Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 44

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 44
— Sarnkvæmt guðs vilja, sagöi biskupinn blátt áfram. — Ég vil ekki, að veslings fólkið. mitt sé drepið og heldur ekki vil ég láta kiiga það. Ef þörf krefur, skal ég deyja fyrir það, en það sleppi ó- skaðað. Aður en þér hengið einn mann i Remo, skal ég taka snör- una og bregða henni um háls mér. — Yðar herradómur gerir mér erfitt fyrir, sagði Frakkinn hugsi. — Konungur minn hefur enga löngun til að ráðast á kirkjuna — og sannast að segja, þá virðast múrarnir öflugri en þér viljið vera láta. Þá fann hann, að hnippt var i ermina hans. Þetta var Luigi betlari i litlu kerrunni sinni, sem virtist ætla að lokka Frakkann til að fylgja sér, með ýmsum grett- um og bendingum! — Hvað er að, Luigi? sagði biskupinn þreytulega. — Nú, já, þú vilt sýna vini okkar, hvar við geymum púörið. Gott og vel. Þá getur hann séð, hversu litið við eigum af þvi. Þegar Frakkinn kom aftur til biskupsins, var hann að þerra svitann af enninu og andlitið var náfölt. Biskupinn neyddi hann til að doka við og fá glas af vini, en hann sagðist þurfa að snúa aftur til herbúða sinna, og svo fór hann og tautaði eitthvað samhengis- laust í þeirri veru, aö það væri guðs vilji, sem verði Remo. Þegar hann var farinn leit biskupinn strangur á svipinn á Luigi. — Luigi! sagði hann hörku- lega. Ég er hræddur um, að nú hafir þú verið með eitthvert prakkarastrikið þitt. — Hvað yðar herradómur get- ur misskilið mig! sagði betlarinn. — Það er að visu satt, að ég sýndi honum þrjá betlara, starfsbræöur mlna, og honum virtust þeir ekki vera viö sem bezta heilsu. En ég sagöi honum ekki, að þeir væru meö pestina, heldur lét ég hann draga sinar eigin ályktanir. Ég var fjóra daga að æfa þá i hlut- verkum sinum, en það sagði ég honum heldur ekki. — Þetta var nú naumast heið- arlegt af þér, Luigi, sagði biskup- inn. — Viö vitum, að hér i borg- inni er alls ekki nein pest. — Við vitum lika, að múrarnir okkar eru hrörlegir, sagöi Luigi, — en þvi trúa Frakkarnir heldur ekki. Striðsmenn eru afskaplega tortryggnir — það er þeirra veik- leiki. Nú skulum við bara biða og sjá hverju fram vindur. Svo biöu þeir þess sem verða vildi, en þá um kvöldið var haldið herráö i frönsku herbúðunum og foringinn, sem sendur haföi veriö út af örkinni gaf skýrslu um, aö (a) Remo hefði fjolmennt varnar- liö og væri rammlega viggirt, (b) aö biskupinn hefði einsett sér að. deyja fyrir hina, og (c) að pest geisaöi i borginni. Með tilliti til alls þessa, þótti Frökkum ráðleg- ast, eftir tveggja sólarhringa um- hugsun, aö færa sig um set og sameinast aðalhernum — og þaö var gert, og til þess eins að verða þátttakendur I hinum fræga ósigri franska hersins, viku siðar. Þessi ósigur staðfesji til fulls hina hetjulegu vörn Remoborgar, þvi aö hefði flokkurinn, sem þar var, sameinazt aðalhernum fyrr, hefði hinn frægi ósigur getað orðið hinn frægi sigur Frakka. En nú fór svo, að nafn biskupsins i Remo varð landsfleygt. En biskupinn vissi nú annars litið um þetta, af þvi að LUigi vinur hans var að deyja. Þegar Frakkar yfirgáfu borg- ina, höfðu þeir hleypt af nokkrum fallbyssuskotum, frekar af gremju en i neinum hernaðarleg- um tilgangi. En eitt skotið lenti fyrir klaufaskap á dómkirkju- tröppunum og sjást þess enn merki. Það lenti lika i kerrunni, sem Luigi lá i og var að stjórna hinum betlurunum um eitthvert atriði i vörn borgarinnar. Þegar biskupinn heyrði, að betlarinn hans hafði særzt. fór hann tafar- laust til hans. En mannlegur máttur