Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 36

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 36
SKÍÐAVIÐGERÐIR - SKÁTA Brkin af Iljál/tarsiH‘il tkáta Brykjavik L ASETNINGAR A BINDINGUM mumrn ^^ORUGG ÞJONUSTA.FRAMKVÆMD AF FAGMANNI BANKASTRÆTI 4. - SlMI 12048. SNORRABRAUT 58. - SlMI 12045. ERFINGINN Framhald af bls. 11 • tekið yrði á móti mér, sem var ósköp venjuleg, frönsk stúlka, frá heiðarlegu og borgaralegu heimili, sem var svo langt frá þvi aö vera ættaróðal með allri sinni hefð. Charles var frjáls, hann gat hagaö lifi sinu eftir eigin geð- þótta. Þaö var Roger bróðir hans, sem var eldri og þar af leiöandi erfinginn að Tregarran og öllum þeim skyldum, sem þaö bar með sér. Charles hafði einu sinni sagt mér frá þvl. — 1 okkar ætt, er það aöeins elzti bróðirinn, sem skiptir máli. Hann er erfinginn, næsti hlekk- urinn i keðjunni. Það er Roger og mamma hefur alið hann upp I samræmi viö þaö, siöan hann var litill. Það er ekki þar með sagt, að hún taki hann fram yfir mig. Það er aðeins einfaldlega þannig, að hann er Tregarran, ekki ég. Hann var siður en svo bitur, liklega frekar feginn yfir þvi aö þurfa ekki að hafa veg og vanda af fjölskyldugóssinu. Hann kenndi i brjósti um Roger bróöur sinn, sem var dæmdur til að búa á Tregarran allt sitt lif. En svo kom bréfiö frá frú Trendennis, móður hans. Hún skrifaði honum sjaldan og þetta bréf var lika stutt og skorinort. Hún sagði honum, að Roger bróðir hans hefði farizt i bilslysi, aðeins einum mánuði fyrir brúðkaup sitt. Charles var nú eini erfinginn og varð að snúa sér strax að þvi að koma heim. Hún spurði ekki; hún tók það sem sjálfsagðan hlut, að hann gerði það. Charles ók bilnum gegnum breitt hlið og siðasta spölinn gegnum trjágöng. Tregarran haföi horfið sjónum um stund, en ég sá það samt fyrir mér. Ég reyndi að tala kjark I sjálfa mig, þetta myndi allt blessast, ég þurfti ekki að hafa áhyggjur. — Charles, sagði ég, — held- urðu að móðir þinni liki vel viö mig? Ég vona það. Hann brosti og sagði að ■ það væri ekkert vafamál, það hlytu allir aö elska mig, að minnsta kosti fannst honum ekki að annaö kæmi til greina. Svo ók hann upp að breiöu þrepunum og stöðvaöi bllinh. Dyrnar voru opnar. Gamall maður i einkennis- búningi var á leið niður þrepin. Hann hneigði sig hátiðlega fyrir Charles, en mér fannst ég sjá gleðiljóma i gömlum augunum. Svo hneigði hann sig fyrir mér og það var allt annars eðlis. Hann ætlaði að fara að taka farangur okkar úr bilnum, en Charles var fyrri til. Hann tók i hönd gamla mannsins og þrýsti hana inni- lega og ég sá aftur brosið i augum gamla mannsins. — Það er ánægjulegt að sjá yður aftur, Jackson. — Velkominn heim, herra Charles. Jæja, þ'etta var þá Jackson. Charles hafði sagt henni að hann væri tryggur þjónn og alveg ómissandi á Tregarran. Ég hugsaði með mér hvort þetta væri venjuleg framkoma, hvort hann yæri alltaf svona hátiölegur. En svo datt mér i hug, að þaö gæti stafað af þvi, að Roger var svona nýlega fallinn frá. Jackson syrgði hann kannski svona mikið. Ég steig út úr bilnum og rétti honum höndina. Hann tók i hönd mina, en sleppti henni strax aftur. Einhver tilfinning um óraun- veruleika kom yfir mig. Þetta var einna likast sjónleik, þar sem aðeins var ein aðalpersóna og að allir héldu niöri I sér andanum, þangað til hún kæmi fram á sjónarsviðið. Ég haföi ekki augun af dyrunum. Svo kom kona út. Hún .var svartklædd, mjög mögur og bein i baki. Dökka hárið var oröið grá- sprengt. Charles sá hana um leið og ég. Hann tók fast i arm minn og leiddi mig upp þrepin. Ef móðir min hefði verið i sporum þessarar konu, hefði hún komið hlaupandi niður þrepin og faðmað okkur bæði að sér. En móðir Charles stóð grafkyrr, brosti dauflega og beiö eftir okkur. Charles sleppti handlegg minum og gekk til hennar og kyssti hana á kinnina. Hún rétti armana i áttina til hans og ég sá, að svipurinn varð eilitiö mýkri. Ég virti hana vel fyrir mér, meðan þau skiptust á nokkrum orðum. Hún var náföl,. en hörundsliturinn var gulleitur og undir augunum voru dökkir skuggar. Mér datt I hug, að þarna væri sjúk kona, sjúk og uppgefin, en haldin járnvilja. Mig langaði til að vorkenna henni, en ég gat það ekki. — Og hér er Madeleine, mamma, sagð Charles hreykinn. Hún virti mig fyrir sér, án þess að hægt væri að sjá, hvaö hún hugsaöi. Ég leit niður og roönaöi undan þessu rannsakandi augna- ráði. Svo heyröi ég rödd hennar. Hún var ekki óvingjarnleg; gaf ekki til kynna hugsanir hennar. Löngu siðar, þegar ég vissi ekki upp eöa niöur og taugar minar 36 VIKAN 3 . TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.