Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 41

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 41
inn og stór poki meö nokkrum steinum I lá I einu horninu. Koma biskupsins vakti nokkra skelfingu hjá öllum nema Luigi, sem virtist taka þessu sem sjálfsögöum hlut. Þegar búiö var aö leysa piltinn, á- varpaöi biskupinn viöstadda fjör- lega, lýsti þvi yfir, aö Luigi væri sinn betlari og gaf honum silfur- pening, aö hinum áhorfandi, þvi til sönnunar. Þetta virtist nægja hinum og siöan lúskruðu þau burt þegjandi. — Og var þetta nú rétt að farið hjá mér? sagöi biskupinn og stik- aöi fram og aftur um herbergiö. — Ég er hræddur um, að ég hafi gerzt meðsekur um verzlun með helga dóma. Ég hef eytt efnum móöur vorrar, kirkjunnar, á ó- veröuga. Og blóö þitt getur komiö yfir mig! sagöi hann og leit efa- blandinn á Luigi. — 0, svona hátiölega þarf yöar herradómur ekki aö taka þetta, sagöi Luigi og neri á sér hand- leggina. — Þetta er allt komið i lag. Ég samdi um skattinn viö hann Jósep meðan þér voruö að tala viö hana Mörtu. Hann er heiðarlegur, greyiö, og þessi krafa hans er ekki nema sann- gjörn. Maður á ekki að taka gott stæöi nema hafa efni á að halda i þaö. Hefði yöar herradómur gefið mér ölmusu meö eigin hendi i morgun, heföi þetta ósamkomu- lag aldrei komiö upp. En það var mér aö kenna — ég hélt þér vissuð hvernig allt var i pottinn búiö. — Vissi? sagöi biskupinn. —■ Hvaö ætti ég aö vita um þetta? Og þó.... guö fyrirgefi mér, ég er klerkur og ætti aö hafa þekkingu á hinu illa. — Það er bara þekking sitt af hvoru tagi, sagöi Luigi hóglega. — Nú hefur yöar herradómur sjálfsagt aldrei veriö inni i svona herbergi áöur. Biskupinn staröi á raka vegg- ina og ruslaralega. herbergiö. Hann fann þessa lykt, sem ekki er hægt aö lofta út úr herbergjum. — Þennan þef örbirgðarinnar. Hann haföi aldrei áöur efazt um reynslu sina — þvi aö þegar hann var ung- ur prestur haföi hann oft verið á ferli I liknarerindum. Nú fannst honum þessi liknarverk hlyti að hafá veriö sérstaklega valin hans vegna. — Nei, sagði hann, — i svona herbergi hef ég aldrei komið. — Og samt búa margir okkar i svona herbergjum, sagði Luigi, — og ekki allt betlarar. Hann breytti um tón. — Mikið var þetta góö vakningarræða, sem þér hélduö i morgun um leti og kæruleysi. Hún dró svei mér skildingana upp úr vösum fólks. Ágætis ræöa! — Ég þakka þér fyrir lofið, sagöi biskupinn meö beiskjuróm. Hann leit aftur kring um sig i her- berginu. — Get ég ekki gert neitt fleira fyrir þig? sagði hann dræmt. — Nei, þakka yðar herradómi, sagöi Luigi og brosti meö augun- um. — Ég hef konu til aö elda matinn — hún er að visu þjófótt, en hún stelur samt ekki frá far- lama manni — og meö hjálp yöar herradóms, fer ég bráöum aö hafa efni á glóöarkeri. Og auk þess viröast vinir minir hafa skil- iö eftir poka handa mér. Eftir kvöldverð ætla ég þvi að lesa bænirnar minar og ganga til náöa og hvlla mig undir erfiöi morgun- dagsins. Ég ætla lika að lesa minar og mun ekki af veita, sagöi biskup- inn, en hann sagöi þaö bara ekki viö Luigi. Þannig hófst þetta. Bráðlega varö betlarinn biskupsins þekkt persóna á dómkirkjutröppunum — eitt af viöurkenndum sérkenn- um borgarinnar. Hann var vin- sæll i starfi