gat litið annað gert en beðið og biðin varð löng. Það liðu heilar sjö vikur áður en Luigi hvarf af þessum heimi. Hann þraukaði af þangað til sendiboð- arnir komu frá Róm. Þegar þeir höfðu talað við biskupinn, gekk hann aleinn til dómkirkjunnar og baðst fyrir. Siðan fór hann að vitja Luigis. — Jæja.sagði deyjandi maður- inn og horfði á hann þokukennd- um augum. — Hans heilagleiki hefur látið sér þóknast að útnefna mig fyrsta érkibiskup i Remo og leggja undir embætti mitt biskupsdæmin i Ugri og Soneto, sagði biskupinn dræmt. En ég hef tilkynningu um þetta frá Malaverni kardinála og ég fæ að vera hérna það sem eftir er ævinnar. Hann starði á Luigi. — Ég botna bara ekkert i þessu, sagði hann. — Þetta var vel af sér vikið. Þú stóðst með fátæklingunum og aumingjunum á raunastund þeirra, sagði Luigi og aldrei þessu vant var enginn hæðnis- hreimur i röddinni. — Ég skil það ekki — ég skil það alls ekki, sagöi biskupinn aft- ur. — En ég held bara, að þú eigir heiðurinn skilið fremur en ég, Luigi. — Nei, það á ég ekki, sagði Luigi. Biskupinn strauk hendinni um ennið. — Ég er enginn kjáni, sagði hann. — Þetta var hraustlega gert að auðmýkja anda minn. En hversvegna geröiröu það, Luigi? — Þaö var nú aðalsyndin min, sagði Luigi. Ég hef skriftað fyrir margar hégómlegar og Imyndaöar syndir, en aldrei fyrir þá einu raunverulegu fyrr en hú. Hann þagnaöi, rétt eíns og orðin yJlu honúm sársauka. — Þegar vagn yðar herradóms ók yfir fæturna á mér, varð ég mjög gramur, sagöi hann. — Fátækl- ingur á'litið til. Og aö missa þétta litla — missa fjallaloftiö og létt fótatakiö, liggja eins og drumbur um alla fr.amtið að ekillinn biskupsins var óvarkár — það olli mér mikilli gremju. Ég hefði heldur viljað, að yöar herra- dómur hefði ekið yfir mig aftur en fariö að taka mig I höllina yðar og fara vel með mig. Ég hataði yöar herradóm fyrir þessa afskipta- lausu vinsemd — hataöi yður fyrir ailt. — Gerðirðu það, Luigi? sagði biskupinn. — Já, sagði Luigi. — Og ég gat lika séö, að yðar herradómur hataöi mig — eða hafði að minnsta kosti viðbjóð á mér, eins og á farlama hundi, sem maður verður að vera góður við gegn vilja sinum. Þessvegna lagði ég mig allan fram að striða og kvelja yðar herradóm — i fyrsta lagi með þvi að gerast betlarinn yðar og siðan á ýmsan annan hátt. Ég gat ekki trúað á neina gæzku, ég gat ekki trúað öðru en sú stund kæmi, er þér snerust gegn mér og rækjuð mig út. Hann þagnaði snöggvast og þerraði á sér varirnar með klút. — Já, ég gat alls ekki trúað þessu, sagði hann. — En þér létuð engan bilbug á yður finna, Gianfrancesco, bróðir minn. Djöfullinn sem ég sýndi yður dag- lega var eins og hnifsstunga i hjartað, og byrði á baki, en þér þolduð hvorttveggja. Ég hafði gaman af að sýna yður, hvernig allt gekk á tréfótum i borginni — hvernig eymd og þjáning leyndist undir áferðarfallegu yfirborði. Og hefðuð þér, þó ekki væri nema einu sinni, látið undan þessu siga, heföi það glatt mig, þvi aö þá hefðuð þér glatað sál yðar, hvort sem þér voruð biskup eða biskup ekki. Var þetta illa gert af mér Gianfrancesco? — Tilgangurinn var greinilega iliur. sagði biskupinn stillilega, — þvi að þótt það fyrirgefist aö láta freistast, þá er það synd aö freista. En haltu áfram. —- Jæja, sagði Luigi og starði eins og krakki. — Þetta mistókst nú allt saman. Þvi meir sem ég reyndi að gera vondan mann úr yður, þvi betri maður urðuð þér. Þér vilduð ekki gera það, sem illt var, þér vilduð ekki bregðast fátæklingunum yðar, eftir að þér voruð farinn að þekkja þá — ekki einu sinni fvrir rauða hattinn og