Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 25

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 25
hafði alltaf dáðst að hæfileikum hennar til að lita á vandamálin i stórum heildum, en ekki smáum, eins og honum hætti til. Hún var svo miklu öruggari en hann, hafði ákveðnar meiningar um, hvað væri að og hvað gera þyrfti i mál- um, sem hann hafði bara óljósar og ruglingslegar áhyggjur af. Hann fann oft til óöryggis gagn- vart henni. jafnvel vanmáttar, og hann var undrandi á þvi, að þessi duglega, gáfaða, örugga, litla manneskja skyldi velja hann fyrir eiginmann, einmitt hann. Undrandi og þakklátur. Hann elskaði hana. En þarna við borðið á litla arabfska veitingastaðnum hlustaði hann ekki lengur grannt eftir þvi, sem hún var að segja. Hann sát og velti þvi fyrir sér, hvað hann ætti að gefa þjóninum mikið þjórfé, og hvað drengurinn, sem bar fram diskana, ætti mikið skilið, hvernig hann ætti að skýra það fyrir henni, að hann hefði ekki lengur áhuga á þvi að kaupa plöt- ur með arabiskri músik til að fara með heim, og að brúnu skórnir hans væru ekkert verri i hitunum en sandalarnir. sem hann hafði ætlað sér að kaupa. Hvernig átti hann að fá peningana til að hrökkva, án þess að þurfa að rök- ræða það við hana? Snemma næsta morgun flugu þau lengra suður á bóginn. Uegar hann virti fyrir sér lifæð Nilar, sem bugðaðist um dauðalega eyðimörkina. þa hafði hann á til- finningunni. að nú væru þau að nálgast liámark brúðkaups- ferðarinnar. Um leið fann hann til sektartilfinningar yfir þvi, að brúðkaupsferð hans væri það eina. sem hann raunverulega hefði hug á, að heppnaðist vel i þessu fátæka og striðsmerkta landi. Hann blygðaðist sin fyrir, að Liv skyldi vera eina manneskjan af öllum þessum milljónum i þessum heimshluta, sem skipti hann einhverju máli. Litli móttökusalurinn á hótelinu var eins og fordyri að sælu para- dfsar. Þau voi'u næstum ein á hótelinu, ferðamennirnir höfðu hörfað undan hitanum. Þær fáu manneskjur, sem þau hittu, voru vinsamlegar, litill maður, sem sat fyrir framan þau i rútunni, spurði, hvað þau hygðust dvelja lengi og upplýsti þau vingjarn- lega um það, hvað þau þyrftu helst að sjá. A hótelinu fengu þau eigið smáhýsi til umráða með út- sýni yfir Nilarfljótið og rauð og hvit blóm i garðinum. Það leið ekki á löngu, áður en þau höfðu lagst i rúmið, óþolinmóð og full eftirvæntingar, eins og þau byggust við alveg nýrri reynslu i þessu undursamlega umhverfi. Það var eins og steini hefði verið kastað i rúðuna, þegar sim- hringingin kvað við. Hann sleppti henni i miðja faðmlagi, næstum óttasleginn. Það var svo ótrúlegt, að nokkur gæti átt erindi við þau i sima þarna, þau þekktu engan, enginn vissi hvar þau voru. Það var litli maðurinn i rút- unni. Hann sagðist geta farið að leiöbeina þeim strax, ferja há- degisverður og asnar væru inni- falið i verðinu. Magnús afþakkaði, en hinn vildi ekki gefa eftir. Höfðu þeir kannski ekki orðið ásáttir um þetta á leiðinni frá flugvellinum? Nei, aldeilis ekki! Magnús sat uppi i rúminu og fann til bjána- legra vonbrigða. Hann hafði verið svo sannfærður um, að litli mað- urinn væri bara venjulegur, vin- gjarnlegur samferðamaður, en ekki leiðsögumaður á staðnum. Loks henti hann simtólinu frá sér og lagðist aftur við hliðina á Liv og reyndi að endurvekja hina eftirvæntingarfullu stemningu. Það hafði næstum þvi tekizt, þeg- ar siminn hringdi aftur. Litli maðurinn vildi bara láta þau vita, að hann gæti vel beðið, ef þau vildu kannski hvila sig fyrst. Liv slengdi sér yfir hann, reif til sin simtólið og gaf þeim litla bet- ur viðeigandi svör en hann hefði nokkurn tima getað soðið saman. Þau horfðu i uppgjöf hvort á annað. Það var heitt i herberginu, loftkælingin dugði ekki til, og þau orkuðu ekki að byrja enn einu sinnu upp á nýtt. Hún snyrti sig, á meðan hann las upphátt úr enskri ferðahandbók, og þau ákváðu að byrja á þvi að skoða Karnakhofin. Framhald á bls. 39 3 . TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.