Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 7

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 7
IndiraCandhi „Mér finnst ég vera starfi mínu vaxin" segir Indira Gandhi, forsætisráðherra Indlands i þessu viðtali, sem þýzkur blaðamaður átti við hana i Delhi. Margir álita hana hrokafulla, nizka og miskunnarlausa. Aörir dá hana fyrir hyggindi hennar og hugrekki. Hvaö sem ööru liöur, krefst þaö án efa mikillar og viöfeömrar greindar aö stjórna fjölmennu riki eins og Indlandi, sem á viö óteljandi vandamál aö glima. Og greind er hún — það dregur enginn i efa, Indira Gandhi, stundum kölluö dóttir þjóöarinnar. Hún hefur falleg, stór augu. Bros hennar er fallegt. Svart hár hennar bylgjast og skin við hverja minnstu hreyfingu. Við sariinn klæöist hún vesturlenzk- um prjónajökkum. Snotur vöxtur, aölaöandi látbragö, ofurlitiö dap- urlegt augnatillit — margslung- in kona, vel heima i austrænni speki og þó opin og full af nýtizku- legum hugmyndum. Óvenjuleg kona, dóttir Jawaharlal Nehru og alin upp undir handleiöslu Mahat- ma Gandi. Báöir voru þeir hetjur, sem þorðu aö risa upp gegn brezka heimsveldinu. t margar kynslóöir hefur fjol- skyldan haft afskipti af stjórn- málum. Afi hennar var einn Indira Gandhi á verönd húss sins I Nýju-Delhi. Meö henni á myndinni er einkaritari hennar. stofnenda Kongressflokksins, for- eldrar hennar voru meöal for- ystumanna hans. Sjálf fór hún til náms i Sommerville College I Ox- ford og þar kynntist hún ungum málafærslumanni aö nafni Fer- oze Gandhi, hann var óskyldur Mahatma Gandhi. Feroze Gandhi var viöriðinn stjórnmál. 1 febrúar 1942 giftust þau i Delhi. Eftir hálft ár var hún handtekin fyrir bylt- ingarkenndarhugmyndir sinar og sat i fangelsi i 13 mánuði. Þaö var upphaf erfiöleikanna i hjóna- bandinu. Ariö 1947 varö Nehru forsætis- ráöherra. Hann var oröinn ekkill og Indira dóttir hans ákvaö aö búa hjá honum. Feroze Gandhi maöur hennar bjó ekki lengur meö konu sinni. Hann lézt af hjartaáfalli árið 1960. Ariö 1955 tók Indira sæti i mið- stjórn Kongressflokksins og var valin formaður flokksins áriö 1959. Tveimur árum eftir dauöa fööur sins var hún útnefnd for- sætisráðherra af Kongress- flokknum. sem var við stjórn. Indira kemur fram á einfaldan hátt og svarar óþvingað öllum spurningum, sem fyrir hana erú lagðar. Blaöam: Frú Gandhi, mig langar til þess aö fá svar þitt viö þvi, hvers vegna þú heldur að margir áliti þig kaldlynda og jafnvel miskunnarlausa. Indira Gandhi: Ætli það sé ekki af þvi, aö ég geng alltaf hreint til verks og geri mér far um að taka á málunum eins og þau liggja fyr- ir en fara ekki i kringum þau. Ég segi oft: Flýtiö ykkur nú. Komiö ykkur aö efninu. Þess vegna finnst mörgum, að erfitt sé aö umgangast mig og ég sé kald- lynd. En ég held ég sé það alls ekki. Ég er fullkomlega venjuleg mannleg vera. Ef illa liggur á mér, hika ég ekki við aö láta eft ir mér örlitla ólund, og ef ég er hamingjusöm, sýni ég þaö lfka. Ég er alls ekki nizk eins og ég hef heyrt, að sumir vilji vera láta, og ég er alls ekki stolt. Blaöam: Vist eruö þér stoltar. Hvaö var þaö annað en stolt, sem geröi þaö aö verkum, aö þér báö- ust undan allri hjálp áriö 1966, þegar hungursneyð hrjáði Ind- land og Indverja? Indira Gandhi: Þab varekki ég. Þaö var allt landiö, öll þjóöin, sem allt I einu reis upp til vitund: ar um sjálfa sig og sagöi: Viö lát- um fólk ekki lita á okkur sem betlara. Já, þaö var stolt. Og ég var þjóöhöföingi þjóðarinnar og tjáöi þetta stolt. Blaöam: Viö ætluö|um ekki aö særa ykkur. ' - Indira Gandhi: Þaö veit ég. Ég skil þaö lika vel, að neitun okkar særöi þá, sem buðu fram aöstoð sina. En þeir verða lika að geta sett sig i spor okkar. Viö höfum alltaf verið vanmetin. Þegar viö böröumst fyrir sjálfstæöi oktar án þess að beita valdi, var sá^t: „Hvernig ætliö þið aö koma þessu Framhald á bls. 8 3 . TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.