hylli greifans. Þér vilduð alls ekki gera neitt illt. Nú höfum við tveir varið Remo og ég er að deyja. Hann bylti sér órólega i rúminu. — Og það er eins gott, sagði hann, og um leið brá fyrir gömlu hæðn- inni, — Ég sagði honum frænda minum, að ég ætlaði aö lifa þaö að verða kardinálabetlari, en ég er ekkert viss um, að ég hefði -kunnað þvi vel. Ég er svo lengi búinn að vera biskupsbetlari. Og samt hef- ég elskað þig frá upphafi, Gianfrancesco. Viltu veita mér blessun þina nú — mér og starfi minu — þessa blessun, sem þú neitaöir mér einu sinni um? Biskupinn komst við. Hann lyfti hendinni og afleysti og blessaði. Luigi. Hann blessaði Luigi og verk hans I nafni föður, sonar og heílags anda. Þegar þvi var lokið, færöist bros yfir andlitið á Luigi. — Þetta var ágætis blessun, sagöi hann. — Þetta verð ég að segja honum Krók.þegar ég hitti hann, og þá fer hann að öfunda mig. Skyldi vera dragsúgur á tröppunum i himnariki? — Agætis blessun, yðar herra- dómur....tiu....skildinga....handa Luigi. Og siöan seig kjálkinn á honum og þessu var lokið. En biskupinn féll á kné við rúm- stokkinn með tárvot augu. Allt þetta gerist nú endur fyrir löngu. En sagan er enn sögö i Remo, þegar sýnd er biskups- kistan þar. Hann liggur ofan á henni, úthöggvinn i marmara. En kring um hana er úthöggvinn fjöldinn allur af betlurum, farlama, haltir og vanskapaðir, en allir að lofa guð. Og svo er áletrun á latinu, sem þýðir: „Það er ekki nóg að eiga þekkingu — einnig þessir eru minir sauðir”. En leiðið hans Luigi þekkir eng- inn. Menn segja, aö það sé við hliðina á leiði biskupsins, en hafði verið eyðilagt i einhverri styrj- öldinni, svo að nú sjáist þess engin merki. En Luigi var stoltur — kannski hefði hann kunnað þessu bezt. HRÆVARELDUR Framhald af bls. 18 Adria óð snjóinn og skyndilega kallaöi hún: — Pabbi, við erum komin alla leiö upp að útsýnis- turninum. Ég hefi aldrei verið hérna i svona veðri. Hún klifraöi fimlega upp á eitt- hvað, sem hefði getaö verið klettastallur og faðir hennar hinkraði við, til aö hjálpa mér upp. — Þetta er ekki eins slæmt og það litur út fyrir að vera. Annars er til betri leið. Ég hélt I hönd hans og tyllti fót- unum, þar sem hann sagði mér að gera það og fljótlega komum við upp á brúnina, sem var um það bil þriðjungur leiðarinnar upp á fjallabrún. Adria stóð á útsýnispallinum og teygði armana upp i loftið, ljóm- andi af fögnuði, eins og hun vildi faðma að sér höfuðskepnurnar, litla rjóöa andlitinu sneri hún i vindinn. En rétt i þvi kom storm- hviða og ég fann snjoinn stinga mig i andlitið. Ég hafði enga löng- un til að snúa mér á móti. Julian stóö á milli okkar með armana um axlir okkar, til að styðja okkur móti storminum. Yfir höfðum okkar þutu skýin fram og aftur með miklum hraða, svo einstaka sinnum sást i bláa rönd. Það var einkennileg tilfinn- ing a.ð standa þarna, svona langt frá mannabyggðum. Ég fann að Julian þrýsti mér svolitið að sér og vissi að hann hafði lika þessa einangrunartilfinningu. Einhver óljós kæti fyllti huga minn, ég gleymdi erfiðleikunum, fann aöeins öryggið i þvi, að finna arm Julians um axlir mér. Mig langaöi til að æpa út i storminn, lyfti andlitinu móti snjónum, eins og ég biði eftir kossi. Ég sneri mér við og leit á Julian I einhverri óskiljanlegri undrun og hann kinkaöi kolli. — Þú finnur það, er þaö ekki? Það getur jafnvel veriö frum- stæöur sársauki, býst ég við. Skiöamenn finna þetta. Þegar þú hefur lært aö njóta þess, verður þú eins og sigri hrósandi, þaö er 44 VIKAN 3 . TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.