Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 20

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 20
Ljósmóðirin verður hvað eftir annað vitni segir Helga M. Nielsdóttir ljósmóðir i þessu viðtali við Vikuna. Hún segir hér frá byggingu Fæðingarheimilisins við Eiriksgötu,l jósmóðurstörfum i Reykjavik á kreppuárunum, námi sinu við Rikis- spitalann i Kaupmannnahöfn og mörgu fleiru. Einnig er vikið að þvi viðkvæma máli, fóstureyðingum. Fyrir rúmum fimmtiu árum lagði ung stúlka frá Æsustöðum i Eyjafirði upp í langa ferð með strandferðaskipinu frá Akureyri vestur um land til Reykjavikur. Hún hét Helga Marin Nielsdóttir og i Reykjavik ætlaði hún að reyna að komast til náms i Hjúkrunarkvennaskólanum. Sigl- ingin tók heilar þrjár vikur og þegar áfangastað var loksins náð, komst Helga að þvi, að skólinn var fullsetinn og hún þurfti að fara alla leið til Isafjarðar aftur, ef hún ætlaði að komast að i hjúkrunarnámi. Henni fannst ekki fýsilegt að leggja i aðra sigl- ingu og auk þess leyfði fjárhagur- inn það ekki. Helga hélt þvi kyrru fyrifi Reykjavik og jafnframt þvi sem hún vann fyrir sér á kjóla- verkstæði, lærði hún að baldera og bródera. Svo var það árið 1923, að Helga hóf ljósmóðurnám, einkum fyrir orð Mariu Maack. — Ég fékk fyrst verulegan á- huga á ljósmóðurstarfinu, þegar móðir min eignaðist systur mina, sem er fjórtán árum yngri en ég.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.