Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 33

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 33
1 Borgin sem við verðum að lifa í ..er alls staðar eða næstum alls staðar. Hún er svona: 1. Gifurleg umferð á óhugnanleg- um götum, sem byggðar eru hver yfir aðra. Um helgar og á kvöldin dregur ef til vill svo- litið úr henni og þá eru göturnar eins og kölk- uð gröf. 2. Mengað andrúmsloft. 3. Hægt og bitandi vinnur mengun af völdum gass og as- faltsmenningarinnar á sérhverjum grænum bletti. 4. Ósmekklegur, ómannúðlegur, ein- hæfur og ruddalegur steinsteypubygginga- still. 5. Umferðin er látin sitja fyrir öllu. 6. Ekkert tillit er tekið til fótgangandi vegfar- enda: þeir eru látnir fara um göng og fast að þvi sviðnir þar inni. 7. Hávaði og hraði um- hverfisins leggst þungt á taugarnar, svo að þeim liggur við að bresta. 8. Meðfram götun- um fyrirfinnst tæpast nokkuð annað en bank- ar og tryggingastofnanir, sem tryggja eign- irnar, sem bankinn lánaði fé til að kaupa. 9. Hvergi er neitt bilastæði til fyrir alla þessa bila. 10. Húsaleiguokur i miðborginni hrekur ibúana út i úthverfin. 11. Siðasta vingjarn- lega húsið er brotið niður. 12. Grar og til- breytingalausar ,framhliðar húsanna eru hannaðar með það eitt i huga að þjóna gróða- sjónarmiði kaupmanna. 13. Stóriðja og vöru- húsaverzlun hefur útrvmt algerlega vin- gjarnlegum handverksmannaverkstæðum og búðarkompum. 14. Hugmyndasnauðir skipu- lagsfræðingar hal'a ekki haft hugsun á að hanna vistlegt umhverfi með skemmtilegum börum og krám á markaðstorgum, þar sem lolk gæti eytt fristundum sinum og skip/.t a skoðunum við naungann, heldur hafa þeir alls staðar látið setja upp stöðumíéla i stað bilastæða. 3 i. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.