Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 4

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 4
byggja? Viltu Þarftu að bæta? Iitaver GRENSASVEG118,22,24 SÍMAR: 32266-30280-30480 PQsturinn Gutta rosae banvænt lyf Póstinum varð laglega á i messunni I- 50. tbl. slðasta árs. Þar birtist spurning um þýðingu latnesku orðanna gutta rosae, og ég greip i algjöru grunieysi til fá- tæklegrar latínukunnáttu minnar og þýddi þessi orð beint sem dropa rósarinnar og leyfði mér siðan aö nota hugmyndaflugið og gera dropa rósarinnar að rósa- vini. Það kom á daginn, að þetta var heldur óheppilegt svar, þvi ein- hver hugvitsmaðurinn hafði end- ur fyrir löngu gefið sterkustu teg- und af morfíni þetta fallega nafn. Segja læknar, að 5 dropar af gutta rosae mundu nægja til þess að drepa mann. Eitt dagblaðanna var ákaflega hneykslað á þessu gálauslega svari Póstsins og hafði eftir ein- hverjum lækni, að það væri ein- stakur bjálfaháttur aö birta svona svar I blaði. En ég verð að segja, að mér finnst það lika dá- litiö varhugavert að gefa ban- vænu lyfi svona hugljúft nafn, sem ólæknisfróöir latinugránar geta misskiiið svona herfilega. Að lokum læt ég I Ijósi einlæga ósk um það, að „cinstakur bjálfa- háttur" minn dragi ekki dilk á eftir sér, enda lyf þetta mjög tor- fengið og sáralltil likindi til þess, að leikmenn geti komið höndum yfir það. Hverjir verða fyrstir? Heiðraði Póstur! Fyrir u .þ .b. 10—12 árum, 1960 — 63, birtist i Póstinum visa urri vor- ið. Visurnar voru raunar tvær og birtust með nokkru millibili. Nú langar mig ákaflega mikið að sjá þessar visur aftur, einkum þá, sem siðar birtist, þvi mig minnir að hún væri betri. Þess vegna skrifa ég þér þetta bréf, ef þú vildir gera mér það ómak að leita eftir visunum I gömlum blöðum og birta aftur i Póstinum, seinni vlsuna a.m.k. Að svo mæltu vil ég þakka Vik- unni mikið og gott efni. Hún er gott blað, sem á engan sinn lika hérlendis. Hún er i stöðugri fram- för, full af skemmtilegum mynd- um og ágætu lesefni, margvísleg- um fróðleik. Að lokum langar mig svo að spyrja, hvernig skriftin sé. Þá langar mig einnig aö spyrja þessarar fávislegu spurningar: Hverjir geta skálað og fagnaö nýja árinu fyrstir manna og hvers vegna? Með beztu kveðjum og fyrir- fram þakklæti, lendi þetta ekki i ruslakörfunni. Gunnar Ég verö að hryggja þig með þvi, Gunnar, aö enginn hér á rit- stjórn Vikunnar man cftir þess- um visum, og ég hef þvi miður ekki tima til að flctta mörgum ár- göngum Vikunnar, þegar ekki er nú einu sinni vist um árangur. E.t.v. man einhver tryggur les- andi Vikunnar eftir þessum vis- um, og þá þægi ég upplýsingar hans með þökkum. Skriftin þin er ágæt og siðasta spurningin hreint ekki fávfsleg, þvert á móti bráð- skemmtileg. Svarið er það, að þcir geta fyrstir fagnað nýju ári, sem staddir eru á alþjóðlegu dagalinunni á 180 gráöum vest- lægrar lengdar, eða nokkurn veg- inn úti á miðju Kyrrahafi. Þetta upplýsti Þorsteinn Sæmundsson, stjarnfræðingur, og þar meö, að þcssi lína lægi yfir austasta hluta Síberiu og Tongaeyjar i Kyrra- hafi, svo að ef þig langar til að vcrðá fyrstur, þá cr upplagt að bregða sér til Tongaeyja og skála við Ibúana þar um næstu áramót. Þú hefur timann fyrir þér til að undirbúa ferðina. Flugnám Kæri Póstur! Ég hef mjög mikinn áhuga á flugi og langar til að vita, hvar ég gæti lært það. Hvað þarf maður að vera gamall til að læra flug? Svo eru allir svo forvitnir um, hvort Pósturinn sé karlkyns eða kvenkyns. Ég gizka á, að karl- maður og kvenmaður skiptist á aö svara bréfunum. Og svo þetta venjulega, hvernig eiga krabbinn (stelpa) og bogmaður (strákur) saman? Hvernig er skriftin og stafsetningin, og hvað heldurðu aö ég sé gömul? Jæja, vertu sæll (sæl), Póstur. Kleppur 1 17. tbl. 1973 er að finna mjög ýtarlegar upplýsingar um flug- nám, sem ég fékk hjá flugskóla Helga Jónssonar, og þangað get- urðu snúið þér eða til Flugstöðv- arinnar h.f. En til þess að geta hafið flugnám, þarftu að vera orðin 17 ára. Kynferði svara- manns Póstsins er og verður hcrnaðarleyndarmál ritstjórnar Vikunnar.og lesendur verða bara að sætta sig við það. Krabbi og bogmaður eiga vel saman. Skrift- in og stafsetningin væru betri, ef þú flýttir þér minna. Vonandi ertu oröin 17 ára. f Útundan í bindindinu Kæri Póstur! Ég þakka þér fyrir gott lesefni sérstaklega er sagan „Hver er Laurel?” fin, og hana les ég allt- af. En nú kemur það. Það er þannig aö þegar ég er i partii með krökkunum i minum bekk, eru þau stundum að reykja, en það vil ég ekki, og ég hef ekki heldur 4 VIKAN 3 . TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.