Vikan


Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 14

Vikan - 17.01.1974, Blaðsíða 14
 I ónæm issprautur viö inf lúensu — Ég fékk inflúensusprautu i fyrra, læknir, og mér leið ágæt- lega i fyrravetur. Þarf ég að fá aðra sprautu núna? Frú X hafði verið með bron- kitis i nokkur ár. Henni liður yfirleitt ágætlega i góðu veðri, en hefur töluverð óþægindi á vetrum. Ég sagði þvi viö hana, að sjálfsagt væri aö gefa henni sprautu, það gæti orðiö of mikiö álag á lungu hennar að fá inflú- ensu. — Sprautan dugði vel i fyrra- vetur, sagði hún, — er hún ekki virk ennþá? — Þvi fer nú verr, að ónæmið helzt ekki nema i nokkra mánuði, svaraði ég. — Inflúensa virðist lúta öörum lögmálum en aðrir virussjúkdómar. Ég skýrði fyrir henni að ónæmisaðgerðir gegn kúabólu, mislingum og lömunarveiki, entust i mörg ár. Þaö sama er aö segja um rauða hunda. Astæöan fyrir þvi er sú, að virusinn, sem orsakar þessa sjúkdóma breytist ekki gegnum árin. Ónæmi gegn þeim myndast annaöhvort við sýkingu eða meö ónæmis- aðgerðum og það ónæmi helzt i nokkur ár, oftast ævilangt. Þaö gegnir öðru máli með inflúensuna.Við vitum að það er hægt að fá hana æ ofan i æ. Þar er ekki um eina tegund virusa að ræða, heldur er þeim nú skipt i tvo aðalflokka, sem aðgreindir eru með A og B. Svo er aftur hvorum þeirra skipt i margar tegundir. Nýjar tegundir inflúensu koma upp og þá hefur sannast, að ónæmisaðgeröirnar ráða ekki við þær. Þegar fyrst var hægt aö greina inflúensuvirus, var það von manna, að hægt væri að finna öruggt varnarlyf, en sú varð ekki raunin. Það varnar- lyf, sem fundið var árið 1940 varð gagnslaust áriö 1947. Astæðan virtist vera sú, aö hér var kominn nýr virús. Tiu árum siðar var komin ein tegund infiúensu enn, sem var kölluð A2, eða Asiu-inflúensan. Janfvel eftir að ákveðinn inflúensuvirus er fundinn, getur orðiö breyting á honum, svo hann sýkir fólk, sem hefur verið bólusett eða fengið hina tegundina. Þetta skeði árið 1968, þá fór Hong Kong A pestin á kreik. Það eru alltaf rannsóknir i gangi út um allan heim, til að finna lyf gegn þessum sjúk- dómi, sem oft er banvænn. En það virðist ekki vera nóg að iinna orsök inílúensunnar. Arið 1968 var mikill viðbúnaður i Englandi til að standa á móti þessari nýju Hong Kong pest, þvi að' búið var að vara viö henni. En öllum til mestu undrunar gerði hún ekki vart við sig i Englandi. Það kom sem sagt á daginn. að eftir fjörutiu ára rannsóknir vita visinda- menn sorglega litið um inflú- ensuna. 1 haust voru gerðar ráð- stafanir, t.d. i Englandi, til að vera á verði gagnvart B virus, sem fannst i Hong Kong i fyrra og gerði töluvert vart við sig i Evrópu i sumar. En sem betur fer, hafa B flokkarnir verið vægari. Það verður reynt að sprauta það fólk, sem er illa undir það búið, að fá influensu, ,eins og aldrað fólk og þá sem haldnir eru þrásýki, eins og lang- varandi lungna, hjarta og nýrnaveiki. Það verður allt gert til að hafa ónæmislyf handbær, ef á þarf að halda. BETLARI BISKUPSINS Framhald af bls. 13 hlaut auðvitað lof að launum. í hvert sinn, sem hann nefndi það, fannst honum rétt eins og hnif væri snúið i brjósti sér. En það aftraði honum ekki frá þvi að tala um það, hé heldur þvi að láta sjá um að vel væri séð fyrir Luigi. En engu að siður sárkveið hann þeim degi þegar Luigi tæki sér stöðu á dómkirkjutröppunum. Hann gerði hvorttveggja i senn, að kviða þvi og þrá það. Þvi að þá yrði þetta loksins búið og gert. Siðar kæmist þetta upp i vana og með timanum mundi Luigi hverfa inn i þennan kveinandi betlara- hóð, sem sótti að tröppunum. En þannig átti það nú ekki að fara. Með blendingi af aðdáun og ó- beit athugaði hann, hve vandlega Luigi bjó sig undir starf sitt. Hann heyrði úr herbergjum þjónustu- fólksins glymja kveinið: ,,tiu skildinga handa Luigi” — og hann sá litlu kerruna og hækjurnar, sem Luigi hafði búið til handa sér. Stundum heyrði hann hitt þjónustufólkið hlæja að sögunum betlarans. Þetta var fullslæmt. En loks kom að skilnaðardegin- um. Sér til mestu hrellingar fann biskupinn piltinn hvorki hreinan né vel klæddan, eins og hann þó hafði verið siðan slysið varð — heldur óhreinan og klæddan i tötra. Hann opnaði munninnn til þess að ávita hann, en lokaði hon- um fljótlega aftur, er hann gerði sér ljóst, að betlari þurfti að bera iðju sina utan á sér. En ekki kunni biskupinn þessu samt vel. Hann spurði Luigi kuldalega, hvernig hann ætlaöi að draga fram lifið. — Ritarinn yðar herradóms hef ur fundið ágætis stað handa mér að búa á, sagði Luigi með ákafa. — Þaö er á neöstu hæð i leigu- kassa niðri við ána og þar er nóg pláss fyrir hækjurnar minar og dótið og kerruna. Hann ætlar að flytja mig þangað i kvöld, og á morgun verð ég kominn á minn stað við dómkirkjuna. Og svo sendi hann biskupnum þakklætis- bros. — Það veröur mikill dagur, sagði hann. — Jaso, sagði biskupinn og meira treysti hann sér ekki til að segja. — En áður en ég fer, sagði Luigi, — þarf ég að þakka yðar herradómi fyrir velgjörðir mér auðsýndar og beiðast blessunar yfir mig og starf mitt. Það er ekki nema viðeigandi. Biskupinn stirðnaði upp. — Þig get ég blessað, Luigi, en starfið þitt ekki. Ég get ekki veitt blessun kirkjunnar starfi manns, sem ætlar að lifa á betli, en gæti stund- að heiðarlega atvinnu. — Nú, jæja, þá verð ég að fara óblessaður, sagði Luigi hressi- lega. — Og ef út í það er farið, þá hefur yöar herradómur þegar gert býsna mikið fyrir mig. Betl- arinn biskupsins! Hvort hann frændi og hún frænka reka ekki upp stór augu! Hvilikur'hégómlegur, eigin- Eramhald á bls. 40 !

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.