Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 9

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 9
Indira Gandhi fcröast mikiO um fram á útifundum og telur kjark I fátæktinni og hungrinu meðal þjóöar sinnar og kemur fólkið, að það megi sigrast á Mahatma Gandhi var góður vinur Indiru. Faöir og dóttir. Nehru og Indira yfir sig: „Móðir min skiptir sér meira af mér., en þú gerir af syni þinum. Hann segir, að þú sért alltaf að spila bridge”. Börnin min hafa alltaf vitað, að þau eiga mig að og þeim hefur held ég aldrei fundizt ég vanrækja þau. Blaðam: Voruð þér enn giftar, þegar þér hófuð afskipti af stjórn- málum, eða voruð þér skildar? Indira Gandhi: Ég var alla tið gift manninum minum meðsn hann lifði. Það eru helberar lyg- ar, sem sagt hefur verið um skiln- að okkar. Sannleikurinn er sá, að við áttum ekki skap saman og átt- um oft i deilum. Maðurinn minn bjó i Lucknow, þar sem við áttuir hús. Faðir minn bjó vitaskuld i forsætisráðherrabústaðnum i Delhi. Ég var stöðugt á ferðinni milli Lucknow og Delhi... Já, við deildum ansi oft, enda vorum við bæði stif á meiningunni. En við elskuðum hvort annað þrátt fyrir það. Kannski bar ég ekki eins sterkar tilfinningar til haps og hann til min, þegar við lofuðumst hvort ööru. En tilfinningar minar til hans þróuðust og urðu afar sterkar. Lifiðmeð mér var manni minum erfitt. Þegar ég var i Delhi og hann bað mig um að koma heim, varð ég alltaf viö bón hans. En ef faðir minn hringdi og sagði: ,,Ég þarf á þér að halda, vertu svo væn að koma”, þá fór ég undireins frá Lucknow og flýtti mér á fund föður mins. Nei, lifið var alls ekki auðvelt hjá honum. Blaðam: Margir segja, að eftir sigurinn yfir Pakistan, munuð þér halda um stjórnartaumana i minnsta kosti tuttugu ár i viðbót. Hvað haldið þér sjálfar um það? Indira Gandhi: Ö, guð minn góður, ég veit ekki sjálf, hve lengi ég verð forsætisráðherra. Ég vil bara eitt og það er að inna af höndum gott starf á meðan ég er fær um það. Þann dag sem ég finn að ég er ekki lengur fær um að rækja starf mitt af hendi, hætti ég störfum, áður en ég verð þvinguð til þess. Sém stendur finnst mér ég vera starfi minu vaxin. 3 . TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.