikan


Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 5

Vikan - 10.01.1974, Blaðsíða 5
þa5 nefnilega, að ef þeir spyrna á móti, þá eru þeir slegnir meira. Ekki eru nú allir Selfyssingar svona, þvi ég þekki marga á Sel- fossi, og allir eru þeir með minum beztu vinum. Þeir eru alveg eins og börn að rifast, þvi allt eru þetta fermdir unglingar. Seinast þegar við vorum i sundi, þá var strákur sleginn þannig, að ein tönn losnaði. Krakkarnir gera sér ekki grein fyrir þvi, hvað þetta er hættulegt, en ég vona, að þeir reyni að setja sig i spor okkar, sem þurfum að sækja sund upp á Selfoss. Þeir eiga nú ekki sund- laugina. Jæja, þetta er nú orðið ansi langt bréf, en ég vona, að þú birtir það samt. Út af hverju ef.Vikan .ekki tvisvar i viku þvi að sögurn- ar eru svo spennandi? Þin bréfavinkona bardagafikin Naumast þeir eru herskáir á Selfossi. Ég skil það svo, að þið Stokkseyrarkrakkarnir farið i skyldusund upp á Selfoss, og þá hlvtur einhver að eiga að hafa eftirlit mcð ykkur. Geturðu ekki talað þanu aðila, án þess mikiö beri á, og beðiö liann að sjá til þess. að þið láið að vera i friöi? Vikan er vikublað, og vikublöð koina út aðeins einu sinni i viku bv erri. Vilja fara með góðu Elskulegi Pöstur! Við erum hérna tvær stelpur, og okkur langar til að leita til þin með vandamál okkar (það er þetta venjulega). Þannig er mál með v.exti, að við höfum hugsað okkur að fara að heiman, um leið og su yngri okkar verður 16 ára. Hún (þessi yngri) hefur aðeins minnzt á þetta við foreldra sina. Pabbi hennar sagði þá, að hann mvndi halda henni, hvort sem hún vildi eða ekki, ogláta dæma af henni sjállræðið. Nú spyrjum við þig, getur hann það? Er það hægt, nema hún sé einhver asni eða eitthvað andlega bilúð og algjörlega ófær um að sjá um sig sjálf? Við viljum fara með góðu, en ef það er ekki hægt, verðum við að nota hina aðferð- ina, ekki satt? Heyrðu, svo viljum við helzt ekki heyra, að við séum of ungar. En ef þú getur ekki stillt þig, reyndu þá að muna, að það sakar ekki að reyna. (Afsakið dóna- skapinn). Við ætlum að þakka þér fyrir- fram fyrir birtinguna og vonum, að þetta bréf fari ekki sömu leið og hin þrjú, sem við höfum sent þér. Hvernig er skriítin, og hvað lestu úr henni? Hvernig eiga ljón- ið og Krabbinn saman, en ljónið og l'iskurinn? Ljónin eru strákar, en liitt þá stelpur. Vertu sæll. Biðjum að heilsaþér og þinum nánustu, bæöi heima og á Vikunni. Bless!!! Angie og Lola Enginn lögspekingur er ég, en niér finnst það liggja i augum upp, að enginn getur látið dæma sjálfræði af annarri manneskju, nema gildar ástæður komi til. Hitt er annað mál, að mér finnst þið of ungar til þess að fara að standa á eigin fótum, hvort sem þið viljið heyra það eða ekki. Þó er erfitt að gerast dómari i þessu máli, þið getið ekkert um heim- ilisástæður eða hvers vegna þiö viljið fara að heiman. Sé ekki um neinar óeðlilegar þvinganir að ræða heimafyrir, þá er ykkur hollara og öruggara að búa heima hjá ykkur i svona 1—2 ár i viðbót a.m.k., frekan en rjúka i burtu i andstöðu við vilja foreldra ykkar. Reynið alla vega til hins ýtrasta að halda friðinn. Skriftin er ágæt og bcndir til jafnaðargeðs! Bæði krabbi og fiskur ciga nokkuð vel við Ijónin. Og takk fvrir hlýlegar kveðjur! Ilandavinnukennsla Kæri Póstur! Gætuð þér hjálpað mér, ég er i smávanda stödd. Ég hef mjög mikinn áhuga á að læra handa- vinnu, og það sem ég þarf að fá upplýsingar um, er hvort einhver kona taki að sér að kenna fólki slikt. Og svo að lokum, hvernig er skriftin og stafsetningin, og hvað lesið þér úr skriftinni, og hvað haldið þér, að ég sé gömul? Sigrún Það eru alltaf öðru hverju aug- lýst í blöðununi námskeið i flosi og annarri handavinnu, og ég get ekki betur gert en benda yður á að fylgjast tneð slikum auglýsingum Skriftin er ekki beint fallcg, en það er samræmi i henni, bún bendir til vandvirkni og rósemi. Bréfið var villulaust, og ég gizka á, að þér séuð komnar yfir þri- tugt. HATTA- OG HANNYRÐAVERZLUNIN Jetiný SkélavörBuitlg 13« - Slml 19746 • Póithótt 58 . Reykjavlk PRIMTIJI Latið prenta alls konar aðgongumiða, kontrolnúmer, afgreiðslumiða og fleira á rúllupappír. Eina prentsmiðj- an á landinu, sem prentar slíka miða. Höfum einnig fyrirliggjandi og útveg- um með stuttum fyrirvara ýmiss konar afgreiðslubox. LEITIÐ UPPLYSINGA Hilmir lu. SIÐUMULA 12 - SIMI 35320 2. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.