sinu, þvi að hann gat alltaf sagt eitthvað skemmtilegt — eöa meinlegt — við viöskipta- vini sina og svör hans komust á kreik og bráðlega varð „Luigi segir”aöföstu orðtaki. Biskupinn vandist honum, alveg eins og menn geta vanizt giktarkasti. Aðrir menn áttu viö sina erfiö- leika að striöa — hann við betlar- ann sinn. Nú oröið fannst biskupnum það skritið, að hingaö til haföi hann ekki þekkt betlar- ana ööruvisi en sem skituga tuskuhrúgu, en nú var hann far- inn aö þekkja þá alla — blindu Mörtu og Carlo dverg, Jósep Tvi- smetti og Benito kryppling. Nú þekkti hann siöi þeirra og hugs- anir. Hann þekkti kofana þar sem þau áttu heima og brauðið sem þau átu. Þvi að vikulega eöa þar um bil var hann vanur að skjótast út úr höllinni sinni og heimsækja Luigi. Þetta var honum nauðsyn, þvi aö hans áliti var Luigi eitthvert mesta andlegt vandamál, sem hann hafði enn fengið við aö fást. Var hann einu sinni kristinn? Það var biskupinn ekki viss um. Hann játaöi trú og tók þátt i helgisiðum kirkjunnar. Samt var það svo, að þegar hann tók til skrifta. hnykkti honum beinlinis viö. Þarna voru saman komnar allar syndir, sem gátu kvaliö mannlegt hjarta — ef ekki i verknaði þá i hugfenning- um, og taldar fram af grallara- legri kæti! Stundum varö biskup- inn reiður og atyrti hann fyrir vilja,ndi ýkjur, og þá viðurkenndi Luigi það brosandi og baö um aö taka sig aftur til skrifta. Þetta var að gera biskupinn alveg ringlaðan. Samt sem áöur koiríst á, eftir þvi sem árin liðu, einkennilegt samband meö þessum tveimur mönnum. Biskupinn kynni aö hafa verið óaögætinn en heimskur Vogar- merkiA 24. sept. — 23. okt. Astamálin hafa ekki veriö upp á þaö bezta undanfariö, en nú fer aö rætast úr þvi. Meö hækkandi sól horfir þú bjartari augum 'til framtiöarinnar en áöur og ekki aö ástæöulausu, þvt aö mörg vandamál, sem virtust óleysanleg, leysast nú likt og af sjáifu sér. Dreka- merkiö 24. okt. — 23. nóv. Nokkurt þunglyndi sækir aö þér án þess aö þú hafir beina ástæöu til svartsýni. Gættu þess aö láta ekki hugfallast, þvi aö þetta ástand er tima- bundiö og skaplyndi þitt kemst aö öllum likindum aftur á réttan kjöl skakka- fallalaust. Skemmtu þér á föstudaginn. Bogmanns- merkið 23. nóv. — 21. des. Vertu ekki eins hroka- fullur og þú hefur veriö undanfariö. Þaö getur haft I för með sér ófyrirsjáanlegar afleiöingar, sem erfitt reynist aö sneiöa hjá. Stjöniuspá Geitar- merkiö 22. des. — 20. jan. Láttu ekki hugfallast, þó aö nokkrir erfiö- leikar steöji að. Þú ert vel maöur til aö mæta þeim Qg meö góöri aöstoö þinna nánustu hrindirðu þeim öllum af þér án umtals- veröra átaka. 21. jan. — 19. febr. Þú hefur átt vib mikla erfiöleika á vinnustaö aö etja aö undanförnu og þér virðist sem þeir fari stööugt vaxandi. Sýndu þolgæði, þvi að þaö er eina meöaliö, sem þú getur beitt eins og nú stendur á. Gefðu þér góöan tima til aö vera meö fjölskyldu þinni. Sjaldan hefur verið eins bjart framundan hjá þér og nú. Þaö er eins og allt fari saman til aö gera þér léttar i skapi. Njóttu þessa og geröu þitt til aö umhverfi þitt njóti lika góös af. Eigiröu igamlan iasburöa frænda eöa frænku, ættirðu aö láta veröa af þvi að, heimsækja bau. 3 . TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.