Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 40

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 40
gátu ekki einu sinni snúið sér við, þar sem þau voru nauðbeygð til að halda áfram lengra og lengra, unz þau að lokum voru komin inn i sjálfa grafhvelfinguna. Hún snýr sér að honum. Honum er ekki ljóst, hverju hann hafði búizt viö, hvort hann hafði átt von á, að hún hefði breytzt i útliti, tekið á sig harðneskjulegt og frá- hrindandi yfirbragð. En litla freknótta andlitið hennar er ná- kvæmlega eins og það er vant að vera — og honum til undrunar vekur þaö með honum sömu til- finningar of það hefur alltaf gert Hún nálgagast hann, og þá sér hann fyrirlitningardrættina við litla nefið og sjálfsánægju- hrukkurnar við munnvikin. Þær hafa alltaf verið þarna, hann hafði bara ekki vitað, hvernig hann átti að skilja þær. Hann haföi litið fram hjá þeim, hann hafði imyndað sér, að hann elskaði hana, af þvi að hún var svo ffn, svo gáfuð, svo gallalaus. Hún var það ekki. En smám saman rann . það upp fyrir honum, að hann elskaði hana samt sem áður. Þrátt fyrir það, að einmitt núna hafði hann svo mikið á móti henni, þrátt fyrir vonbrigöi sín, þrátt fyrir biturleik sinn fyrir aðeins andartaki, þrátt fyrir að hann veit, aö hann muni halda áfram að uppgötva galla hennar — og hún hjá honum — þá voru þau jafn óaðskiljanlega tengd hvort öðru eins og fara- oarnir og drottningar þeirra á veggjum hofanna i Karnak. Hann veit ekki hvers vegna, skilur ekki ástæðuna fyrir ást sinni, veit bara, aö ef einhver væri þess virði að vera elskaður, þá fengi enginn að njóta ástar, —ekki hann, ekki hún, ekki Amal, enginn. Myrkrið, sem umlykur þau, er algjört, þögnin er algjör. Hann gleymir, að þau eru stödd á hótel- herbergi í Luxor, gleymir brúð- kaupsferöinni þeirra, gleymir peningaáhyggjum þeirra. Einhvers staðar i eilifðinni ..tekur hann hana i faöm sér. BETLARI BISKUPSINS Framhald af bls. 14 gjarn og syndugur sonur ranglæt- isins — og að ég skuli bera ábyrgð á þér! sagði biskupinn, en sem betur fór sagði hann það ekki upphátt. Þögull rétti hann fram hringinn sinn og Luigi kyssti hann með svo sakleysislegri auðmykt, að biskupinn freistaðist gegn vilja sinum til að veita honum blessun- ina, þrátt fyrir allt. En megin- reglur hans uröu þó yfirsterkari og hann gekk burt þegjandi. Biskupinn svaf illa næstu nótt og átti vonda drauma um Luigi. Hann dreymdi, að vegna synda sinna yrði hann að bera Luigi upp dómkirkjutröppurnar. Og með hverri tröppu þyngdist byrðin á baki honum og loks vaknaði hann óendurnærður. Næsta dag gekk hann til dóm- kirkjunnar með mikilli viðhöfn enda þótt þetta væri bara venju- legur sunnudagur. Samt fannst honum sem þessi viðhöfn væri sér dálitil vernd. Þegar hann kom að tröppunum upphófu betlararnir sina venjulegu kveinstafi. Hann sendi ölmusustjórann sinn til þeirra — og þessu var fyrr lokið en hann hafði búizt við. Hann svipaðist ekkert um eftir Luigi, en fann, að augu Luigis hvildu á honum, þar sem hann stanzaði snöggvast i skrautkápunni og með mitrið. En svo var þetta af staðið. Þann sama dag predikaði hann i kirkjunni af miklum ofsa, gegn syndum eins og iðjuleysi og kæruleysi. Sjaldan haföi hann verið svona hrærandi — hann fann það á söfnuðinum. Eftir messu fór hann til hallar sinnar kúguppgefinn. Samt hafði hann ánægju af að ganga um höllina og vita, að Luigi var þar ekki. Það var rétt eftir kvöldsöng, aö ritari hans kom til hans og tilkynnti honum, að maöur að nafni Jósep, sjálfkjörinn forustu- maöur betlarahópsins, æskti á- heyrnar. Biskupinn andvarpaöi og skipaði að leiða manninn inn. Þetta var lágvaxinn maður en mjög kraftalegur og svipillur, þvi að önnur hliðin á andlitinu á hon- um var svo brunnin, að það var rétt eins og hann væri með tvö andlit — annað algjörlega ó- mennskt. Auk þess endaði annar handleggur hans i járnkrók. — Þetta er hann Jósep betlari, yðar herradómur, sagði ritarinn dræmt. — Jósep — að auknefni Tvi- smetti eða stundum Krókur — forstöðumaður heiðarlags hóps betlara i Remo, sagði Jósep meö ryðgaðri rödd og féll á kné. Biskupinn lét hann upp standa og innti eftir erindi hans. — Já, yðar herradómur, það er þessi nýi náungi, sagði Jósep. — Þessi Luigi Lamengs. Ég hef enga persónulega óvild gegn hon- um — og hann setti upp hræðilegt glott, — ég mundi ekki gera flugu mein af persónulegum ástæðum, en það er góður staður þarna á tröppunum og þjónarnir yðar settu hann þar. Náttúrlega er ekkert við þviað segja, ef hann er betlari yðar herradóms — þá verður hann samt að gjalda sinn skerf, þvi aö það er föst regla. En að hann er ekki betlari yðar herradóms — og þér skiptuð yður ekkert af honum i morgun....