Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 22

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 22
Kaupmannahöfn. Við íslending- arnir, sem þá vorum i Kaup- mannahöfn, sáum ýmislegt sam- an, þvi að stundum átti ég fri klukkan tvö á daginn til klukkan átta á kvöldin, þegar óg byrjaði á næturvakt og á þeim tima var hægt aö fara i stuttar ferð- ir. En ég lét prófessorinn heyra það á mér, að ég hefði gjarnan viljaö hafa svolítið meiri tima til að skoða mig um og eftir þetta ár, var farið að gefa nemunum meiri fri en áður, enda var námið þá lengt um eitt ár og var tvö ár eftir það. — Hvaða íslendingar eru þér minnisstæðastir frá þessu ári i Kaupmannahöfn? — Ég var i ágætum félagsskap þar. Með mér voru meðal ann- arra Jakob Benediktsson orða- bókarhöfundur, Gisli Gestsson, Sigurkarl Stefánsson og frú Sig- riður kona hans, Gróa Sigmunds- jóttir og þau systkinin Steinþór og Guðrún. Við skemmtum okkur oft reglulega vel saman, en við vor- um ekki rikari en það, að við gen- gum oft alla leið frá Ráðhústorgi og inn á Rikisspitala, en það er röskur hálftima gangur. — 1 september var útskrifað úr skólanum og þá fékk ég fyrstu verðlaun fyrir námsárangur frá Rikisspitalanum. Það var verð- launaskjal og ljósmóðurtaska, sem mér var færð að gjöf með öll- um áhöldum og hana hef ég notað viö yfirsetur siðan. Ég átti ekki von á þvi, að mér yrði sýndur þessi heiður og hafði meira að segja ekki ætlað að vera við skólaslitin. Ég var búin að vaka alla nóttina áður og hafði hugsað mér að leggja mig i einn eða tvo klukkutima, en herbergisfélagi minn, sem var dönsk kona, bað mig endilega að fara og vera við uppsögnina. — Eftir að ég lauk námi við Rikisspitalann, fór ég til Stokk- hólms. Prófessor Erik Hach komst að þvi, að ég hafði hug á að fara þangað og kynna mér starf- semi fæðingardeildarinnar þar og hann bauð mér að gefa mér „ér- stakt meðmælabréf. Og það var eins og þetta bréf hefði töframátt, þvi að það opnaði fyrir mér allar dyr og mátti litlu muna, að ljós- mæður og læknar sýndumér ekki sérstaka virðingu, þegar þau sáu það. Prófessor Hach var alls staðar i miklum metum og það var mikill vinargreiði af honum að gefa mér þetta meðmælabréf. A fæðingardeildinni i Stokkhólmi var Ellen Erup nýtekin við starfi yfirljosmóður og með okkur tókst mikil vinátta,stm helztenn.Ellen er núna hætt störfum, en hún hef- ur unnið mikið starf i þágu ljós- mæðrastéttarinnar og fæðingar- hjálpar og fyrir þau störf var hún sæmd gullmerki á alþjóðamóti ljósmæöra i Washington i fyrra. Þarna i Stokkhólmi sá ég i fyrsta skipti „lystgas”, sem konurnar fengu við fæðingar. Ellen sagði við mig, þegar ég var rétt að segja nýkomin: „Helga, komdu og seztu hérna i stólinn”. Svo gaf hún mér þennan maska og mig fór strax að svima. „Lystgas” hafði ekki verið notað á Rikisspit- alanum og ég vissi tæpast hvað þetta var. Konurnar fengu að skammta sér þessa deyfingu mikið til sjálfar. — Ég var i heimsókn i Stokk- hólmi i mánuð og mér fannst mik- ið til fæðingarhjálparinnar þar koma. Allt var gert fyrir konurn- ar, sem mögulegt var. Frá Stokk- hólmi fór ég til Oslóar og þar kynntist ég litill. prófessor Brant, en fyrsta ljósmóðurfræðin, sem við lærðum hérna heima, var eftir hann. Mér geðjaðist á engan hátt að honum. Mig minnir að ég hafi verið i hálfan mánuð i Osló i þetta skipti og þaðan fór ég til Bergen. Yfirljósmóöirin þar hét fröken Henriksen og hún fjargviðraðist mikið yfir þvi, að islenzk stúlka skyldi hafa farið til náms i Dan- mörku eftir að Danir væru búnir aðkúga Islendinga öldum saman. Ég sagði henni, að ég hefði ekki orðiö vör við neina kúgun á Rikis- spitalanum og bætti þvi viðvað ég efaðist um að íslendingar og Norðmenn hefðu verið eins höföinglegir og réttlátir gagnvart Dana og Danir voru gagnvart mér, þegar þeir völdu mig, eina Islendinginn úr hópnum, til að veita verðlaun. Fröken Henriksen gat alveg fallizt á þá skoðun mina og það fór ágætlega á með okkur. Ég borðaði hjá henni saltkjöt og baunir meöan við spjölluðum saman og mér fannst gott að bragða aftur islenzkan mat. Þetta var islenzkt saltkjöt, þvi að á þessum árum var það flutt til Noregs. Frá Bergen lagði ég svo af stað heim með Liru. Meðal farþega, sem mér voru samskipa, var frú Skúlason, kona Skúla Skúlasonar ritstjóra og litil yndisleg dóttir hennar, sem nú er gift Karli Ei- rikssyni forstjóra. Við vorum ekki nema rúma viku i hafi, svo ab þetta var miklu minna ferða- lag en siglingin frá Akureyri til Reykjavikur á sinum tima. Þegar heim kom, fór ég aö praktisera og fékk strax nóg aö gera. — Ariö 1928 sat ég yfir og stundaöi 68 konur og árið eftir 116 konur. Við ljósmæðurnar fórum tvisvar á dag til kvennanna fyrstu sex dagana eftir fæðinguna og einu sinni á dag næstu sex daga. 30. maf árib 1945 fæddist minnsta barn, sem Helga hefur tekið á móti. Það var drengur, sem vó aðeins 700 grömm (tæpar þrjár merkur) og var 40 sentimetrar á lengd. Eftir tvo og hálfan mánuð var hann orðinn 10 merkur. Hér á myndinni er móðir hans, Sigriður Oddsdóttir, mcö hann þriggja og hálfsmánaðar gamlan. Þessa mynd af Ilelgu tók Jón Kaldal skömmu eftir að hún kom heim frá námi slnu við Rlkis- spltalann í Kaupmannahöfn. 22 VIKAN 3 . TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.