^ — Þegiðu! sagði biskupinn og var nú reiður. Er það alvara að ætla að segja mér að stæðin á tröþpunum séu seld og leigð ykk- ar i milli? Þetta er guölast — sala á trúarlegum verðmætum. — Yðar herradómur getur kallað þaö hvaða ljótum nöfnum sem vera vill, sagði Jósep þrjózkulega, — en þetta hefur við- gengizt alla þá stund sem betlar- ar hafa verið til i Remo. Sjálfur greiddi ég tuttugu krónur fyrir mitt stæöi, og keppti um þaö við hann Maco gamla. En það er nú önnur saga. Yðar herradómur á auövitað rétt á einum betlara, ef þér kærið yður um — um það erum við allir á einu máli. En spurningin er bara: Er þessi maður betlari yðar herradóms, eða er hann það ekki? — Og ef ég nú segi, að hann sé ekki minn betlari, sagði biskup- inn sjálfandi. — Það er nú einmitt það, sem við viljum vita, sagði Jósep. — Og ég þakka yðar herradómi kær- lega fyrir. Ég hafði mina skoðun á þessum manni frá fyrstu byrj- un. En við erum nú komin með hann niður að ánni — Carlo og Benito og hún Marta gamla blinda, hún lætur ekki aö sér hæða, hún Marta biinda — og þeg- ar við erum búin að ganga frá honum, ónáðar hann ekki yðar herradóm framar. Og siðan framdi hann klunnalega hreyf- ingu i kveðjuskyni og sneri sér til að fara. — Biddu við, sagði biskupinn. — Viljið þið kannski hafa morö á samvizkunni? — Yðar herradómur tekur þetta of hátiðlega, sagði Jósép og tvisteig. Hvað er einn betlari til eöa frá? Við erum hvorki rikt eða lært fólk, og fáumst þvi ekki um smámuni, eins og yðar herra- dómur. Við timgumst og drep- umst og svo ekki meira meö það. Og jafnvel þegar bezt lætur, eru dómkirkjutröppurnar ekki neinn rósabeður. Biskupinn langaði að segja margt, en mundi ekki nema eitt. — Ég tilkynni ykkur hérmeð, aö þessi maðurer betlarinn minn, sagði hann. — Hann er undir minni verndarhendi. — Nú, það er vel mælt hjá yðar herradómi, sagði Jósep ólundar- lega, — og þá getum við sjálfsagt látið hann fá stæöi. En ef maður- inn á að sleppa með heilli húð, þá er betra, að þér komið með mér, þvi að eitthvað var hún Marta gamla að tala um að skera af hon- um eyrun, þegar ég fór frá þeim. Þeir fundu þvi Luigi, sem var bundinn en samt hinn kátasti, i herberginu hans niðri viö ána, i varðveizlu þeirra, sem Jósep hafði nefnt, en það voru krypplingur, dvergur og blind kona. Glugginn út að ánni var op- Krahba- merkið Hrúts merkið 21. marz — 20. aprll Þú þarft að auka þekkingu þlna til þess að draumar þinir fái rætzt. Llklega rekur á fjörurnar hjá þér kær- komiötækifæri til þess og láttu ekki happ úr hendi sleppa, þvi að óvlst er hvenær þér býðst ajinað sllkt. Helgin er kjörin til stuttra ferðalaga. Nauts- merkið 21. aprll — 21. mal Þér hættir til að láta fagurgala og smjaður blekkja þig i þessari viku og þess vegna ættirðu að vera vel á veröi gagnvart sllku. Fjármálin eru ekki I sem beztu lagi og þú ættir að einbeita þér viö aö henda reiður á þeim, áður en i óefni er komiö. Tvlbura- merkið 22. mal — 21. júni Ekkert getur komið i veg fyrir velgengni þina annað en þinn eigin klaufaskapur. lhugaöu þvi vandíega ráöstafanir þinar og leitaðu ráða hjá sér- fræðingum, áður en þú ræðst I ný verkefni. Liklegt er, að skyld- menni þin leiti á náðir þinar og þá ættir þú af bregðast vel við. 22. júni — 23. júll Þú mátt búast við mörgum óvæntum atvikum næstu daga, en láttu það ekki raska ró þinni, þvi að jafnvel þótt útlitið sýnist svart, snýst allt til betri vegar að lokum. Eyddu tima þinum ekki til einskis, þvi að þér veitir ekki af að halda á spöðunum þessa dagana. Ljóns merkið 24. júll 24. ágúst Þér hlotnast óvænt upphefð, sem þó hefur staðið lengi til að veita þér. Gamall kunningi þinn litur inn hjá þér og þið eigið skemmti- lega stund saman. Ný áhugamál og breytt aðstaða á vinnustað og heimili veita þér aukinn lifsþrótt og yndi. Meyjar merkið 24. ágúst — 23. sept. Liklegt er að þú þurfir aö standa i nokkru stappi til að ná rétti þínum. Gættu þess þá að láta ekki skapiö hlaupa meö þig i gönur, þvi að þá er voðinn vis og voþnin snúast I höndunum á þér. Með nægri gætni og varúð áttu að standa með pálmann i höndunum að lokum. 40 VIKAN 3 . TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.